Prentarinn - 01.01.1967, Blaðsíða 9

Prentarinn - 01.01.1967, Blaðsíða 9
Við veizluborðið. Ejri myndin: Hörður Oskarsson og jleiri gestir. Neðri mynd- in, talið j. v.: Baldur Eyþórsson, fíald- vin Jónsson, Magnús Astmarsson, Pálmi A. Arason, Guðbjörn Guðmundsson og konur þeirra, 1.1 þ ASf ^ Gjaffir og heíllaóskír Þó að sagt hafi verið allítarlega frá 70 ára afmæli H.I.P. í útvarpi og blöð- um, vill Prentarinn, vegna síðari tíma, skýra í stuttu máli frá því, sem gerðist á afmælisdaginn, 4. apríl. A afmælisdaginn var stjórnin stödd í félagsheimilinu og tók þar á móti gest- um, sem konni til að færa félaginu gjafir og hylla það á afmælinu. Auk prentara, sem voru um 100 talsins, komu í félagsheimilið þann dag m. a. Eggert G. Þorsteinsson, félagsmálaráðherra, Hannibal Valdimarsson, forseti Alþýðu- sambands Islands, ásamt flestum úr miðstjórn A.S.I., stjórn Félags íslenzkra prentsmiðjueigenda, Magnús Astmars- son, forstjóri Ríkisprentsm. Gutenbergs, Grétar Sigurðsson, form. Bókbindarafé- lags Islands, Jón Olafsson, form. Off- setprentarafélags Islands, Grétar Sig- urðsson, form. Prentmyndasmiðafélags Islands, og Gils Guðmundsson, forstjóri Bókaútgáfu Menningarsjóðs. Færði Gils H. I.P. að gjöf Islenzka orðabók og fylgdi henni bréf, þar sem H.I.P. er boðið að velja úr útgáfubókum Menn- ingarsjóðs þær bækur, sem það á ekki nú þegar, en hefur hug á að eignast. Baldur Eyþórsson, form. Félags ísl. prentsmiðjueigenda, flntti ávarp og af- henti H.I.P. málverk eftir Eggert Guð- mundsson. Var það gjöf frá Félagi ís- lenzkra prentsmiðjueigenda og Ríkis- prentsmiðjunni Gutenberg. Grétar Sig- urðsson bókbindari afhenti með stuttu ávarpi málverk eftir Jón Gunnarsson. Var það gjöf frá bókagerðarfélögunum þremur. Guðbjörn Guðmundsson, heið- ursfélagi H.I.P., gaf félaginu Ijósmynd af Einari Þórðarsyni prentara og minnt- ist Einars um leið nokkrum orðum. Að síðustu flutti Hafsteinn Guðmundsson stutta ræðu. Auk þeirra gjafa, sem þegar hafa verið taldar, bárust félaginu margar fallegar blómakörfur og fjöldi heilla- skeyta frá félögum og einstaklingum. Formaður H.I.P., Jón Ágústsson, veitti gjöfunum viðtöku og þakkaði þær og þann lúýhug, sem fram kom í ræð- um þeim, sem fluttar voru. PRENTARINN 5

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.