Prentarinn - 01.01.1967, Blaðsíða 24

Prentarinn - 01.01.1967, Blaðsíða 24
Orlofsheimili H.I.P. í MiSdal. Starfsmannafélag RíkisprentsmiSfunnar Gutenbergs í heimsókn. — Kjartan 01- afsson tók myndina. framkvæmda í ársbyrjun 1967 með' j>ví að vikugjaldið var ákveðið 80,00 kr. Jafnframt var tekin ákvörðun um j>að á aðalfundi 1966 að Félagssjóður einn skuli bera allan reksturs- og útgjaldakostnað, annan en j>ann sem tekið er fram í reglugerðum sjóðanna að ]>eim tilheyri, svo sem styrkir allir og þær greiðslur, sem aðalfundur kann að skylda ]>á til að leggja fram fé til hverju sinni. Fyrstu tvö árin af þessu tíu ára tímabili, árin 1957 og 1958, fær Félagssjóður 4,00 kr. af vikugjaldinu. Næstu fimm árin fær bann 6,00 kr., 10,00 kr. árið 1964 og frá 1. jan. 1965 til 30. apríl 1966 fær hann einnig 10,00 kr., en frá 1. maí 1966, þegar félagsgjaldið hækkaði í 70,00 kr. hefur sjóðurinn fengið í sinn hlut kr. 45,00. I því yfirliti sem Guðmundur Halldórsson samdi síðast, yfir árin 1947—1956, lét hann orð liggja að því, að „svo að segja daglega koma fyrir ýmis gjöld, sem ekki er liægt að heimfæra undir reksturskostnaö félagsins". Taldi liann nauðsynlegt að hafa sérstakan sjóð til að annast slíkar greiðslur. Nú hefur verið horfið að jjví ráði, að ætla Félagssjóði að annast all- ar slíkar greiðslur og honum ætlað það ríflegt tillag af félagsgjaldinu að hann sé þess megnugur. Yfirlit það, sem hér fer á eftir sýnir iðgjaldatekjur Félagssjóðs hvert ár fyrir sig og eign hans í lok hvers árs. FélagssjóSur. Yfirlit 1957—1966 Ár Iðgjöld Eign í árslok 1957 46.179.00 41.369.30 1958 47.227.00 29.358.64 1959 60.358.00 32.099.62 1960 72.480.00 45.354.95 1961 75.159.00 54.386.46 1962 70.770.00 40.005.53 1963 74.256.00 40.394.25 1964 110.598.00 28.461.78 1965 141.986.00 3.292.87 1966 568.563.00 9.332.07 1.267.576.00 Styrktarsjóður Engar höfuðbreytingar hafa verið gerðar á starf- semi Styrktarsjóðs á árunum 1957—1966. Tillag til sjóðsins af vikugjaldi hvers félagsmanns hefur á þess- um árurn verið lægst 10,00 kr. og hæst 20,00 kr. Tvö ár var það 10,00 kr., önnur tvö ár 12,00 kr., þrjú ár 14,00 kr., tvö ár 20,00 kr. og árið 1966 hefur það verið 16,00 kr. Eins og yfirlitið hér á eftir sýnir hefur Styrktarsjóður haft í iðgjaldatekjur þetta tíu ára tímabil kr. 1.702.508,00. Á sama tíma hefur hann greitt styrk til félagsmanna eða aðstandenda þeirra kr. 1.433.619,60 og sinn hluta af reksturskostnaði 20 PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.