Prentarinn - 01.03.1978, Blaðsíða 1

Prentarinn - 01.03.1978, Blaðsíða 1
1. 3. 78 /--------—----------------- Kjarasamningarnir skertir Á undanförnum árum hefur verðbólga verið hér á landi um 30—40%. Þessi staðreynd leiddi af sér verulega kjararýrnun frá febrúarsamningunum 1974 og fram til júnísamkomulagsins á síðasta ári. Þá var með svokölluðum sólstöðusamningum komið í veg fyrir frekari kjararýrnun. Með samningunum fengust strax fram verulegar kjarabætur og samið var um sérstakt vísitölu- og verðbótakerfi, sem átti að verða þess valdandi, að alveg væri sama hvenær verðhækkanir kæmu, alltaf yrðu þær bættar. Þessir sólstöðusamningar urðu til þess að kaupmáttur taxtakaups verkafólks er síðari hluta 1977 nokkru hærri en hann var að meðaltali árið 1974. Samningarnir voru fyrst og fremst til að leiðrétta laun þeirra sem verst voru settir — launþegar sem höfðu laun undir 100 þús. fengu meiri hækkun en aðrir. Þegar svo ákveðnum áfanga yrði náð í launajöfnuninni áttu verðlags- og vísitölu- bætur að koma í prósentu á útborgað kaup, í fyrsta skipti 1. marz 1978. Þetta samkomulag var gert á grundvelli upplýsinga sem fyrir lágu frá ríkisstjórn og ráðunautum hennar. Undirritun fór fram með vitund og blessun ríkisstjórnarinnar, sem sést bezt á því að hún hafði látið í veðri vaka, að svokallaður pakki kæmi til viðbótar samningunum ef þeir yrðu innan ákveðins ramma. Og pakkinn kom-Þaðvar staðfesting ríkisstjórnarinnar á því að hún taldi samningana innan þeirra marka sem unnt væri að standa við. Samningarnir gera ráð fyrir um 9% aukningu kaupmáttar kauptaxta að meðal- tali milli áranna 1977 og 1978, en sú aukning er að fullu komin fram 1. desember 1977. Þannig átti kaupmátturinn að haldast óbreyttur það sem eftir er samningstímans. En hvað skeður? Ríkisstjórnin lætur samþykkja á Alþingi lög um að rifta kaupgjaldsákvæðum samninganna. Þetta gerist á sama tíma og Þjóðhagsstofnun telur að þjóðhagslegar forsendur hafi batnað frá því sem ráð var fyrir gert þegar samning- arnir voru undirritaðir í júní 1977. Spá Þjóðhagsstofnunar í maí það ár var, að aukning þjóðartekna milli áranna 1976—1977 yrði 5%. Núna áætlar stofnunin hinsvegar að aukningin verði 7—8%. Samt skerðir ríkisstjórnin samningana. Það verður að vera frumskylda stjórnvalda hverju sinni að halda í heiðri löglega gerða kjarasamninga, eins og aðra samninga, og ekki sízt þegar þeir eru innan þess ramma sem hún hefur sett og samþykkt. Með skerðingunni verður kaupmátturinn 8% lægri 1. desember n.k. en hann var 1. desember s.l. Þessi skerðing kemur á svipuðum tíma og þingmennirnir hækka við sig kaupið um 74%. 28. marz 1978, ólafur Emilsson.

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.