Prentarinn - 01.12.1967, Blaðsíða 16

Prentarinn - 01.12.1967, Blaðsíða 16
Lokið var við að bera ofaníburð í veginn frá hliði og niður að læk. Sigurður í Efstadal ók efninu í veg- inn, en stjórnarmenn jöfnuðu úr því jafnóðum. Eftir er að lagfæra veginn sunnan Skillandsár og eins þyrfti að lagfæra götur efst í hverf- inu. Tveir félagsmenn voru fengnir til að fara með skógræktargirðingunni og gera við það, sem bilað var. (H. í. P. hafði lagt til efni, sem kostaði kr. 2.541,20). A flestum fundum kemur það fram, að stjórn félagsins hefur vak- andi auga fyrir heilbrigðisháttum hverfisins og snyrtilegri umgengni. Takmörkun á umferð bifreiða hefur verið rædd. Untræður hafa farið fram um rafvæðingu hverfisins. Heimtaug að Orlofsheimilinu er komin og hefur hún vakið vonir hú- staðaeigenda um auðleystari lausn á rafvæðingu. Aða'.fundur 1968 fól Kjartani Ólafssyni að hafa forystu um frumrannsókn í rafvæðir.garmál- um. Sem fulltrúi stjórnar H. I. P. gagnvart félagi sumarbústaðaeig- enda hef ég lauslega tínt saman liver útgjöld H. I. P. hefur haft af því, að félagsmenn eiga einkahú- staði á jörðinni, og komizt að þeirri niðurstöðu, að þau 27 ár, frá 1941 —1968, sem Miðdaltir hefur verið í eigu H. I. P., hafa þau útgjöld samanlagt aðeins numið tæpum 50 þúsund krónum, og er þá skógrækt- argirðingin meðtalin, sem kostaði liðug 17 þúsund krónur á sinni tíð. Er þá flest tínt til, sem hægt er að heimfæra undir kostnað vegna notk- unar lands undir sumarbústaði. Bústaðaeigendur hafa alla tíð gert sér far um að spara H. I. P. út- gjöld vegna veru sinnar í Miðdal. I samráði við stjórn H. I. P. er Fasteignanefnd nú að láta vinna að undirbúningi að framtíðarskipulagi í Miðdal. Pjetur Stejánsson. Fra Liíeynssjoði prentara Á árinu 1967 voru veitt úr sjóðn- um 43 fasteignaveðslán, sem skipt- ast þannig eftir húsetu sjóðfélaga (fyrri talan ný lán, síðari viðbótar- lán): Reykjavík ............ 18—4 Hafnarf jörður........ 8—1 Kópavogur............. 5—2 Akureyri ............. 3—1 ísafjörður ........... 1—0 Samtals 35—8 Þessi 43 lán námu að fjárhæð alls kr. 6.130.000,00 og eru þá lán frá upphafi þar með orðin samtals kr. 25.514.000,00 til um 200 sjóðfélaga. Hámark lánsfjárhæðar hefur s.l. tvö ár verið kr. 180.000,00, en á fundi stjórnar lífeyrissjóðsins 22. marz s.l. var samþykkt, að færa hámark nýrra lána í kr. 200.000,00 til 20 ára. Áfallin iðgjöld ársins munu vera um 4,7 millj. kr., en þó skal tekið fram, að þessi tala liggur ekki end- anlega fyrir. Afborganir og endurgreiðslurlána nema um kr. 1.461.566,00. Vextir af bankainnstæðum og dráttarvextir kr. 118.750,00, og eru þá vaxtatekjur sjóðsins samtals um kr. 1.512.130,00. Lífeyrir og endurgreiðslur úr B- deild kr. 130.857,40. Endurgreiðslur A-deildar kr. 85.751,82. Barnalífeyrir A-deildar kr. 70.218,00. Reikningar sjóðsins munu birtir í fyrsta töluhlaði Prentarans, sem kemur út eftir aðalfund sjóðsstjórn- arinnar, en hann er venjulega í hyrjun júní. 27. marz 1968. Kj. Ó. EFNISYFIRLIT 45. árgangs Prentarans Aðalfundur H. í. P................................. 39 A.T.F.-filmusetningarvélin ........................ 30 Gjafir og heillaóskir .............................. 6 Heiðursfélagar ..................................... 9 Hið íslenzka prentarafélag 70 ára................... 1 Hið íslenzka prentarafélag 1967 ................... 47 Skýrsla fasteignanefndar........................ 59 Skýrsla skemmtinefndar.......................... 59 Skýrsla bókasafnsnefndar ....................... 60 Skýrsla orlofsheimilisnefndar................... 60 Skýrsla fulltrúa H. í. P. í stjóm Bygginga- félagsins Miðdalur............................. 61 Frá lífeyrissjóði prentara...................... 62 Látnir félagar kvaddir............................. 36 Lofsöngur til prentlistarinnar...................... 8 62 Prentlist — eða .................................. 27 Samningar síðasta áratuginn....................... 10 Sjóðir Hins íslenzka prentarafélags............... 19 Smáspjall um Drupasýningu ........................ 33 Svartlistarspjall................................. 24 Vinnutíminn ...................................... 35 70 ára afmælishófið að Hótel Borg................. 6 r--------------------------------------------------V PRENTARATAL (1530—1950) Nokkur eintök eru enn fáanleg í skrifstofu H. í. P. V.____________________) PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.