Prentarinn - 01.01.1967, Blaðsíða 38

Prentarinn - 01.01.1967, Blaðsíða 38
Islenzku Drupa-jararnir í Dusseldorf. / baksýn sést ein brúin yjir Rín. — Ljósm. Steindór Hálfdánarson. um að til séu í neinu bókbandi á íslandi svo stór húsakynni að hægt væri að troða henni þar inn, hvað þá að hún hefði verkefni nema brot úr degi, þótt öllum læsum kvenmönnum í landinu væri gefið eitt blað á dag. Eða brot- vélafrænkan sem hólkaði, skrifaði nafn og heimilisfang og sleikti frímerki á 5000 tímarit á klukkustund. Henni yxi ekki í augum að hólka t. d. Ferðafélagsbókina (sem þykir stór hér). Okkur vantar 999 Ferðafélög í viðbót til þess að hafa af henni hálft gagn. Og skeinis- hlaðaniðurskurðarvélin! Sá sem séð hefur svo- leiðis verkfæri fer á kamarinn með breyttu hugarfari. Sem betur fer var fleira að skoða en báknin þótt mikið bæri á þeim. En það yrði mikil upptalning að lýsa því öllu og álíka girnilegt aflestrar og símaskráin; samt líklega óvart skemmtilegra í augum þeirra sem álpast til að lesa þetta — það færi einhver lesenda Prent- arans að glotta, ef ég burðaðist við að lýsa fyrir honum farvaverki eða íleggjara. Víst er það allavega að sá sem leitar að ákveðinni vél getur á Drúpu skoðað margar mismunandi gerðir á einum stað og gert langtum meiri samanburð en annars staðar er hægt. Á einum stað á sýningunni var bás kalls- ins Hells sem býr til Klisjógrafinn, og sat þar Kaupmannahafnarsímaskráin ofan á kassa á stærð við fataskáp. Skrá þessi er heljar doð- rantur, 7—8 cm þykkur, og var sýnd þarna vegna þess að kassinn ( sem er hluti af kerfi, sem nefnist Digiset) setti hana í sjálfum sér, braut um og setti blaðsíðutöl á rúmlega 17 klukkutímum. Átti hann þá frí það sem eftir var sólarhringsins, því að hann þarf aldrei að leggja af; það er hvorki letur né matrissur, heldur er spilað á hann segulband úr tölvu og er búið að taka upp á það „lag“ sem myndar sátrið með rafmagnsöldum á sjónvarpsskerm og þaðan er myndin flutt á filmu. Mest er gaman að kassinn er að dunda við setninguna í hjáverkum; aðaltilgangur danska símafélags- ins með kaupum hans er að láta hann skrá allar breytingar á notendaspjaldskrá sinni með skjótum og aðgengilegum hætti. Digiset sam- stæður eru til takmarkaðra nota enn sem kom- ið er, en eru taldar hafa mikla yfirburði í ákveðin uppsláttarverk sem oft þarf að gefa út með breytingum, og kemur þar til hraðinn, og svo það að vélin ritstýrir að nokkru leyti sjálf — raðar t. d. auðveldlega í stafrófsröð. 34 prentarinn

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.