Prentarinn - 01.01.1967, Blaðsíða 18

Prentarinn - 01.01.1967, Blaðsíða 18
lögum hinn 9. nóv. Áöur en til funclar kom hafði stjórn Alþýðusambandsins og ríkis- stjórnin komizt að samkomulagi um að fresta atkvæðagreiðslu um frv. til 10. desem- ber og nota tímann til samninga. Höfðu odda- menn Alþýðusambandsins átt tal við forustu- menn prentara og tjáð þeim að slíkt sam- komulag við ríkisstjórnina væri af hennar hálfu því skilyrði háð að prentarar og bók- bindarar féllust á það. Félagsfundurinn 10. nóv. samþykkti að verða við tilmælum ríkis- stjórnarinnar og stjórnar A.S.I. um að fresta verkfallinu til 10. des. „í trausti þess að ríkis- stjórn og atvinnurekendur noti frestinn til um- ræðna og samninga við verkalýðsfélögin um lausnir, sem þau geta fallizt á, en falli með öllu frá því að skerða samningsrétt verkalýðs- félaganna.“ Eftir að vinna var hafin á ný voru samn- ingaviðræður upp teknar, en reyndust tilgangs- lausar, þar sem atvinnurekendur töldu sig Ijundna af heildarsamkomulagi allra verka- lýðsfélaganna. Sáttafundir með deiluaðilum í heild hófust ekki fyrr en 21. nóvember og stóðu með nokkrum hléum til 10. desember, án árangurs. Gott samstarf tókst með bóka- gerðarfélögunum og tilnefndu þau öll fulltrúa í samstarfsnefnd verkalýðsfélaganna. Yerkfall alls þorra verkalýðs- og iðnaðar- mannafélaga innan A.S.I. hófst hinn 10. des- ember. Eru það víðtækustu verkfallsátök, sem um getur á Islandi. Nokkrir sáttafundir voru haldnir dagana 15.—20. desember. Enda þótt aðilar einstakra hópa hittust í þessum umræð- um, var ekki um nein eðlileg skoðanaskipti að ræða, er leitt gætu til lausnar sérmála ein- stakra stétta, sízt hinna fámennari. Hinar raun- verulegu samningaviðræður voru ó hendi ör- fárra manna, sem livorki höfðu umhoð né möguleika til að samræma mismunandi óskir og sjónarmið, sem óhjákvæmilega Idutu að vera ríkjandi í svo víðtækum samningum. Segja má að í þessum samningum hafi komið í ljós allir höfuðgallar hinna svokölluðu heild- arsamninga. Hinn 20. desember var haldinn jélagsfundur í H.I.P. og samþykkt tilboð um 15% kaup- Árið 1962 var m. a. samið um 6% orlofsgreiðslu á aukavinnu og fulla ábyrgð á ónotuðum veikindadögum af hálfu þeirrar prentsmiðju, sem maður flyzt til. hœkkun, en að öðru leyti óbreyttan samning til 1. okt. 1964. Tilboð þetta var samþykkt með 92 atkvæðum gegn 69, auðir seðlar voru 8. Þar með var lokið einni sérstæðustu vinnu- deilu, sem Hið ísl. prentarafélag hefur háð með tveimur verkföllum á tveimur mánuðum í samtals tuttugu daga. Prentarar og bókbindarar urðu án efa til þess með fyrri verkfallsgerðum sínum að skapa þrýsting, sem varð til þess að þoka verkalýðshreyfingunni allri í varðstöðu og síð- ar til verkfallsátaka. Þeir guldu þess hins vegar hve samtök verkalýðsins eru yfirleitt sein í svifum eins og glöggt mátti kenna á því hve seint þau bjuggust til aðgerða, enda þótt samningar félaganna væru „lausir“ eins og bókagerðarmanna. Og þegar til átakanna kom gliðnaði samstarfið í veigamiklum atriðum með sérsamningum verzlunarmanna og Iðju. Þegar meginhópur verkalýðsfélaganna samdi, var það án þess að allir þeir, sem í sam- flotinu voru ættu vísa höfn: byggingarverka- mönnum var synjað um samninga og háðu einir verkfall fram í miðjan janúar. Höfuðvinningur þessara átaka var án efa sá, að með þeim tókst að hrinda árás á sam- lakafrelsi verkalýðshreyfingarinnar og rétt- indi. Það tókst að koma lögum ríkisstjórnar- innar fyrir kattarnef. Um 15% kauphækkun- ina, er hins vegar þá sögu að segja, að megin- hluti hennar var upp urinn af verðhækkunum á fáum mánuðum. 14 PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.