Prentarinn - 01.12.1967, Blaðsíða 11

Prentarinn - 01.12.1967, Blaðsíða 11
Prentaratal Eins og getið var í skýrslu stjórn- ar fyrir árið 1966, eiga sæti i Prent- aratalsnefnd þeir Jón Otti Jónsson, Pétur Haraldsson og Pétur Stefáns- son. Aðeins tveir fundir voru haldn- ir í nefndinni á árinu 1967, báðir í maímánuði. Hafði þá verið lokið við að prenta spurningaeyðublað til dreifingar meðal félagsmanna. Var þannig frá því gengið, að þær upp- lýsingar, sem voru í eldra Prentara- tali voru límdar inn á eyðublaðið, svo að hægara væri fyrir viðkomandi að auka við þær eftir því, sem eyðu- blaðið gerði ráð fyrir. Nefndin taldi heppilegast að fresta fram yfir sum- arleyfi dreifingu á eyðublaðinu til þeirra, sem við störf eru í prent- smiðjum. Fyrir áramót var þeirri dreifingu að mestu lokið og eru eyðublöðin nú farin að berast aftur til skrifstofu félagsins. Trúnaðar- menn félagsins á hverjum vinnustað tóku að sér að dreifa eyðublaðinu og eru þeir hér með hvattir til að minna félagsmenn á að fylla út eyðublöðin og koma þeim til skrif- stofu félagsins. Orlojsheimili H. 1. P. á Norðurlandi Samkvæmt heimild síðasta aðal- fundar festi stjórnin kaup á einu af orlofshúsum A. S. N. að Illugastöð- um í Fnjóskadal. Kaupverð hússins án húsgagna er áætlað 400.000 krón- ur. f sambandi við orlofshús A. S. N. hefur verið stofnað rekstrarfélag, sem m. a. skal annazt kaup á innan- stokksmunum og öðru því, sem nauðsynlegt er að fylgi hverri íbúð. Fulltrúi H. í. P. í félaginu er Kári Sigurjónsson, sem jafnframt er for- maður þess. Stofnun bókagerSarsambands í skýrslu stjórnar H. í. P. fyrir árið 1966 er þess getið, að drög hafi verið gerð að frumvarpi að lögum fyrir Bókagerðarsamband. Þar er þess jafnframt getið, að stjórnir bókagerðarfélaganna hafi frumvarp- ið til athugunar. Þessari athugun er enn ekki lokið og situr því allt við hið sama um stofnun bókagerð- arsambandsins. Ástæðurnar fyrir því, að ekki hef- ur enn tekizt að koma þessu máli heilu í höfn, eru margar og fleiri kannski en gert var ráð fyrir í fyrstu. En margar eru þær svo smá- vægilegar, að þær ættu ekki að standa í vegi fyrir stofnun bóka- gerðarsambands, ef félögin vilja í raun og veru vinna að stofnun þess. Ojjsetprentarajélag Islands og H. í. P. Eins og fram kom í stjórnar- skýrslu síðasta árs var uppi ágrein- ingur milli Offsetprentarafélags Is- lands og H. í. P. um stöðu þeirra manna, sem ynnu við „Monaphoto“- filmusetningarvél. A þessu starfsári hafa litlar sem engar viðræður farið fram milli stjórna félaganna og því enn ekki fundin endanleg lausn þessa við- kvæma máls. Á síðasta ári hóf einn af með- limum H. í. P. nám í offsetprentun og af því tilefni barst stjórn H. I. P. svohljóðandi bréf frá Offsetprent- arafélagi Islands: „í bréfi dags. 29. marz s.l. óskar Offsetprent h.f. eftir jiví, að taka til náms í offsetprentun mann, er áður hefur lokið námi í prentun og er meðlimur í H. I. P. Málið hefur verið rætt á stjórnar- fundi í O. P. I. og var talið rétt að athuga, hvort félögin gætu ekki komizt að gagnkvæmu samkomulagi um námstíma hjá prenturum í iðn- unum, sem óskuðu eftir að nema hina iðnina líka. Nánara samstarf félaganna hlýtur að verða báðum félögunum til góðs, og gæti því samkomulag sem þetta verið spor í rétta átt. Með þetta í huga, hefur okkur dottið í hug, að grundvöllur væri fyrir gagnkvæmu samkomulagi fé- laganna í slíkum tilfellum, t. d. niður í tveggja ára verklegt nám til sveinsprófs, og mæltu með því til Iðnfræðsluráðs. Væntum heiðraðs svars yðar hið fyrsta. Með félagskveðju, Jón Þ. Ólajsson formaður". Stjóm H. I. P. svaraði bréfi þessu á þann veg, að hún gæti fallizt á að námstíminn yrði tvö ár í þeim tilvikum sem um ræðir í bréfi frá O. P. I. Það er von stjórnar H. I. P. að framangreint samkomulag sé upp- haf að nánara samstarfi milli 0. P. I. og H. I. P., því félögin geta að- eins með því móti hagnýtt sér til fulls hina nýju tækni í prentun og bókagerð, sem komin er til lands- ins og á sjálfsagt eftir að koma í enn ríkari mæli. Bókasýning Fyrir nokkrum árum stóð Félag fslenzkra teiknara fyrir sýningu á bókum, er þokkalegar þóttu að allri gerð og útliti. Þótt þetta væri lofs- vert framtak, varð allmikið fjár- hagslegt tap á sýningunni og var því ekki ráðizt í að halda aðra sýn- ingu með slíku sniði. En síðastliðið liaust boðaði Félag íslenzkra teikn- ara fulltrúa frá 11 öðrum aðilum til fundar um endurreisn bókasýninga. Var Lúter Jónsson fulltrúi H. í. P. á fundinum. Kom þar fram mikill áhugi fyrir því að koma á fót sýn- ingu á úrvali íslenzkrar bókagerðar, enda öllum aðilum skylt að stuðla að góðri bókagerð á íslandi og vekja athygli á henni. Myndað var sýningarráð af einum fulltrúa frá hverju félagi, sem að þessu vilja standa, en þau eru: Bókavarðafélag Islands Félag ísl. myndlistarmanna Félag ísl. teiknara Félag offsetprentsmiðjueigenda Myndlista- og handíðaskóli ísl. Hið íslenzka prentarafélag Bókbindarafélag Islands Félag ísl. prentsmiðjueigenda Félag offsetprentara Félag prentmyndagerðareigenda Rithöfundasamband íslands Bóksalafélag íslands. Sýningarráð setti sér reglur og kaus dómnefnd, sem velja skyldi hæfar bækur og meta þær. Undir- búningur er vel á veg kominn og er verið að velja bækur til sýningar- innar. PftENTARINN 57

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.