Prentarinn - 01.07.1978, Blaðsíða 9

Prentarinn - 01.07.1978, Blaðsíða 9
Höfóingleg gjöf Jóns Þórðarsonar Á stjórnarfundi í Hinu íslenzka prentarafélagi, sem haldinn var mánudaginn 20. nóvember s.l. afhenti heiðursfélagi HÍP, Jón Þórðarson, félaginu að gjöf blað þess, Prentarann, frá upphafi til loka 54. árgangs. Ólafur Emilsson tók á móti gjöfinni og flutti gefanda þakkir stjórnarinnar og félagsins og færði honum sem lítinn þakk- lætisvott borðfána HÍP á stöng. Slík ræktarsemi sem Jón Þórðarson hefur nú og áður sýnt félaginu er því mikils virði, og mætti sá hugur og hjartalag sem að baki býr verða félags- mönnum eftirdæmi. Hér á eftir verða birt bréfaskipti aðila varðandi þetta mál. — je. Jón Þórðarson Heiðursfélagi HÍP. Reykjavík 27/11 1978 Reykjavík 24. marz 1977 Af tilefni 80 ára afmælis Hins íslenzka prentarafélags tilkynni ég undirritaður hér með, að ég hefi ákveðið að arfleiða félagið að blaði félagsins, Prentaranum, (samfelldum) frá byrjun til loka yfir- standandi árgangs (sem er hinn 54.). Þetta verða alls sex bindi, innbundin. Mér þætti vænt um, að þetta eintak af Prentaranum yrði aðaleintak félagsins, vegna þess, að í því eru margar skrifaðar leiðréttingar, sem ekki eru í öðrum ein- tökum af blaðinu. Ég hefi falið dóttur minni, Hrefnu, að afhenda stjórn HÍP bækurnar, er ég er fallinn frá. Virðingarfyllst Jón Þórðarson (sign.) Framnesvegi 20A. Vottar: að undirskrift: Theódóra Thoroddsen (sign.) Ólafía Magnúsdóttir (sign.) Reykjavík, 4. apríl 1977. Á fundi stjórnar Hins íslenzka prent- arafélags í dag var kynnt bréf þitt, dags. 24. marz s.l. þar sem þú, í tilefni 80 ára afmælis félagsins, arfleiðir það að Prentaranum samfelldum frá byrjun til loka yfirstandandi árgangs (sem er hinn 54.), alls sex bindi innbundin. Jafnframt kemur fram í bréfinu að þú hafir skrifað inn leiðréttingar sem ekki séu í öðrum eintökum af blaðinu. Fyrir þessa kærkomnu gjöf vill stjórn Hins íslenzka prentarafélags votta þér virðingu sína og færa þér innilegustu þakkir um leið og hún heitir því að búa gjöf þinni verðugan stað í skrifstofu félagsins, þar sem ávallt mun vera hægt að grípa til hennar. Hafðu þökk fyrir allt þitt mikla framlag í þágu félagsins. Með félagskveðju, f.h. stjórnar Hins íslenzka prentarafélags Ólafur Emilsson. Til HlP, Reykjavík. Samkvæmt fyrri ákvörðun minni gerði ég ráð fyrir að félagið eignaðist Prent- arann að mér látnum (6 bækur). Nú hef ég fengið úr bandi sjöttu bókina; og eru þá allar bækumar tilbúnar til afhend- ingar. Ég hefi því ákveðið að afhenda félaginu þær við fyrsta þóknanlegt tækifæri. Það mætti þá líta á þetta sem gjöf til félagsins af tilefni 80 ára afmælis þess. — Mér er það sönn ánægja að félagið fái að njóta bókanna, enda best að þeim komið. Um leið þakka ég margar ógleyman- legar minningar og ánægjustundir meðal prentara innan stéttarinnar. Með vinsemd og virðingu. Jón Þórðarson (sign.). ^rcnfarintt - 9

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.