Prentarinn - 01.01.1967, Blaðsíða 14

Prentarinn - 01.01.1967, Blaðsíða 14
Samningap síðasta áratuginn Síðan Hið íslenzka prentarafélag varð 40 ára hefur það verið til siðs að rekja að nokkru merkuslu atburði úr sögu félagsins á 10 ára fresti. I 40 ára afmœlisriti Prentarans er að finna liöfuðdrœtti í starfi félagsins til þess tíma. I 50 og 60 ára afmælisritunum er aukið við söguna meginþátlum síðustu 10 ára. Þenna sið hefur nú enn verið ákveðið að hafa í heiðri og rekja að nokkru störf félagsins síð- asta áfangann. Nú sem fyrr hefur það fallið í hlut margra að rita það, sem vert þykir að minnast. Með slíkum söguágripum er prenturum og öðrum gert mögulegt að kynnast félaginu og störjum þess með því einu að eignast eða fá í liendur afmœlisblöð Prentarans á hinum svo- kölluðu stórajmœlum félagsins. Þeir þurfa ekki að eyða til þess tíma né jyrirhöfn að tína fróð- leilcinn saman úr einstökum blöðum Prentar- ans eða fundargerðabókum nema lil þess sé hugsað að kanna söguna í smœrri atriðum. . Eg œtla nú í sem slytztu máli að greina frá samningum um kjaramál prenlara s.l. 10 ár og draga að nokkru saman það sem áunnizt hef- ur: 1957 Árið 1957 lagði stjórn H.Í.P. lil viS félagiS, aS kjarasamningur yrSi framlengdur um eitt ár. Félagsfundur, sem haldinn var 28. apríl féllst ekki á þessa tillögu og samþykkti upp- sögn samninga og aS gerSar yrSu kröfur um, aS viS laugardagsfríin bættust 6 mán., októ- ber—marz. Þessi ákvörSun var síSan staSfest meS allsherjaratkvæSagreiSslu og samningum sagt upp frá 1. júní. Stjórnin brást þannig viS þessari ákvörSun félagsins aS henni „þótti ekki rétt, aS hún færi meS samningana eins og venja hefur veriS til, en taldi eSlilegast aS flutningsmenn tillögunn- ar um samningsuppsögn önnuSust, a. m. k. fyrst um sinn, samningaviSræSur.“ Á félagsfundi 5. maí var síSan kosin samn- inganefnd: Ingólfur Olafsson, Tryggve Thor- stensen og Geir Herbertsson. Samkvæmt ósk fundarins tilnefndi stjórnin tvo menn í nefnd- ina, meSstjórnendurna báSa: Jón Ágústsson og SigurS Eyjólfsson. Eftir mikiS þóf og milligöngu sáttasemjara tókust samningar aS lokum og voru samþykkt- ir á félagsfundi árla morguns hinn 1. júní. Það sem fram náðist í þessum samningum voru hálfir laugardagar í marzmánuði. 1958 Á félagsfundi 27. apríl var samþykkt aS segja upp samningum, án þess aS kröfur félagsins á hendur atvinnurekendum væru jafnframt á- kveSnar. Á aSalfundi 18. maí var tillaga stjórnar og trúnaSarmanna um breytingu á samningi samþykkt; aS grunnkaup skyldi hækka um 10% og samningur gilda til 1. des. sama ár. Þessu tilboSi höfnuSu atvinnurek- endur á hinum sígildu forsendum, aS launa- mál atvinnustéttanna væru í heildarathugun hjá Alþingi og ríkisstjórn. SíSari hluta maí- mánaSar hirti ríkisstjórnin frumvarp um aS- gerSir í efnahagsmálum en þar var ljóst aS aSgerSir ríkisvaldsins mundu leiSa til hækk- andi verSlags. Á fundi í félaginu 31. maí lá fyrir bréf frá atvinnurekendum, þar sem þeir töldu sig geta 10 PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.