Prentarinn - 01.01.1967, Blaðsíða 28

Prentarinn - 01.01.1967, Blaðsíða 28
anburð þessum fullyrðingum til stuðnings. Þó verSur ekki komizt hjá því að benda á Ludlow- vélarnar mörgu, sem hér hafa gefizt ágætlega, einkum við setningu dagblaða og tímarita. Þar eru leturgerðir margar illa valdar, en allt of fáar fallegar. Þessi Ludlowsaga gæti verið skemmtilegt rannsóknarefni, því að sú vél hef- ur skipaö hér á landi æðri sess en gerist með öðrum þjóðum. Þetta kunnáttuleysi um leturval verður því meira áberandi sem mjög vel hefur yfirleitt tekizt um endurnýjun prentvéla. A hinn bóg- inn væri líka hægur vandinn að nefna dæmi um prentsmiðjur í Reykjavík og Akureyri, sem geta státrð af vel völdu letri, bæði vélsettu og lausaletri. — Prentgripir þeirra tala sínu máli. Svartlistarspiall Mörg eSa fá letur Við upphaf náms í handsetningu fyrir rúm- um aldarfjórðungi var mér falið að handsetja lítið vikublað. Meistari minn þurfti að skreppa í ferðalag nokkra daga. Pókst vel um setningu meginmáls, og þegar að umbroti kom, skyldu höfð uppi nokkur tilþrif og notuð sitt hver leturgeröin í fyrirsagnir. Ekki held ég mig fýsi nú að skoða þetta framtak. En því nefni ég þelta, að oft virðist sem prentsmiðjustjórar og aörir þeir, sem kaupa leturgeröir í íslenzkar prentsmiðjur starfi eftir sömu skrautkenning- unni og undirritaður gerði af vanþekkingu sinni við upphaf prentnáms. Leturval margra prentsmiöja verður varla kallað annað en samtíningur og sitthvað. Nú vita allir, að letur er ákaflega dýrt, einkum letur á setningarvél- ar. Því fremur er ástæða til þess að vanda sig. Falleg, klassísk letur eru sjaldan dýrari en tízkuletur, sem tapa ljóma sínum eftir fyrstu notkun. Prentsmið:ur hr.fa sem betur fer endurnýj- að letur sín og bætt við mörgum nýjum, að vísu misjaínlega ört og misjafnleaa skynsam- lega. Ekki skal að svo komnu máli farið í sam- Svart og hvítt Hið fegursta í prentun er og verður svart og hvítt og litirnir þar á milli. Litapren'un getur auðvitað verið skrautleg og tilþrifamikii, og sem betur fer getum við státað af framförum á því sviði. Þó skulum við gæta þess, að offset- prentarar steli ekki frá okkur senunni í þeim efnum. En víkjum aftur að grundvellinum -— því svarta. Setjurum kann að þykja eftirfar- andi setning skrítin fullyrðing: Það er vanda- samt að prenta svartan flöt. — Engu að síður má vænta þess, að pressumenn skilji alvöru j afnfábrotinnar setningar. Með þessu grein- arkorni hef ég tekið tvær gamlar myndir, ann- ars veg?r koparstungu frá 1649 og hins vegar tréskurðarmynd frá 1870. Þær sanna okkur, þótt gamlar séu, að svona er prentlistin í ein- faldri fegurö sinni: svört, hvít og grá. Er íslenzk bók sýningarhæf? Þess var getið hér ó prenti fyrir svo sem tveimur árum, að norræn bókasýning væri í Kaupmannahöfn. Þarlendir framámenn sýn- ingarinnar voru spurðir, hvers vegna íslenzkar bækur væri þar ekki í híllum. Var þá svarað eitthvaö á þá leið, að íslenzkar bækur væru ekki sýningarhæfar. Við ættum ekki að kippa 24 PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.