Prentarinn - 01.06.1978, Blaðsíða 3

Prentarinn - 01.06.1978, Blaðsíða 3
Röðstefna NGU um vinnuvemd og atvinnusjúkdöma N.G.U. hélt ráðstefnu í Norrtálje í Svíþjóð dagana 9.—15. október 1977, en ráðstefnan fjallaði um vinnu- vernd og atvinnusjúkdóma á Norður- löndum. Fulltrúar Islands að þessu sinni voru þeir Sæmundur Árnason frá H.Í.P. og Ársæll Ellertsson frá G.S.F. og þeim til aðstoðar, sem túlkur var Jóhanna Jóhannsdóttir. N.G.U. heldur árlega slíkar ráð- stefnur og eru þá tekin fyrir ýmis verkefni er varða prentiðnaðinn. Að þessu sinni stóðu Svíar fyrir ráð- stefnunni og fyrirsvarsmenn voru tveir starfsmenn Grafisk Forbund þeir Kjell Nilsson og Stig Westberg. Sunnudaginn 9. október mættust fulltrúar frá Norðurlöndum í Nörrtálje og kl. 20.00 var kynningar- fundur og sameiginlegur kvöldverð- ur. Á mánudagsmorgun kl. 9.00 hófst ráðstefnan með því að fulltrúar hvers lands fluttu skýrslu um atvinnusjúkdóma og vinnuvernd í sínu landi og hvernig samningar félaganna tækju á vinnuverndarmál- um. Það varð að samkomulagi milli fulltrúa H.Í.P og G.S.F. að ég flytti skýrslu frá íslandi um þessi mál en fulltrúi G.S.F. talaði með loka- skýrslu síðasta dag ráðstefnunnar. I skýrslu minni fjallaði ég almennt um ástand vinnuverndar hér og gat þeirra ákvæða i samningi félaganna er heyrðu undir heilbrigðismál. Eftir að hafa hlýtt á skýrslur félaga okkar frá öðrum Norðurland- anna kom glöggt í ljós að við erum mjög aftarlega í vinnuvernd hvað varðar virkt eftirlit á vinnustöðum. Sérstaklega eru Svíar mjög framar- lega hvað varðar slíkt eftirlit, en þeir virkja trúnaðarmannakerfið mjög vel til eftirlits með vinnuvernd og einnig eru þeir með svokallaða öryggisverði er fylgjast með þessum málum. Þá eru Svíar með sérstakar rannsóknarstofur og fjölda starfs- manna er vinna að vinnuvernd. Eftir hádegi flutti dr. Walter Leng er starfar sem læknir við Aftonblad- et, (en um 740 slíkir starfa í Svíþjóð við stærri fyrirtæki) erindi um atvinnusjúkdóma. Erindi dr. Leng var allt of yfirgripsmikið til að endursegja það allt, en fram kom hjá honum að helstu atvinnusjúkdómar í prentiðnaðinum í Svíþjóð eru herða- og bakveiki um 20%, öndunarsjúkdómar um 17,5% tauga- veiklun og alkóhólismi um 15% og hjarta- og blóðsjúkdómar um 14%. Þá sagði dr. Leng að beint orsaka- samband væri hægt að sjá milli alkóhólisma og skiptivinnu þ.e. vaktavinnu. Fundur hófst að nýju kl. 9.00 á þriðjudag en þá fluttu þeir Thybold og Matthieson erindi um hvernig staðið sé að heilsuvernd í Svíþjóð og eftirliti með þeim efnum sem notuð eru í grafiska iðnaðinum. M.a. sögðu þeir að í dag væru framleidd yfir 3000 efni til notkunar í prentiðnaði þegar hægt væri að komast af með 1000. Mikil vinna væri lögð í merkingu á þessum efnum og er það nú skylt að merkja öll efni sem framleidd eru í Svíþjóð. í dag eru um 200 efni merkt eftir nýja merkingar- kerfinu, það er, hvaða efni eru í því og hve hættuleg. Efnin eru merkt frá A-D, veikustu efnin A, en þau hættulegustu D. Þá fylgir þessu spjald sem hengt er upp á vinnustöð- um. Þar segir hvernig eigi að bregðast við ef eitthvað ber útaf við notkun efnanna. Eftir hádegi flutti Ingvar Söderström frá vinnuverndarstofnun Svía mjög fjölþætt erindi er fjallaði um alhliða vinnuvernd og hvernig Svíar ynnu að þessum málum. Það sem vakti einna mesta athygli í máli hans var'að mikil áhersla er nú lögð á rannsóknir á þeim mönnum er vinna við hina nýju tækni við setningu, þ.e. ljósaborðsvinnu, setn- ingu við skerma og filmusetningu en farið er að bera á sjónskekkju og aukinni tíðni höfuðverkja. Búið er að gefa út reglur um hvernig staðið skuli að vinnu við filmusetningu með hliðsjón af vinnuvernd. Þá ræddi hann um duft sem krabbameinsvald í lungum pressumanna, uppgufun af heitu lími hjá bókböndum sem yllu eituráhrifum og þá væri augljóst samband með ýmsu ofnæmi og exemi er væri hægt að rekja til efna þeirra er notuð væru við offset. Þessa tíðni væri oft á tíðum hægt að koma í veg fyrir með betra hreinlæti og full- kominni loftræstingu. Miðvikudagurinn 12. október var notaður til að fara í heimsókn til Almkvist og Wiksal í Uppsölum, en það er 150 ára gamalt fyrirtæki er flutti fyrir þremur árum í nýtt húsnæði og er hannað samkvæmt ströngustu kröfum um vinnuvernd og í fullri samvinnu við þá aðila í Svíþjóð er fjalla um vinnuvernd- armál. Enda má segja að þetta fyrirtæki sé stolt Svía í vinnuvernd- armálum í grafiskum iðnaði. Á fimmtudagsmorgun var ráð- stefnunni framhaldið með því að skipt var í hópa eftir iðngreinum, þar sem hver hópur fjallaði um ráðstefnuna, viðfangsefni hennar og hvað væri mest aðkallandi í framtíð- inni. Síðan var niðurstaða hvers hóps lögð fram til sameiginlegrar niður- stöðu. Eftir hádegi var löndunum síðan skipt í sama tilgangi og fékk hvert land þá þrjár spurningar til um- fjöllunar. Síðar sama dag lögðu löndin hvert fyrir sig fram sínar tillögur um niðurstöðu ráðstefnunn- ar og svör sín við spurningunum. Fulltrúi G.S.F. hafði orð fyrir niðurstöðu íslands og útskýrði hana í nokkru máli. Síðan var skipuð nefnd er vann úr öllum tillögunum, niður- stöðu frá ráðstefnunni. Á föstudagsmorgun var síðan lögð fram niðurstaða nefndarinnar og PRENTARINN 3

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.