Prentarinn - 01.06.1978, Blaðsíða 1

Prentarinn - 01.06.1978, Blaðsíða 1
^ettfortiro 3. 6. 78 \l 'íSP ¦ Finnskur rammasamningur um notkun myndskerma ö ritstjömarskrifstofum og viö textagerö Nýlega barst HÍP samkomulag, sem gert hefur verið í Finnlandi um notkun myndskerma við framleiðslu dagblaða. Aðilar að samkomulaginu eru Samband bókagerðarmanna (FBF), Blaðamannasamband Finnlands (FJF) og Atvinnurekendasamband finnska prentiðnaðarins (GIA). Starfshópur samningsaðila hafði komist að samkomulaginu og var það síðan staðfest og undirritað af samböndunum þann 21. des. 1977. Ritnefnd Prentarans þykir rétt að birta hér samkomulagið í heild því það gefur góða hugmynd um hvernig að þessum málum er staðið hjá nágrönnum okkar. Við upphaf samnings þessa lýsa samningsaöilar því yfir, að til þess að bæta aðstöðu dagblaðanna, samkeppnishæfni þeirra og arðsemi sé nauðsynlegt að nýta þær tækni- nýjungar sem fyrir hendi eru á hagkvæman hátt. Jafnframt ber að tryggja afkomu starfsfólksins í fyrirtækjunum og forgangsrétt iðnaðarmanna til endurþjálfunar. Eins og ráð er fyrir gert í núgildandi samningi heildarsam- takanna um hagræðingarmál, skulu þær tæknilegu breytingar sem rammasamningur þessi nær til gerðar með eftirfarandi sjónarmið í huga: Atvinnuöryggi um ókominn tíma, aukningu rauntekna, aukið öryggi á vinnustað, bættar starfsað- stæður og hollustuhætti. I sam- bandi við breytingarnar skal þess gætt að halda líkamlegri og and- legri áreynslu innan ákveðinna marka og gera nauðsynlegar ráð- stafanir til að starfið geti talist hvetjandi. Ekki mega verða þær breytingar á vinnuhraða eða heildarálagi að heilsu manna eða öryggi sé hætta búin. I fyrirtækjum sem taka mynd- skerma í notkun skal gera stað- bundna samninga um vandamál þar að lútandi. Slíkir samningar skulu lagðir fyrir samböndin til eftirlits áður en þeir eru undirritaðir. Náist hins vegar ekki samkomulag skulu samböndin (GIA, FBF og FJF) fjalla sameiginlega um málið eins og ráð er fyrir gert í heildarkjara- samningum. 1. Atvinnuó'ryggi í samningaviðræðum um notkun myndskerma skal gera langtíma- áætlun um fjölda starfsfólks þar sem þróunarmöguleikar fyrirtækis- ins eru kannaðir, væntanlegar breytingar á störfum og verkefnum og þörfin á endurþjálfun í hinum ýmsu starfsgreinahópum. í staðbundnum samningum um notkun myndskerma verður að tryggja rétt starfsmanna til áfram- haldandi starfa innan fyrirtækis með því að gefa þeim kost á skynsamlegri endurþjálfun og sýna sveigjanleika við tilfærslur úr einu starfi í annað. Við tilfærslur á milli starfa skal það grundvallarsjónarmið ríkja að föst laun séu óbreytt og tilfærslunni fylgi ekki verulega versnandi starfs- aðstæður. Þegar myndskermar eru teknir í notkun er ekki heimilt að beita samningsákvæðum um uppsögn eða lausn frá störfum vegna fjárhags- ástæðna eða breyttra framleiðslu- hátta. 2. Samstarf innan íyrirtækis Samningsaðilar mynda með sér starfshóp innan fyrirtækisins, nema annað sé ákveðið. Starfshópurinn vinnur að langtímaáætlun þeirri um fjölda starfa, endurþjálfun og til- færslur sem um getur í 2. grein. Jafnframt fjallar hópurinn um þau atriði sem 5. greinin nær til og starfar sem samstarfsnefnd að þeirri upplýsingamiðlun sem um getur í 6. grein. Staðbundnar samningaviðræður samkvæmt 1. grein skulu vera í verkahring starfshópsins. Sam- böndin mæla með því að aðal- trúnaðarmenn FBF og FJF í fyrir- tækjunum séu í starfshópnum. 3. Mörkin á milli samningamálaflokka Leitast skal við að deila verkefn- um í þætti þannig að starfið gangi greiðlega og forðast megi tvíverkn- að. Það fer eftir eðli starfsins hvor aðalkjarasamninganna á að ná til þess. Varði starfið framleiðsluna heyrir það undir aðalkjarasamning GIA og FBF, en teljist það til ritstjórnarstarfa heyrir það undir aðalkjarasamning GIA og FJF. í staðbundnum samningum eru starfsþættirnir skilgreindir nánar

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.