Prentarinn - 01.03.1978, Blaðsíða 7

Prentarinn - 01.03.1978, Blaðsíða 7
En um þetta eru þó skiptar skoö- anir. Sumir telja að ljósgrænt sé of dauft og aö betra sé að lesa svart af hvitu og það fari betur með augun. Stærð letursins er jafnmik- ilvæg og litur þess og bakgrunns- ins. Letrið er gert úr strikum og punktum og nýjasta aðferðin „digitalkerfið“ (eða punktakerfið) ryður sér nú sifellt meir til rúms. Það hefur komiö i ljós, að við stækkun punktamatrissunnar úr 6x9 i 12x18 verður lesturinn mun auðveldari. Hvað ber að gera? Starfið við skerminn krefst mik- illar aölögunarhæfni af augunum og þvi má ekki þreyta þau að óþörfu með sifelldum breytingum á ytri aðstæðum. Myndskermurinn — vinnustaður prentarans, verður að vera vel upplýstur, en þó ekki þannig að menn fái ofbirtu i aug- un. Sá sem ætlar að hefja vinnu við skerm verður að fara i skoðun til augnlæknis. Slikar kröfur eru einnig gerðar hjá visindastofnun- um. Rannsóknin sem fyrr var getið leiddi i ljós að hættan á sjóntrufl- unum er minni þvi styttri sem samfelld vinna við skerminn er. Það hefur sýnt sig að reglubundin vinnuhlé hafa afar mikil áhrif á afköstin bæði varðandi magn og gæði. Þeim fjölgar sifellt sem krefjast reglugerða sem byggi á niðurstöðum þeirra rannsókna sem gerðar hafa verið. Farið er fram á stutt launuð hlé eða tið mannaskipti við störf sem eru einhæf eða krefjast einbeiting- ar. a: Við erfið störf við vélar skal gefa 15 mínútna hlé ekki siðar en eftir 2 klukkustundir. b: Við einhæf störf t.d. við tölvu- búnað skal skipta um menn á klukkustundar fresti þannig að á móti komi starf sem ekki reynir eins á augun. Þeir eru ófáir atvinnurekendur sem láta sig litlu skipta kröfurnar um betri starfsaðstæður til handa þeim sem vinna við myndskerma. Oft er skermunum likt við sjón- varpstækin á heimilunum. En þar er óliku saman að jafna. Sá sem vinnur við skerm situr einbeittur klukkustundum saman, til hans eru gerðar kröfur um afköst og honum má helst ekki verða á skyssa i átta stundir dag eftir dag. Við vitum að afköstin eru háð likamlegu og andlegu heilsufari manns sem er undir miklu vinnu- álagi. Þetta verða atvinnurekendur að hafa i huga. Góð ráð til prentara sem vinna við vélasamstæður með skermi. Áður en ráöist er i innkaup á nýjum vélum er nauðsynlegt að huga að þvi hversu vel þær henta vinnustaðnum og þeim sem eiga að vinna við þær. Lýsingin á vinnustað er afar mikilvæg. Vélar- einingar með skermi þarf að at- huga með tilliti til eftirfarandi eig- inleika: Leiflrun. Texti og bakgrunnur mega ekki leiftra. Stórir bjartir fletir geta einkum valdið þvi að fólk fái glýju i augun og það er mjög þreytandi ef ljósmagnið á skjánum er mikið. Stöðugleiki. Textinn má ekki titra eða kippast til. Leturstœrð. Letrið verður að vera svo stórt að það sé vel læsilegt úr eðlilegri fjarlægð. Unubil. Linubilið verður að vera svo mikið aö linumar renni ekki sam- an við lestur. Lœsilegt letur. Letrið verður að vera vel læsi- legt þannig að litil hætta sé á mislestri. Stafurinn verður að vera samhangandi mynd en ekki settur saman úr punktum. Skýrleiki letursins. Skýrleikinn minnkar við aukið ljósmagn. Letrið verður að vera greinilegt og skýrt úr eðlilegri fjar- lægð. Aukið ekki ljósmagniö á kostnað skýrleika letursins. Ljósmagn. Ljósmagnið á textanum verður að vera nægilegt til þess að hann sé vel læsilegur og falla að öðm leyti vel að lýsingu vinnustaðarins. Reynið að auka ljósmagnið þar til letrið verður óskýrt eða fer að leiftra. Er ljósmagnið á skermin- um hæfilegt? Endurskin. Yfirborð skermsins þarf að vera þannig úr garði gert að ekki sé endurskin frá honum. Athugið hvort endurskin sé frá lömpum i herberginu þegar lesið er af skerminum. PRENTARINN 7

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.