Prentarinn - 01.12.1967, Blaðsíða 12

Prentarinn - 01.12.1967, Blaðsíða 12
IGF — Alþjóðasamband bókagerð- armanna I september s.l. var þing IGF haklið í London. Þar eð H. í. P. hafði ekki um langt skeið sent full- trúa á þing þess, samþykkti stjórn- in að fela Guðjóni Sveinbjörnssyni að mæta á þinginu fyrir hönd Hins íslenzka prentarafélags. Frá- sögn Guðjóns af þinginu birtist í næsta tbl. Prentarans. Boð á erlend prentaraþing Eins og oft áður bárust félaginu á starfsárinu mörg boð um að senda fulltrúa á erlend prentaraþing. -— Stjórn félagsins sá sér ekki fært að senda fulltrúa á þing þessi, bæði sökum kostnaðar og eins vegna þess, að á síðasta aðalfundi var stjórn- inni heimilað að senda 1—2 fulltrúa á ráðstefnu norrænna prentara. Stjórn félagsins er þó ljóst, að æskilegt væri að eiga fulltrúa á hin- um v'msu prentaraþingum, sem flest fjalla ekki aðeins um kjaramálin, heldur og viðbrögð samtakanna við hir.um ýmsu tækninýjungum. Fulltrúar H. I. P. á norrænu prentararáðstefnunni, sem getið er um hér að framan, voru ritari fé- lagsins Stefán Ogmundsson og gjald- keri þess Pjetur Stefánsson. Gerir Stefán grein fyrir för þeirra félaga í næsta tölublaði Prentarans og vísast til þess. Skipulagsmál A. S. 1. 30. þingi A. S. I., sem frestað var haustið 1966, var fram haldið í janúar s.l. Þar mættu til þingsetu fjórir fulltrúar H. I. P. Þingið stóð í fjóra daga og var aðeins eitt mál á dagskrá. Var það frumvarp til laga A. S. I. sem laga- og skipulags- nefnd lagði fram. í frumvarpinu var gert ráð fyrir, að núverandi aðildar- félög A. S. I. yrðu beinir aðilar að landssamböndum, en þau síðan að- ilar að Alþýðusambandi íslands. Miklar umræður urðu um frum- varp laga- og skipulagsnefndar, en niðurstaðan af þeim umræðum varð sú, að kosin var milliþinganefnd, er taka á frumvarpið til meðferðar, lagfæra og samræma ýmsa þætti þess og leggja það siðan fyrir næsta reglulegt þing, sem kemur saman á hausti komanda. Mótmœli gegn innflutningi íslenzkra bóka A s.l. sumri urðu nokkrar um- ræður í blöðum um innflutning á íslenzkum bókum, sem prentaðar eru erlendis. Af því tilefni sendi stjórn H. I. P. viðskiptamálaráð- herra eftirfarandi bréf: Reykjavík 21. 9. 1967. Hr. viðskiptamálaráðherra Gylfi Þ. Gíslason Arnarhvoli Stjórn Hins íslenzka prentarafé- lags kemur hér með á framfæri við yður eftirfarandi áskorun, sem samþykkt var á félagsfundi þann 29. ágúst 1967: „Fundur í Hinu íslenzka prent- arafélagi, haldinn 29. ágúst 1967, skorar á viðskipta- og gjaldeyris- yfirvöldin að stöðva gjaldeyrisyfir- færslur vegna prentunar á íslenzk- um bókum erlendis. Fundurinn telur það óskynsam- legt athæfi að leyfa tollfrjálsan eða lágt tollaðan innflutning íslenzkra bóka, sem unnar eru erlendis, á sama tíma og íslenzkri hókagerð er íþyngt með háum tollum á alla efnivöru. Slíkur innflutningur leiðir að sjálfsögðu til ósæmilegrar og ranglátrar samkeppnisaðstöðu við erlenda aðila og heggur að rót ís- lenzkrar bókagerðar, sem jafnan á í vök að verjast vegna fámennis þjóðarinnar." Stjórn félagsins leggur ríka á- herzlu á að ráðuneyti yðar taki framanritaða áskorun til velviljaðr- ar athugunar hið fyrsta. F. h. stjórnar H. í. P. Jón Agústsson formaður Steján Ögmundsson ritari Pjetur Stejánsson gjaldkeri. Samráð var haft við hin bóka- gerðarfélögin um bréf þetta og sendu þau viðskiptamálaráðherra samhljóða bréf. Ejnahagsfrumvarpi mótmœlt Á s.l. hausti lagði ríkisstjórnin fram á Alþingi frumvarp um efna- hagsmál. I frumvarpi þessu var m. a. gert ráð fyrir að vísitala á laun yrði afnumin. Frumvarp þetta mætti að sjálf- sögðu mikilli andspyrnu og voru samþykkt mótmæli gegn því í mörg- um verkalýðsfélögum, m. a. bóka- gerðarfélögunum, sem að frumkvæði stjórnar H. 1. P. komu sér saman um eftirfarandi mótmæli: „Stjórnir bókagerðarfélaganna mót- mæla eindregið þeirri árás á kjör launafólks, sem fólgin er í frum- varpi ríkisstjórnarinnar í efnahags- málurn. Við lítum þannig á, að með ráð- stöfunum þessum hafi ríkisstjórnin rofið þann grundvöll kjarasamn- inga, sem endurheimtur var með júnísamkomulaginu 1964, að kaup skuli greiðast samkvæmt vísitölu, en það atriði var án efa einn veiga- mesti ávinningur þeirra samninga. Við erum þeirrar skoðunar, að í stað þess að ræna launafólk réttind- um til bóta vegna verðhækkana, sé þvert á móti nauðsynlegt að leið- rétta og treysta vísitölugrundvöllinn og greiða kaup samkvæmt mánað- arlegum útreikningi verðlagsvisi- tölu. Að okkar dómi eru réttlát og heiðarleg vinnubrögð í þessum efn- um eina hugsanlega leiðin til þess að skapa feEtu og gagnkvæmt traust aðila, sem orðið gæti grundvöllur að friðsamlegri gerð frjálsra kjara- samninga. Við viljum benda á, að svo fjarri fer því að ríkisstjórnin óski að fara að gefnum yfirlýsingum varðandi samstarf við samtök launafólks, að ráðstafanir hennar- þverbrjóta stefnu Og samþykktir síðasta Alþýðusam- bandsþings í kjaramálum. Þar var lýst yfir „eindreginni andstöðu verkalýðshreyfingarinnar við hvers- konar lögþvinganir gagnvart verka- lýðssamtökunum“, og á það lögð, höfuðáherzla, að verkalýðshreyfing- in beiti „öllu_ afli sínu Qg áhrifa- valdi til að ná fram styttingu vinnu- tímans án skerðingar tekna og 58 PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.