Prentarinn - 01.01.1967, Blaðsíða 40

Prentarinn - 01.01.1967, Blaðsíða 40
Látnir félagar kvaddir Björn Jónsson Heiðursfélagi H.f.P. Enn á ný hefur verið höggvið skarð í raðir prentarastéttarinnar. Hinn 3. apríl bárust þau sorgartíðindi í prentsmiðjurnar, að hinn vin- sæli og dáði stéttarbróðir Björn Jónsson prent- ari, hefði þann dag andazt i Landsspítalanum. — A aðalfundi Hins íslenzka prentarafélags daginn áður (2. apríl) var einróma samþykkt að gera Björn að heiðursfélaga í Prentarafé- laginu. Engan óraði fyrir því þá, að ævidagar hans væru þegar taldir. Enda þótt Björn hefði verið heilsuveill árum saman, töldu félagar hans víst, að enn mættu þeir njóta félagsskap- ar hans um skeið. Björn fæddist á fögrum haustdegi, 21. sept. 1895, að Kleifshaga i Öxarfirði í Norður-Þing- eyjarsýslu. Foreldrar hans vcru Sigríður Tóm- asdóttir frá Hróarsstöðum í Öxarfirði og Jón Snorri Jónsson, koparsmiður, söðlasmiður og hreppstjóri í Arnarbæli og víðar, ættaður úr Dalasýslu. Tólf ára gamall fluttist Björn með foreldr- um sínum til Isafjarðar. Tveim árum síðar, eða 1. okt. 1909 hóf h ann prentnám i prent- smiðju Vestara hjá Kristjáni A. Jónssyni prentara og ritstjóra. Ekki stundaði Björn ó- slitið prentnámið, því daginn eftir fermingu réði hann sig sem matsvein á skútuna „Den lille“. Skipstjóri á henni var Björn Gíslason, bróðir Þorsteins ritstjóra Lögréttu. Ekki undi Björn til lengdar á sjónum, sneri því brátt aft- ur að svartlistarstörfunum og lauk námi með prýði. Ekki hélzt Björn lengi við á Isafirði eftir að hann hafði lokið námi. Leitaði hann þá til Reykjavíkur, svo sem margir aðrir höfðu gert á undan honum. Tók hann fyrst til starfa í Félagsprentsmiðjunni, en litlu síðar fluttisi hann í ísafoldarprentsmiðju. Þar kynntist ég Birni fyrst. Líkaði mér því betur að vinna með honum, sem við unnum lengur saman. I Actaprentsmiðju hóf Björn vinnu 17. júlí 1924 og starfaði þar óslitið þar til hann stofnaði Víkingsprent seint á árinu 1935. Þá prentsmiðju starfrækti Björn í 4 ár, en seldi hana þá samnefndu hlutafélagi, en prent- smiðjustjóri þeirrar prentsmiðju var hann um margra ára skeið. I maímánuði 1952 keypti hann þriðja hluta í prentsmiðjunni Rún og gerðist forstöðumaður þeirrar prentsmiðju. Hélt hann þeim starfa í nokkur ár, en hætti síðan öllum prentsmiðjurekstri. Síðustu árin hefur hann starfað í ríkisprentsmiðj unni Gutenberg. Björn gekk í Prentarafélagið 29. október 1913, en formaður félagsins var hann kosinn 24. júlí 1926 og gegndi þeim starfa um 8 ára skeið. Hafði þá enginn gegnt þeim störfum jafnlengi í einu sem Björn. Þau ár sem Björn var formaður félagsins, voru að ýmsu leyti erfið bæði fyrir prentara og prentsmiðjueig- endur. Þá var kreppan skollin á með öllum sín- um þunga, en framkvæmdir allar drógust saman smátt og smátt. Aðdáunarvert var hve B!rni tókst vel að stýra félaginu framhjá boða- 36 PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.