Prentarinn - 01.01.1967, Blaðsíða 26

Prentarinn - 01.01.1967, Blaðsíða 26
bygginga í Miðdal kr. 478.927,64. Fóru þær fram- kvæmdir fram á árunum 1964—’65. Ríkisstyrkir til framkvæmdanna námu kr. 56.854.50. Landbúnaðar- lán sem tekin voru námu kr. 314.000,00. Þegar það er haft í huga, hve vaxtakjör og lánstími eru hagstæð á þessum lánum er það Ijóst, að framkvæmdir þessar verða ekki eins erfiður baggi á fé'aginu á næstu ár- um eins og ætla mætti. I lok ársins 1966 eru áhvíl- andi eftirstöðvar lána á Miðdal kr. 371.228,89. Allur aðdragandi að kaupum húseignarinnar að Hverfisgötu 21 og jarðarinnar Miðdal í Laugardal er greinilega rakinn í yfirliti Guðmundar Halldórsson- ar, sem hann samdi þegar H.I.P. varð 50 og 60 ára. Þar kemur og fram, að húseign félagsins að Hverfis- götu 21 hefur flest árin staðið fjárhagslega undir sér og stundum vel það, og hefur svo einnig verið þetta tíu ára tímabil. Það kemur einnig fram þar, að prentarafélaginu hafi ávallt verið ljóst „að þessi jarða- kaup yrðu aldrei neinn beinn fjárhagslegur ávinning- ur fyrir félagið" eins og Guðmundur orðar það. Tölu- Iega má það sjálfsagt til sanns vegar færa, ef öllum verðbólgugróða er sleppt og aðeins litið annars veg- ar á tekjurnar af jarðarafgjaldinu og styrki vegna ný- bygginga og jarðræktar og hins vegar á kaupverðið og það sem lagt hefur verið til uppbyggingar á jörð- inni. En ef litið er á það, að þegar hafa verið byggð- ir 28 bústaðir á jörðinni auk orlofsheimilisins og það haft í huga, að jarðnæði til slíkra framkvæmda mun vart kosta í dag undir 25 þús. kr. fyrir hvern bústað, kemur í Ijós, að þær lóðir í Miðdal, sem Fasteigna- sjóður hefur látið meðlimum H.I.P. í té án endur- gjalds, má í dag virða á nær eina milljón króna. Læt ég svo ómetið til peninga allt það, sem gerast mun í Miðdal á komandi árum stéttinni til hagsbóta og lífs- fyllingar. Samkvæmt 5. grein reglugerðar Fasteignasjóðsins hefur sérstök þriggja manna nefnd með höndum um- sjá fasteigna félagsins, sér um viðhald og leigu á þeim og annað er við kemur daglegum rekstri. Nefndin hef- ur verið þannig skipuð síðastliðið tíu ára tímabil: 1957—1964: Guðbjörn Guðmundsson, Jón Ágústs- son, Sigurður Guðgeirsson. 1964—1966: Guðbjörn Guðmundsson, Pálmi A. Arason, Sigurður Guðgeirsson. Yfirlit það sem hér fylgir sýnir árlega afkomu Fast- eignasjóðsins árin 1957—1966: FasteignasjóSur. Yjirlit 1957—1966 Ár Iðgjöld Tekjur ViShald Eign í árslok Tekjuajg. Alw. skuldij aj jasteign og endurbœtur 1957 21.952.00 106.284.68 35.633.12 543.112.10 50.214.81 205.194.05 1958 22.304.00 108.123.64 9.537.89 580.131.49 46.663.35 195.550.09 1959 21.668.00 119.761.30 11.376.84 581.947.39 12.829.68 184.536.31 1960 23.038.00 135.236.90 18.040.84 577.646.76 69.337.45 110.898.23 1961 23.992.00 147.434.00 33.175.89 618.598.04 59.718.30 92.131.21 1962 22.738.00 138.987.00 23.451.40 671.655.32 56.958.08 88.230.41 1963 24.000.00 150.786.00 43.355.92 641.663.14 -H 25.952.60 84.190.83 1964 41.084,00 155.330.00 35.588.32 983.229.23 5.863.62 419.893.30 1965 54.748.00 314.223.50 204.914.65 1.051.134.40 -f- 32.156.37 519.954.84 1966 27.754.00 296.908.39 145.062.25 1.051.134.40 21.636.54 498.318.30 283.268.00 1.673.075.41 560.137.12 Lánasjóður Starfsemi Lánasjóðsins hefur færzt það mikið í aukana síðastliðin tíu ár, að segja má, að með henni séu fjármunir félagsins nú ávaxtaðir í lánum hjá fé- lagsmönnum sjálfum. Lánasjóður hefur aldrei liaft neinar tekjur af ið- gjaldi félagsmanna og aðeins árin 1963—1965 var honum gert að greiða hluta af reksturskostnaði fé- lagsins eða samtals öll þrjú árin kr. 163.078,68. Oll tíu árin, 1957—1966, hefur Lánasjóður verið með í útlánum verulegan yfirdrátt um hver áramót af fé annara sjóða, eða eins og eftirfarandi sýnir: 1957 kr. 60.000,00 1962 kr. 382.271,55 1958 193.976,05 1963 — 546.591,55 1959 277.309,05 1964 584.474,78 1960 275.633,05 1965 — 602.369,23 1961 — 293.306,55 1966 — 882.800,26 22 Hefur því verulegur hluti af vaxtatekjum Lána- sjóðs farið til þess að greiða þeim sjóðum vexti, sem féð hafa átt. Tryggingasjóður hefur oftast fengið drýgstan liluta af því fé. Eign Lánasjóðsins hefur á þessum tíu árum vaxið úr kr. 61. 557,95 í kr. 288.385,74 eða um kr. 226.827,79. Á aðalfundi 1965 komu fram tvær tillögur, sem fóru í þá átt, að reglugerð Lánasjóðs yrði tekin til endurskoðunar, með það fyrir augum að hækka þá lánsupphæð, sem veita mætti hverjum félagsmanni. Var tillögunum vísað til stjórnar og laganefndar, sem tók reglugerðina til gagngerðrar endurskoðunar og lagði fram breytingar á henni fyrir aðalfund 1966. Fór sú breyting í höfuðatriðum í þá átt, að heimilt varð að hámark lána yrði 16 þús. kr. í stað 8 þús. kr. áður. PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.