Prentarinn - 01.01.1967, Blaðsíða 34

Prentarinn - 01.01.1967, Blaðsíða 34
A. T. F. - filmusetníngarvélin Iðngrein okkar og stéttarsamtök hafa löng- um verið fastmótuð. Prenttæknin þróaðist mjög hægt allt fram undir síðustu aldamót, og þótt setningarvélin og hraðgengari pressur kæmu þá til sögunnar og afköstin ykjust, knúðu þær framfarir ekki á róttækar skipulagsbreytingar. Nú er að verða gerbreyting þar á, eins og við vitum mætavel. I okkar iðn eins og mörg- um öðrum atvinnugreinum, er rafeindatæknin og sjálfvirknin að færa okkur allt aðrar vélar og um leið aðra verktækni, og við eigum að sjálfsögðu engan kost annan en aðlaga okkur þeim nýju siðum. — Vélarnar hafa alltaf verið okkar húsbóndi þegar svo hefur staðið á. Alls konar ný prenttæki flæða á markaðinn og stöðugt er verið að endurbæta þau og full- komna. Jafnvel þeir sem bezt fylgjast með eiga fullt í fangi að halda í við framfarirnar. Þetta á ekki hvað sízt við setningartæknina. A hverju ári fáum við fréttir af nýjum vél- um sem vinna störfin á margfalt skemmri tíma en áður var unnt, svo sem Digiset-setn- ingarvélin sem Danir keyptu í byrjun þessa árs af Rudolf Hell-verksmiðjunum í Þýzka- landi. Digiset-vélin getur sett símaskrá Kaup- mannahafnar á 17 tímum — og brotið hana um að auki! Ekki eru líkur á að slík vél verði keypt hingað til Islands í bráð. Hún er auðvitað allt- of dýr og verkefnin hér of smá í sniðum. En framleiðendur leggja einnig mikið kapp á að smíða alls konar litlar setningarvélar og þær geta áreiðanlega hentað okkur. Við ætlum að minnast hér lítillega á eina þeirra, A.T.F. filmusetningarvélina. A.T.F.-vélin er framleidd af bandaríska fyr- irtækinu American Type Founders. Hún er allmikið notuð í prentsmiðjum í Bandaríkj- unum og V.-Evrópu. I prentsmiðjum í Evrópu eru nú tæplega 300 vélar af þessari gerð. Þær hafa flestar verið keyptar á síðustu tveimur árum. Á mörgum dagblöðum, sem prentuð eru í offsetvélum eru A.T.F.-vélar notaðar til setn- ingar meginmálsins. Má þar til nefna danska blaðið Information, en það blað var farið að setja með filmusetningartækninni í fyrrahaust og enska kvöldblaðið Shropshire Star. Shrop- shire Star var verðlaunað árið 1965 fyrir góða uppsetningu og allan frágang og var fyrsta offsetprentaða dagblaðið sem fékk slík verð- laun í Englandi. 1 fullkomnum A.T.F.-útbúnaði eru tvö tæki, gatari og sjálfvirk filmusetningarvél. Hvort 30 PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.