Prentarinn - 01.01.1967, Blaðsíða 21

Prentarinn - 01.01.1967, Blaðsíða 21
þar sem fæstir munu telja haustið hagstætt verkamannafélögunum til að knýja á um kjarabætur. Sú varð líka raunin á að engin hreyfing varð um nýja samninga. I ágústmánuði lét stjórn prentarafélagsins fara fram allsherjaratkvæðagreiðslu um upp- sögn samninga. Af 223 félagsmönnum, sem at- kvæði greiddu voru 204 með uppsögn, 13 á móti en 6 seðlar auðir. Samstarf var sem fyrr með bókagerðarfélögunum um kröfugerð og samningaviðræður. Meginkröfurnar sem fram voru bornar voru: 40 stunda vinnuvika ó 5 dög- um allt árið; 20% hækkun á grunnlaunum; 1% af launum í sjúkrasjóð; 18 veikindadagar í stað 14; viðbótagreiðslur á orlof; auka- greiðslur vegna vinnu við erfið og vandasöm störf; nokkur hækkun á kaupi nema; ákvæði um betri aðbúð á vinnustað, auk smærri atriða til lagfæringa. Á félagsfundi 18. sept. voru kröfurnar samþykktar óbreyttar, enn- fremur að afla verkfallsheimildar, boða auka- vinnubann frá 1. október og verkfall frá og með 8. s.m. hefðu samningar ekki náðst fyrir þann tíma. Atvinnurekendur svöruðu prentarafélaginu með bréfi, þar sem þeir kváðust ekki geta haf- ið samninga um óskir félagsins. Báru þeir einkum fyrir sig óljóst ástand í kaupgjalds- málum og aðgerðarleysi alls þorra verka- manna- og iðnaðarmannafélaga í landinu, sem ekki hefðu „gert grein fyrir óskum sínum varðandi breytingar á samningum“. Ekki þótti Árið 1966 vannst endanlegur sigur í baráttunni fyrir 40 stimda vinnuviku á 5 dögum, með áiangasamningnum, sem gerður var. bókagerðarmönnum ástæða til að svara bréfi atvinnurekenda, sem vísaði öllum viðræðum á bug. — 1., 5. og 7. október hélt sáttasemjari ríkisins fundi með aðilum og var naumast hægt að kalla það samninga- eða viðræðufundi svo mjög voru atvinnurekendur haldnir af fyrri ákvörðunum sínum, að ræða ekki málin. Hins vegar vissu þeir að fulltrúar bókagerðar- manna voru reiðubúnir að ræða hugsanlegar leiðir til lausnar deilunni, m. a. vinnutíma- styttingu í áföngum. Það lá raunar í lofti að ríkisvaldið hélt um tauminn með atvinnurek- endum og kom það glöggt fram í ofstopafull- um blaðaskrifum um kröfur og samtök bóka- gerðarmanna þessa samningadaga. Á síðasta sáttafundi hinn 7. október, 2y% tíma áður en fundur skyldi hefjast í H.I.P., barst hið fyrsta og síðasta boð atvinnurek- enda, úrslitaboð. Það var um 40 stunda vinnu- viku í áföngum á fimm árum, en „ákvörðun um kaupgjald verði frestað, þar til í ljós kem- ur, hver heildarstefnan verður í launamálum almennt á næstunni. Að öðru leyti framlengist samningar til 1. október 1967.“ Eftir að samninganefndir bókagerðarfé- laganna höfðu borið saman bækur sínar um tilboðið og hina erfiðu aðstöðu sem orðin var, sakir þess að önnur verkamanna- og iðnaðar- mannafélög höfðust ekki að, enda þótt þau hefðu sagt upp samningum, varð niðurstaðan sú að bera tilboðið undir fundi í félögunum. Stjórnir Prentarafélagsins og Bókbindarafé- lagsins ákváðu að mæla með tilboðinu. A fundi í H.Í.P. 7. okt. var tilboðið samþykkt með 117 atkvæðum gegn 65. Fullyrða má, að sú stefna félagsins, að setja fram kröfur sínar, búast undir að fylgja þeim fram, fyrst með aukavinnubanni, sem fram- kvæmt var, og síðan með verkfalli, ef á þyrfti að halda, hafi skilað þeim árangri sem náðist: endanlegum sigri í baráttunni fyrir 40 stunda vinnuvíku. Ef saman ætti að draga höfuðeinkenni þessa 10 ára tímabils í samningamálum félags okk- ar, er ljóst að kaupgjaldsbaráttan er fyrst og fremst varnarbarátta. Þar tekst ekki að halda l’RENTARINN 17

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.