Prentarinn - 01.07.1978, Blaðsíða 15

Prentarinn - 01.07.1978, Blaðsíða 15
Borgar sig að læra prentverk? Fyrir stuttu var haldin ráðstefna í London, þar sem saman komu allir þeir aðilar sem að prentiðnaði standa og var þar til umrœðu kennsla í prentfrœðum með tilliti til stórstigra breytinga í faginu og hvernig bregðast cetti við síminnkandi áhuga fólks á að lœra prent. Þar kom fram, að fyrir 25 árum voru um 100 sérskólar sem kenndu prentfræði, en í dag eru það 40. Sömuleiðis lágu fyrir tölur um, að árið 1970 hófu 40.500 manns nám í prenti, en 1976 var talan kornin niður í 36.200. Reiknað er með að árið 1984 muni 23.500 manns hefja nám, svo af þessu má sjá, í hvaða átt þróunin stefnir. Eitt af því sem háð hefur tækniskólum í prenti er fjár- skortur. Skólar þessir hafa verið styrktir af viðkomandi sveitarfélögum, en vegna ntinnkandi framlaga og sam- drátts nemenda hefur orðið að loka skólunum. Sömuleiðis hefur skólunum reynst erfitt að fjármagna kaup á tækjum til kennslu, þannig að þjálfun nemenda hefur verið í ýmsu ábótavant. En hvaða ráðstafanir þarf að gera til að snúa þessari þróun við? Þær hugmyndir sem komu fram voru meðal annars 'að settir yrðu á stofn nokkrir fullkomnir sérskólar sem hefðu yfir að ráða nýtísku vélakosti. Minni skólar gætu þá sent nemendur sína til náms í þessa skóla í ákveðinn tíma, og þyrftu þá ekki að hafa jafn mikinn tilkostnað. Fjár- magn til þessara skóla kæmi frá opinberum aðilum. Já- kvæðar undirtektir hafa þegar komið frá hinu opinbera, máli þessu til stuðnings. Vonir standa til að áhugi glæðist hjá fólki til að hefja nám í prenti, þegar þessir skólar eru komnir á fót. Sömuleiðis er lögð mikil áhersla á að skólarnir taki að sér endurþjálfun. Nýir sveinar Eftirtaldir nemar luku prófi i setningu í ágúst 1978. Hrafnhildur Guðmundsdóttir, Prentsmiðjan Klói. Agúst Ólafsson, Ríkisprent- smiðjan Gutenberg. Hlöðver Smári Haraldsson, Nesprent, Gutenberg. Jón Asgeir Hreinsson, ísafoldarprentsmiðja, Svans- prent. Jakob Þór Einarsson, Prent- verk Akraness. Þrúður Ólöf Gunnlaugsdóttir, Félagsprentsmiðjan (lauk prófi 30. nóvember). Eftirtaldir nemar luku prófi í prentun s.l. vor. Þorkell Svarfdal Hilmarsson, Prentverk h.f. Ari Elvar Jónsson, Prent- smiðja Árna Valdimarssonar. Ágúst Jakobsson, Gutenberg. Helgi Björgvin Ágústsson, Borgarprent. S.l. haust luku þessir námi í prentun. Guðmundur Rúnar Bragason, Prentsmiðjan PÁS. Kristján Sigurður Kristjáns- son, Prentsmiðjan Viðey. Milljóna endurbætur Miklar endurbætur hafa farið fram á húseign HÍP að Hverfis- götu 21. Fyllt var í sprungur á útveggjum, komið í veg fyrir leka með gluggum, húsið allt vatnsblásið að utan til að ná af eldri málningu og húsið síðan málað, en því verki hefur geng- ið illa að ljúka til fullnustu vegna ótíðar. Kostnaður vegna þessa er áætlaður á fjórðu milljón króna. [ íte rrh IMl JH}j' nsim mmm K »1 mm 1|; \ igyliu ^rcttíarítttt - 15

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.