Prentarinn - 01.01.1967, Blaðsíða 37

Prentarinn - 01.01.1967, Blaðsíða 37
Smá spjall um Drupasýninguna Þjóðverjar héldu um mánaðamótin maí—júní gríðarmikla prent- og pappírsiðnaðarsýningu í Dússeldorf, þá fimmtu sem þar hefur verið haldin. Hún er á tungu þarlendra kennd við Druck und Papier, dregið saman í DRUPA, og er það orð að sögn mörgum prentunar- og pappírsiðjumanni álíka hljómfagurt og góð- um múhammeðstrúarmanni er orðið Mekka — hvor leitar síns af álíka ástríðu, en líklega af ólíkum hvötum. Sýninguna sóttu, að mér telst, einir fimm- tíu Islendingar, og er til marks um stærð sýn- ingarsvæðisins að þótt ég væri þarna á rangli frá morgni til kvölds í fjóra daga, gat varla heitiö að ég rækist á neinn þeirra — ekki einu sinni á börunum, þangað sem menn fóru iil að fá sér sítrón. Þetta var svo óskaplegt bákn að ég fullyrði að hefði ég ekki séð það sjálfur, en einhver reynt að lýsa fyrir mér eins og það var, hefði ég hiklaust talið það ýkjur — eða merki þess að eitthvað hefði runniö saman við sítrón he’mildarmanns og ruglað dóm- greindina. Sýningarskrá’n telur upp 950 sýnendur úr átján þjóðlöndum og eru uppsláttarorðin vfir vörutegundir hálft sjötta þúsund. Og flæmið! Það var 106.000 fermetrar í níu húsum: og ef einhver nennir að búa sér til hús í hugan- um og hefur það tuttugu metra breitt, getur hann látið það hlykkjast úr Aöalstræti í Reykjavík og sem leið liggur suður undir Kópavogslæk, og fylgir götum og veginum. Ef menn ímynda sér svo vélar og áhöld fyrir svona einn til tvo milljarða og raða þeim snyrtilega inn, ásamt aragrúa af tækni- og sölumönnum, bæta svo við veitingahúsum, mígildum, börum og svo sem fjörutíu og fimm þúsund gestum, allavega litum og talandi — þá er komin svolítil hugmynd. Þegar maður er búinn að átta sig á stærð sýningarinnar, vekja næst undrun þau ferlíki sem þarna eru sett upp (og notuö) í þennan hálfa mánuð sem opið var. Þarna voru blaða- pressur með háalofti og kjallara og svo stórar um sig, að þær væru bezt hýstar í bíói; þyngd- ina geta menn gert sér í hugarlund. Það virð- ist ekki mikið horft í kostnað þegar sölu- mennskan er annars vegar. Heidelberg t. d. var með einar 30 vélar af ýmsum gerðum á svæði sem mér virtist slaga hátt upp í monthöllina í Laugardal, allar starf- andi. Þar var ekki dúllað með 1500—2000 á klukkustund, heldur mátti lesa á snúningsmæl- unum 5000—7000. Trúlega þætti einhverjum prentsmiðjustjóranum notalegt að eiga svolít- ið í kjallaranum hjá sér af pappírnum sem þar fór forgörðum. Linotype hafði lagt undir sig stóreflis leik- hús eða hljómleikasal og þar hömuöust filmu- setningartæki og blýsteypuvélar, sumar mix- arar, stjórnað af pappírsræmum, og var ekki að sjá að setjarar legðu hart að sér þótt lín- urnar spýttust út með fimmföldum akkorðs- hraða. Söluverð vélanna mun hafa verið um milljón dollarar, en það væri hér með tollum og öðrum hugvitssamlegum álögum einar 70 milljónir í krónum. Samt voru þessir tveir sýnendur, þótt þeir væru í fyrirferðameira lagi, ekki svo fjarska stórfenglegri en ýmsir aðrir sem færri kannast við hér. Sumar vélar á sýningunni voru svo sérhæfð- ar að þær geta aldrei verið okkur annað en skringilegar, smæð okkar kemur í veg fyrir að þær verði nokkurntíma nýttar hér. Ein hlussa var þarna sem tók upp, límdi og setti í kápu þessi þykku blöð á borð við kellingablaðið Burda, svo hratt að ekki festi auga á. Eg efast PRENTARINN 33

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.