Prentarinn - 01.01.1967, Blaðsíða 19

Prentarinn - 01.01.1967, Blaðsíða 19
Haustið 1963 hóðu prentarar tvö verkföll í samtals 20 daga. Þó tókst verkalýðshreyfingunni að hrinda órós ríkisvaldsins á samningsrétt verkalýðsfélaganna, er „Frumvarp um launamál o. fl." var dregið til baka í Alþingi. Það var af hálfu ríkisstjórnarinnar háð því skilyrði að bókagerðarmenn hættu verkfallsaðgerðum. 1964 A fundi í H.I.P. hinn 30. ágúst 1964 var stjórn félagsins falið að segja upp samningum þeim, sem gerSir voru 20. desember 1963 og giltu til 1. október 1964. 13. september samþykkti félagsfundur kröfur til breytinga á samningn- um. Hinn 5. júní 1964 hafSi AlþýSusamband Is- lands og ríkisstjórnin gert samkomulag, svo- kallaSan rammasamning. Samningur þessi sneiS bókagerSarfélögunum, sem á eftir komu, mjög þröngan stakk hvaS kröfugerS og samningsmöguleika snerti. Kröfur þær, sem H.I.P. setti fram voru viS þaS miSaSar, aS þær samrýmdust greindu samkomulagi og var höfuSáherzlan lögS á hina sígildu kröfu prentara, styttingu vinnu- dagsins: MánuSina apríl, maí og september félli vinna á laugardögum niSur, en í október, nóvember og desember yrSi vinnu á laugar- dögum hætt kl. 12 á liádegi. Til samræmis viS „júnísamkomulagiS“ varSandi lengingu orlofs skyldi orlof prentara vera minnst 21 dagur og eftir 15 ára starf 24 dagar. Var þaS áSur 18 dagar og 21 dagur eftir 21 árs starf. Teknir yrSu upp launaflokkar eftir starfsaldri, hærri viSbótargreiSsla á blaSa- og vaktavinnu, 7% orlofsfé á alla aukavinnu. Þá var og fariS fram á aS laugardagar, sem ekki eru vinnudagar á orlofstímanum, teldust ekki til sumarleyfis- daga, auk smærri lagfæringa. ViSræSur viS prentsmiSjueigendur drógust á langinn og var fyrsti fundur meS þeim hinn 30. sept. Verkfall hafSi hinsvegar ekki veriS boSaS. 7. október lögSu prentsmiSjueigendur fram tilboS um lengingu orlofs eins og krafan hljóSaSi, 7% vegna orlofs á aukavinnu, 3,6% kauphækkun en enga hreyfingu til styttingar vinnuvikunni. Stjórnin svaraSi þessu meS gagntilboSi, 8. okt., þar sem slakaS var nokk- uS á vinnutímakröfunni, ítrekaS aS launa- flokkar yrSu upp teknir, meS 5% og 8% álagi á lágmarkslaun, auk frekari hækkunar á blaSa- og vaktavinnutaxta. Þessu tilboSi svöruSu prentsmiSjueigendur meS því aS fallast á, aS upp yrSi tekinn nýr launaflokkur eftir tveggja ára starf, 2% hærri en lágmarkskaupiS. Auka- vinnukaupiS skyldi haldast óbreytt í krónu- tölu, en þannig hafSi allur þorri verkalýðsfé- laga samiS um aukavinnuna meS júnísam- komulaginu. Þessu tilboSi hafnaSi stjórnin og kom máliS þannig fyrir félagsfund. Þar bar hún fram tillögu um aS henni yrSi faliS aS halda áfram samningsumræSum á grundvelli gagntilboSsins frá 8. október og lögS yrSi höfuSáherzla á styttingu vinnuvikunnar. Til- lögu þessa samþykkti félagsfundurinn og var nú enn hafiS samningaþóf viS atvinnurekend- ur. Þeir neituSu kröfunni um vinnutímann, sem þó var aSalkrafan og tók stjórnin þá aS semja um aSra liSi. Sú varS niSurstaSan af þessum viSræSum aS upp yrSi tekinn nýr launaflokkur, eftir tveggja ára starf, meS 2% hærra kaupi, en kaup fyrir vaktavinnu færi úr 5% í 8% og blaðavinnutaxti út 12% í 15%. A þessum grundvelli undirritaSi stjórnin sam- komulag viS prentsmiSjueigendur hinn 1. okt. meS því skilyrSi aS félagsfundur samþykkti þaS og öll atriSi júnísamninganna kæmu til framkvæmda hiS skjótasta. Hinn 22. október var samkomulagiS lagt fyrir fund í félaginu og samþykkti hann til- boSiS meS því skilyrSi aS viS þaS bættist „frí hálfra laugardaga í einn mánuS“, og ekki þyrfti aS koma til verkfalls, sem átti aS hefjast aS morgni. AS öSrum kosti ítrekaSi fundurinn gagntilboS þaS, er síSasti félagsfundur sam- þykkti. PrentsmiSjueigendur voru ófáanlegir til aS 15 PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.