Prentarinn - 01.01.1967, Blaðsíða 17

Prentarinn - 01.01.1967, Blaðsíða 17
Árið 1961 fengust laun nemenda í fyrsta sinn bundin við ákveðið hlutfall af launum sveina. Þá var samið um að öll aukavinna skyldi greiðast með 100% á dagvinnu. með 1. sept. Á félagsfundi 8. ágúst er gengiS frá kröfum félagsins og þær síSan sendar at- vinnurekendum. HöfnuSu þeir kröfunum í heild, en vildu samt ræSa kaupgjaldsákvæSin. Haldnir voru samningafundir meS prent- smiSjueigendum 23., 27. og 29. ágúst. Á síS- asta fundinum féllust prentsmiSjueigendur á kauphækkun þá, sem H.I.P. fór fram á, 14%, en höfnuSu öSrum kröfum: um aukiS sumar- leyfi, réttari útreikning á vinnuvikunni, 6% orlofsgreiSslu á aukavinnu o. fl. Var prent- smiSjueigendum gert gagntilboð, fyrst af stjórn og síSan af félagsfundi, en var báSum hafnaS. Hófst verkfall því aS morgni hins 1. september. Tveir sáttafundir höfSu veriS haldnir þegar samkomulag náSist. ÞaS helzta, sem vannst í þessari deilu var 14% grunnkaupshœkkun; 6% orlojsgreiðsla á aukavinnu; hálfir laugardagar í janúar- mánuði; skilyrðislaus ábyrgð á ónotuð- um veikindadögum aj hendi þeirrar prent- smiðju, sem maður flyzl til, (áSur aSeins ef manni var sagt upp vinnu); að kaupseðill fylgi jafnan kaupgreiðslu; ákvœði varðandi van- rœkslu prentsmiðja á skilum félagsgjalda. Samningurinn var gerSur til eins árs. 1963 Vegna ákvæSa um vísitölu á kaup í samningi frá 1962 urðu kaupgjaldsákvæSin uppsegjan- leg fyrr en samningurinn allur, og á félags- fundi 7. april var samþykkt aS segja þeim upp. Samkomulag náSist viS prentsmiSjueigendur og var þaS samþykkt á félagsfundi hinn 11. júlí 1962. Fól það í sér 7^/2.% kauphœkkun og hœkkun aukavinnu, þannig að tímaútreikning- ur vinnuviku skyldi miðast við 44 stundir í stað 48. Samningurinn gilti til 15. október og féll þá úr gildi án uppsagnar. Á félagsfundi 13. oklóber 1963 voru sam- þykktar tillögur lil breytinga á samningum og stjórninni faliS aS hefja samningaviSræSur viS prentsmiSjueigendur. Oskir prentara fengu daufar undirtektir og mátti greina af viS- ræSum viS prentsmiSjueigendur og einnig af samtali viS félagsmálaráSherra aS ríkisstjórn- in hefSi í huga aS koma meS „heildarlausn“ í kaupgjaldsmálum, sem byggjast skyldi á verS- stöSvun og kaupbindingu. Stjórn H.I.P. aflaSi verkfallsheimildar, fékk liana meS 233 atkv. gegn 15; auS og ógild atkv. voru 12. Var verk- fall boSaS hinn 1. nóvember. Frá Bókbindarafélagi íslands hafSi H.Í.P. borizt bréf um samstarf og sameiginlega samn- inganefnd og var því aS sjálfsögSu vel tekiS. ÁSur höfSu formenn félaganna haft samráS. Ekki fengust atvinnurekendur til aS semja viS bókagerSarfélögin og báru fyrir sig vænt- anlega löggjöf. 31. október var haldinn fé- lagsfundur. Þá var komiS fram á alþingi „Frumvarp til laga um launamál og fleira", þar sem m. a. var afnumiS samningsfrelsi verkalýSsfélaganna viS atvinnurekendur meS- an lögin væru í gildi, verkföll bönnuS og þau sem boSuS voru áSur en frumvarpiS kom fram, lýst ólögleg. Fundurinn ræddi frumvarp- iS, samþykkti síSan mótmæli gegn því, skoraSi á alþingi aS fella þaS, og lýsti því jafnframt yfir, „aS boSaSri vinnustöSvun yrSi ekki af- létt nema félagiS verSi til þess knúiS.“ Hófst nú verkfall prentara og bókbindara og stóS frá 1.—11. nóvember. MeS því riSu þeir á vaSiS meS verkfallsaSgerSum gegn einu háskalegasta tilræSi, er samtökum verkafólks hefur lengi veriS sýnt. Mörg verkalýSsfélög tóku nú aS boSa vinnustöSvanir. 10. nóvember var haldinn félagsfundur; búizt var viS aS frv. ríkisstjórnarinnar yrSi aS PRENTARINN 13

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.