Prentarinn - 01.07.1978, Blaðsíða 6

Prentarinn - 01.07.1978, Blaðsíða 6
Þórleifur V. Friðriksson: Vikudvöl aö Sormarka Ringsaker Folkehegskule. LO-skólinn íSermarka. Á sl. sumri gekkst MFA fyrir námskeiði og fyrirlestrahaldi fyrir trúnaðarmenn á vinnu- stöðum, og öðrum þeim er áhuga höfðu á að kynna sér innri og ytri uppbyggingu verkalýðshreyfingarinnar í Noregi. Dagskrá ferðarinnar var undir kjörorðinu „Ferðist og frœðist Vonandi tekst MFA að halda áfram á sömu braut og um leið að efla af alefli áhuga aðildar- félaga ASÍ á þessu fyrirkomu- lagi, en það verður að játast að í þetta skipti var áhuginn ekki mikill á að senda fulltrúa frá aðildarfélögunum. Það hefur ef til vill verið út af þrennu. í fyrsta lagi var þetta frumraun af hálfu MFA, í öðru lagi léleg fyrir- greiðsla af hálfu félaganna, og í þriðja lagi óheppilegur tími. í þessa ferð fóru aðeins aðilar 6 - ^rcttíarimt frá sex félögum. Þessum hóp var haldinn undirbúnings- og kynningarfundur hjá MFA og lagt var af stað 16. júní sl. til Osló og haldið rakleiðis til Sormarka sem er um hálftíma akstur frá Osló. Með skóg á alla vegu í dæmigerðu norsku um- hverfi er LO skólinn. Þar dvöldum við næstu vikuna. (LO merkir það sama og ASÍ hér hjá okkur þ.e. Landsorganisasjon- en). Skólinn er í eigu LO en starf- ræktur og rekinn af AOF sem er hliðstætt MFA hér á íslandi. í beinu framhaldi af þessu er rétt að geta þess að LO á og rekur annan skóla, sem er lýðháskóli og heitir Ringsaker Folkehog- skule, sem starfar að vísu á öðr- um vettvangi en skólinn að Sormarka. Skólinn að Sormarka hefur það að aðal markmiði að fræða og upplýsa trúnaðarmenn, starfshópa á vinnustöðum og einstök félög um höfuðverkefni verkalýðshreyfingarinnar í Noregi. Skólinn er stofnaður um og eftir 1930 og hefur starfað óslitið síðan, nema starfsemin lá niðri á stríðsárunum en byrjaði aftur 1945. Skólinn er starf- ræktur allt árið og getur tekið allt að 135 nemendur í einu og verið með 6 til 7 námskeið í gangi þó mismunandi séu. Fastráðnir kennarar eru um 7 til 8 talsins fyrir utan annað starfslið. Námskeiðin, sem farið er í gegnum, eru æði mismunandi, svo sem staða verkamanns á vinnustað, vinnulöggjöfin, samningar, trúnaðarmenn, tryggingar, kaup og kjör, efna-

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.