Prentarinn - 01.01.1967, Blaðsíða 31

Prentarinn - 01.01.1967, Blaðsíða 31
Haukur Már Haraldsson: Prentlist - eða... Tíðar og miklar framfarir liafa orðið und- anfarin ár í hinum ýmsu þáttum prentlistar- innar. Það er hins vegar sorgleg staðreynd, að þessar miklu og hraðstígu framfarir hafa að mestu farið fyrir ofan garð og neðan hjá ís- lenzkum prenturum, svo furðulegt sem það er. Oft og iðulega eru úti í hinum stóra heimi haldnar firnamiklar prentsýningar, þar sem nýjungar í faginu eru kynntar og mönnum gefinn kostur á að dást að hugviti slyngra upp- finningamanna. A þessar sýningar hópast svo prentarar úr öllum hornurn heirns, -— en Is- lendingurinn, hann fer ekki. Hvers vegna? Jú, einfaldlega vegna þess, að það virðist vera landlægur sjúkdómur innan íslenzkrar prentarastéttar, að hafa vægast sagt takmark- aðan óhuga ó að verða meira en staðnaður meðalmaður í fagi sínu. Og hvað er það sem veldur þessu sinnuleysi? Það er ekki gott að segja. Kannski er það framtaksleysi hinna mörgu stjórna HÍP, -—- kannski er það sú gamla firra landans að hon- um komi það hreint ekki við, sem er að ger- ast hinum megin við hafið. Þó er ég einna helzt á því, að hér sé einfaldlega um að kenna algjörri deyfð hins almenna félaga Hins ís- lenzka prentarafélags. Má segja að þar sé illa aftur farið fyrrum sterkasta og framfarasinn- aðasta stéttarfélagi landsins. Vert er þó að taka fram, að prentnemarnir gera í því að skjóta hinum útlærðu ref fyrir rass í þessum efnum. Fóru fyrir tveim árum á prentsýningu í París og heimsóttu prentvéla- verksmiðjurnar í Heidelberg. Og nú gera þeir sér lítið fyrir og bregða sér á sýningu í Dussel- dorf í Þýzkalandi á þessu ári. Sveinafélagið má sannarlega skammast sín. FramasjóSur Einn er sá sjóður innan H.I.P., sem nefndur er Framasjóður og mun hann, samkvæmt 2. gr. reglugerðar hans, vera til þess ætlaður að „stuðla að hvers konar framförum og aukinni menningu íslenzkra prentara“. I sjöundu grein reglugerðarinnar segir síð- an, að tekj um sj óðsins megi verj a, sem hér segir: 1. Til þess að styrkja prentara til utanfara í því skyni að auka þekkingu þeirra. 2. Til þess að verðlauna framúrskarandi vel unnin prentstörf hér á landi. 3. Til þess að styrkja útgáfur fræðilegra eða sögulegra rita varðandi prentlistina eða ís- lenzka prentarastétt. Hvað fyrsta liðinn snertir, þá er fjárupp- hæð sú, sem sjóður þessi leggur til þeim prent- urum, er áhuga hafa á að forframast í fagi sínu, svo hlægilega lág að haft er gamanmáli innan stéttarinnar, og fullnægir ekki á nokk- urn hátt lágmarksþörfum (kr. 1.600,00). Varðandi hina tvo liðina er fljótsagt, að ég hef ekki orðið þess var að gerð væri hin minnsta tilraun til að framfylgja fyrirmælum þeirra. Þó hlýtur hverjum er um hugsar, að vera ljóst, að ef prentZwtí'ra á að standa undir heitinu, er fátt nauðsynlegra en að ýta undir viðleitni til fagurra vinnubragða og halda uppi útgáfu fræðilegra l)æklinga. Manninum er lærdómurinn nauðsynlegur. Á síðasta aðalfundi H.Í.P. lagði ég fram til- lögu um eflingu á starfi Framasjóðs, þar sem lagt var að stjórn félagsins að vinna sam- 27 PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.