Prentarinn - 01.06.1978, Blaðsíða 8

Prentarinn - 01.06.1978, Blaðsíða 8
Bridgemötið __________________ Bridgemót hafa verið með fjörugra móti undanfarið. Á s.l. ári, nánar tiltekið 20. og 27. nóvember var haldin sveitarkeppni á vegum skemmtinefndarinnar og kepptu þar 2 sveitir, frá Morgunblaðinu og Blaðaprenti. Morgunblaðið var í fyrsta sæti og þarf þá vart að taka fram hverjir skipuðu sæti 2. Á þessu ári var haldin tvímenn- ingskeppni dagana 19. og 26. febrúar og mættu átta manns til leiks. Röð efstu manna var sem hér segir: 1. Arnór Ragnarsson — Árni G. Jörgensen 86 stig 2. Brynjar Bragason — Bergur Garðarsson 60 stig 3. Halldór Aðalsteinsson — Gísli Steinar Jónsson 48 stig 4. Jón Þórðarson — Baldur Garðarsson 46 stig Morgunblaðsmenn hafa staðið sig vel í þessum mótum, eins og sjá má, en hinsvegar mættu að ósekju fleiri sveitir spila og verður vonandi ráðin bót á því á næstu mótum. Sigursveit Morgunblaðsins Bræðurnir Bragi ogBaldurásamt Jóni Þórðarsyni. — Verkfallsbrot _________/ Þau leiðu atvik hafa gerzt, að nokkrir félagsmanna hafa ekki virt samþykktir félagsins um vinnustöðvunina 1. og 2. marz s.l. Það er hörmulegt til þess að vita að félagsmenn svíki þannig stéttarbræður sína. Félagið stofnuðu prentarar sem vettvang sinn til að berjast fyrir hagsmunamálum sínum og standa vörð um þau. Allar aðgerðir félagsins miða að þessu og engu öðru. Auðvitað greinir menn á um farsælustu leiðir og sitt sýnist hverjum. En þegar ein leiðin er talin betri en aðrar og meiri- hlutavilji er fyrir hendi, þurfa allir félagsmenn sem einn að fylgja ákvörðuninni eftir af fullum krafti. Öðru vísi nær félagið ekki tilgangi sínum. Það er því ekki hægt að láta það átölulaust þegar félags- maður svíkst undan merkjum. Var þess vegna ákveðið á sameiginlegum fundi stjórnar og fulltrúaráðs að sekta hina brotlegu í samræmi við heimild í félagslögum. Var fimm félags- mönnum gert að greiða 50.000 kr. hverjum, einum 10.000 kr. og þrír fengu 5.000 kr. sekt. hver. Upphæð sekta var ákveð- in í samræmi við hversu brotið var alvarlegt. Auk þessa voru 5 félagsmenn sektaðir skilorðs- bundið um 5.000 kr. hver. Vel má vera, að einhverjum þyki langt gengið með þessum ákvörðunum um sektaraðgerð- ir. En hversu langt geta ein- stakir félagsmenn gengið og skemmt fyrir meirihluta félagsmanna? Vonandi verður öllum félagsmönnum ljóst, við lestur þessa, hvað hér er um alvarlegt mál að ræða. Framundan eru mörg óunnin verkefni sem nauðsynlegt er að algjör samstaða verði um. Við eigum í vök að verjast í kaupgjaldsmálum. Félagsmenn hafa dregizt afturúr í launum miðað við aðrar launastéttir. Og hvernig eigum við að ná fram leiðréttingu nema sam- staðan sé algjör innan félags- ins? Ekkert nema samstaða allra félagsmanna getur tryggt okkur atvinnuöryggi í framtíð- inni. Þar eigum við mikið verk óunnið þar sem tækniframfarir í iðninni eru mjög örar. Þetta sýnir og sannar að félagið er jafnnauðsynlegt og áður. Ekkert þýðir að hver og einn hugsi eingöngu um eigin hag. Það verður að samræma sjónarmið okkar félagsmann- anna um þær breytingar, sem rétt þykir að gera hverju sinni, og við verðum að vinna saman. Ekki dugir lengur, að menn spyrji hvað félagið geri fyrir okkur, heldur hvað við getum gert fyrir félagið og samstöð- una. 29. marz 1978, ólafur Emilsson. 8 PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.