Prentarinn - 01.12.1963, Blaðsíða 8

Prentarinn - 01.12.1963, Blaðsíða 8
OrlofsheimiliS 31 fjölskylda dvaldi í orlofsheimil- inu á síðastliðnu sumri, í samtals 50 dvalarvikur. Auglýstar dvalarvikur voru 54, en aðeins einn prentari sótti um dvöl í heimilinu fyrstu tvær vikurnar í júní og voru því 3 íbúðir auðar þær vikur. Umsækjendur voru 31, en nokkr- ir hættu við að vera þar og var þá reynt að fá aðra, sem ekki höfðu dvalið þar áður, en í þeim tiifellum, sem það ekki tókst, var þeim, sem fyrir voru, leyft að vera þar áfram, að sjálfsögðu gegn fullri greiðslu, og dvöldu af þeim sökum 2 fjöl- skyldur í Orlofsheimilinu í þrjár vikur. Umgengni dvalargesta var yfirleitt góð. Tekjur af Orlofsheimilinu voru kr. 25.000,00, en gjöld kr. 24.081,41. Apríl 1964. J. Ag. Skýrsla félagsheimilisnefndar Félagsheimilisnefnd sendi á starfs- árinu öllum prenturum í Reykjavík, Hafnarfirði og Kópavogi auglýsingu um starfsemi þá, sem fram fór í fé- lagsheimilinu. Arangur af þessu kom, eins og árið áður, aðallega fram í aukinni aðsókn að kvik- myndasýningum fyrir börn, en þær sýningar voru alls 10. Á hverja sýn- ingu komu um 120 börn, nema sýn- inguna fyrir jól, þá voru þau 146. Kvikmyndasýningar önnuðust Jónas Guðmundsson, Prentsmiðj- unni Hilmi, og Pálmi A. Arason, Prentsmiðju Morgunhlaðsins. Félagsvist var spiluð 10 sinnum á 6—8 borðum. Fyrir áramót voru eng- in kvöldverðlaun, aðeins heildar- verðlaun, ein karla- og ein kvenna- -verðlaun. Eftir áramót voru hins veg- ar engin heildarverðlaun, en verð- laun veitt að loknu hverju spila- kvöldi. Félagsheimilið var, eins og s.l. ár, Jeigt ýmsum kvenfélögum og prent- arar fengu að halda þar afmælis- og fermingarveizlur. Þar fór og fram hluti af skák- keppni, sem prentarar í Eddu tóku þátt í. Leigutekjur af félagsheimilinu voru kr. 19.250,00, en gjöld kr. 11.514,85. Á árinu eignaðist heimilið tvo góða gripi, ísskáp, sem stjórn HIP keypti, og hrærivél, sem Sigríður Einarsdóttir, kona Þórðar Bjarna- sonar prentara, gaf félagsheimilinu. I félagsheimilisnefnd áttu sæti Elín Guðmundsdóttir, Jón Ágústsson og Pálmi A. Arason, sem tók sæti í nefndinni vegna anna formanns skemmtinefndar, Braga Einarssonar. Apríl 1964. J. Ág. Skýrsla skemmtinefndar Skemmtinefnd félagsins hefur starfað með svipuðu sniði og undan- farin ár. Kvikmyndasýningar voru hafðar fyrir börn félagsmanna í fé- lagsheimilinu í vetur, alls 10 sýning- ar, og voru þær mjög vel sóttar. Tala sýningargesta var um 960 alls. Fjöl- mennust var síðasta sýningin fyrir jól, „litlu jólin“, enda var sérstak- lega til hennar vandað. Auk kvik- myndasýningar skemmtu börn með dansi, söng og hljóðfæraleik. Börn- in fengu góðar veitingar, sem konur úr Kvenfélaginu Eddu önnuðust af miklum myndarbrag að venju. Jólatrésfagnaður var að þessu sinni haldinn 5. janúar að Hótel Borg. Sóttu hann um 370 börn, og er það nokkru færra en verið hefur undanfarin ár. Dansleikur var hald- inn um kvöldið og var hann illa sótt- ur af prenturum. I samráði við félagsheimilisnefnd var efnt til spilakvölda í félagsheim- ilinu og spiluð félagsvist annað hvert föstudagskvöld. Aðsókn var með bezta móti, einkum síðari hluta vetrar, en þá voru veitt kvöldverð- laun. Svartlistarskemmtun var haldin í nóvember að Hótel Sögu. Þar skemmti Jón Gunnlaugsson með eft- irhermum, og gamanvísum, o. fl. var til skemmtunar. Húsfyllir var, en fæst af því voru prentarar, því mið- ur. Árshátíð var haldin 25. marz 1964 í Sigtúni. Var þar margt til skemmt- unar, en mesta ánægju vakti lúðra- sveit prentara með leik sínum og látbrögðum. Um 200 manns sóttu skemmtunina og stóð hún til kl. 3 eftir miðnætti. Er þá upp talið það sem skemmti- nefndin hefur aðhafst á s.I. ári. I nefndinni voru: Bragi Einarsson, Jónas Guðmundsson, Lúther Jóns- son, Torfi Olafsson og Pálmi Ara- son. Apríl 1964. P. A. EFNISYFIRLIT ÁRGANGSINS Bls. Aðalfundur H. í. P. 1963 ........................................ 14 Af högum norskra prentara, eftir Klemens Guðmundsson............. 20 Ágúst Guðmundsson fimmtugur, eftir P. II............................ 17 Einar Jónsson sextugur, eftir Magnús Ástmarsson .................... 17 Ellert Ág. Magnússon fimmtugur, eftir Magnús Ástmarsson............. 16 Handsetjarinn ...................................................... 24 Ilið íslenzka prentarafélag 1963: Félagsannall árið 1963 ......................................... 25 Reikningar félagsins ........................................... 25 Skýrsla bókasafnsnefndar........................................ 30 Skýrsla fasteignanefndar......................................... 31 Skýrsla félagsheimilisnefndar .................................. 32 Skýrsla skemmtinefndar.......................................... 32 Islenzkur prentskóli í reifurn, eftir Hafstein Guðmundsson.......... 2 Kjarasamningurinn frá 8. júlí 1963 ................................. 13 Kristján A. Ágústsson, 50 ár við prentverkið ...................... 22 Látnir félagar .................................................... 23 Nýju kjarasamningarnir.............................................. 10 Uppruni og þróun fornaleturs hins eldra, eftir Stefán Ogmundsson .. 18 32 PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.