Prentarinn - 01.01.1967, Blaðsíða 36

Prentarinn - 01.01.1967, Blaðsíða 36
arstilli, fyrir letrið sem nota á, er komið fyrir, leturskífan og tannhjól sem stjórnar tilfærslu filmunnar er sett á sinn stað. A leturskífunni eru 176 tákn. Þar komast fyrir öll tákn tveggja venjulegra letra, en hægt er að fá sérstakar leturskífur þegar vinna þarf afhrigðileg verk. Þegar vélin vinnur snýst leturskifan þar til bókstafurinn sem setja á veit að linsunni og til þess að minnka snúningshraðann kemur öll táknaröðin fyrir þrisvar sinnum á skífunni. ffinar venjulegu leturstærðir sem um er að velja eru frá 6 pt. og upp í 14 pt. Skífan er úr gerviefni sem þolir vel hnjask. I filmuhylkinu má koma fyrir 10 metrum af filmu eða ljósnæmum pappír í ýmsum breidd- um. Leturborð setningarvélarinnar er notað til að setja beint (án gataræmu) einstakar línur eða orð. En þá er ekki hægt að jafna línurnar að aftan. Fjöldinn allur af litlum filmusetningarvélum af svipaðri gerð og A.T.F.-vélin hafa nú verið smíðaðar. Höfuðkostir þessara véla eru hve fyrirferðarlitlar þær eru og auðveldar í notk- un. Vélarnar komast fyrir á litlu borði. Ekki þarft stórt umbrotsborð, bretti, skip, geymsl- ur fyrir íefni og þ. u. 1. eins og þegar um blý- sátur er að ræða — aðeins lítið teikniborð og sátrið er hægt að geyma í skrifborðsskúffu. Þessum litlu filmusetningarvélum má því koma fyrir á skrifstofum við hlið venjulegra skrif- stofuvéla. Af þeim sökum gætu fyrirtæki eða einstak- lingar sem ekkert eru tengdir samtökum prent- ara eða prentsmiðjueigenda séð sér hag í að eignast slíkar vélar. Látið því næst óiðnlært fólk sem stendur utan við okkar stéttarsamtök vinna við þær. Eða hefur Prentarafélagið og Félag prentsmiðjueigenda búið svo um hnút- ana að sú geti ekki orðið raunin á? En þetta á ekki eingöngu við setninguna. Nú eru framleiddar fjölmargar gerðir af Ijós- prentunarvélum og litlum offsetvélum sem ætl- aðar eru fyrir skrifstofur. Mikið er farið að nota af þess konar vélum í nágrannalöndum okkar og t. d. telja danskir offsetprentarar sig hafa misst drjúgt af verkum úr offsetsmiðjun- um í skrifstofu-offsetvélar, sem óiðnlært fólk vinnur við. Við getum gengið að því vísu að á næstu ár- um verða keypt hingað til lands margvísleg prenttæki sem byggja á nýrri tækni. Með nýrri verktækni og tækjum verður ekki hjá því komizt að breyta mörgu í skipulagi stéttarsam- taka okkar. Sumstaðar erlendis hafa breyting- ar þegar verið gerðar svo sem í Noregi. Þar sameinuðust bókagerðarmenn í eitt samband á s.l. vetri. Ágætt samstarf norskra bókagerð- armanna hefur gert þeim auðveldara að leysa innbyrðis ágreiningsmál og standa fast á hags- munum sínum út á við. Islenzkir bókagerðarmenn mættu gjarnan taka norska s-éttarbræður sína til fyrirmyndar í því efni. Það verður áreiðanlega öllum fyrir beztu, þegar fram í sækir. g. s. Penrose Annual og Polygraph Jahrbuch 1967 Nýlega barst bókasafni H.I.P. Penrose Annual og Polygraph Jahrbuch fyrir árið 1967. Báðar eru þessar bækur sérstaklega vandaðar bæði að efni og öllum frágangi. 1 Penrose Annual er fjöldi fróðlegra greina m. a. um þróun prenttækninnar á s.l. ári, brezku dagblöðin, grafisk list í Júgóslavíu, nýjar myndamótavélar, al- þjóðlega samræmingu leturmálseininga. I Polygraph Jahrbuch er grein um ameríska prent- skóla, sýnd eru verkefni nemenda í nokkrum prent- skólum í Þýzkalandi, grein er um Drupasýningarnar og nýtízku prentsmiðjur í Þýzkalandi ásamt mörg- um myndum úr smiðjunum. Þá eru og ýmsar upplýs- ingar um ný prenttæki. Margt fleira efni er í bókinni. 32 PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.