Prentarinn - 01.10.1978, Blaðsíða 6

Prentarinn - 01.10.1978, Blaðsíða 6
í kringum 1918fórum viö nokkrir að krunka okkur saman um það, að verið gæti vit í að stofna nýja prentsmiðju. svo skipti ég bara um í römm- unum, svo þetta gekk tiltölulega vel. En eigi að síður var þetta mikið hallærisástand." — Komu allir prentararnir aftur? „Já, allt starfsfólkið skilaði sér aftur. En það þótti manni undarlegt. að þegar maður var að fara heim í mat á daginn nokkru áður en ég lagðist, þá sást ekki maður á götu í Reykjavík nema sem var að fara í apótekið. Það var alveg dauð- ur bær.“ — Þetta hefur verið mikið áfaUfyrir bceinn, þessi faraldur? „Þetta var náttúrlega ákaf- lega mikil röskun. Það mátti heita að atvinnulífið í bænum legðist niður." Hálfgerðar fjöldagrafir — Hve lengi stóð þetta yfir? „Það var frá því snemma í október og út nóvember. Auð- vitað lágu margir lengur með eftirköst, og alltaf var fólk að deyja og alltaf var verið að jarða, og það voru kannski tvær og upp i fjórar líkkistur á vöru- bíl, sem bornar voru inn í kirkju í einu. því það varð bara að koma fólkinu í gröfina. Þetta voru hálfgerðar fjöldagrafir oft á tíðum. Það var alveg óskap- legt ástand. — En það blessaðist allt hjá okkur. Mér tókst að ljúka því, sem þurfti að ljúka, og Morgunblaðið kom út af og til og var eina blaðið sem út kom.“ Acta stofnuð 1919 — Svo kom að því að þú hœttir í ísafold, hver var ástœð- an? „Já, það er nú það. Árin liðu og það var alltaf þessi ósköp að gera. Svo í kringum 1918 fórum við nokkrir að krunka okkur saman um það, að verið gæti vit í að stofna nýja prentsmiðju. Það sem yfirleitt stóð á var vélakosturinn. Og það varð til þess að Acta var stofnuð 1919, en tók til starfa 1920.“ — Hverjir voru með þér í að stofna prentsmiðjuna? „Það voru Jóhannes Sigurðs- son, Páll Sigurðsson. Jón Sigur- jónsson og Jón Þórðarson — auk mín.“ Allt kevpt frá Þvskalandi — Þetta hefur verið einvala- lið. „Já. já. En við gátum ekki byrjað starfsemina fyrr en búið væri að afla nauðsynlegra véla og tækja. Ég fór því utan í júlí 1919 til þess að kaupa vélar og áhöld til prentsmiðjunnar. Ég kom svo ekki heim aftur fyrr en 1. desember. því það var ákaf- lega erfitt að eiga við alla hluti þá. Við keyptum þetta allt sam- an frá Þýskalandi í gegnum fyrirtækið Adolph Wulf í Kaupmannahöfn. Þeir höfðu umboð fyrir ýmis fyrirtæki og verksmiðjur, bæði vélaverk- smiðjur og letursteypirí. Það var úr talsvert vöndu að ráða með sumt af því. maður varð að vega og meta alla hluti. hvað væri hagkvæmt og svoleiðis nokkuð. Svo var það líka hreint ægilegur höfuðverkur hjá mér. að þýska markið féll alltaf á hverjum degi, en varan hækkaði dálítið meira en markið féll, til þess að mæta fallinu næsta dag. Þetta skeði um haustið. Svo segi ég við þá Pál og Jóhannes, en þeir voru þarna úti líka: „Nú hefur mér dottið ráð í hug. Nú ákveðum við hvað við ætlum að kaupa, alveg hreint og fast, og bjóðum þeim hjá Wulf að við borgum það með því gengi marksins, sem verður daginn sem við gerum samninginn. al- veg án tillits til þess hvað gengið verður. þegar varan verður af- hent.“ Páli og Jóhannesi leist vel á þessa ráðagerð. Og svo sitjum við á kvöldin í heila viku yfir því að koma öllu á hreint. skipuleggja allt mögulegt sem til þurfti. Síðan fór ég til þeirra hjá Adolph Wulf og sagði við þá: „Jæja, við erum ákveðnir í því, að þetta er það, sem við ætlum að kaupa. Og við viljum borga það á því gengi marksins sem er í dag, alveg án tillits til þess hvort það verður hærra eða lægra. þegar við fáum vöruna. Nú viljum við fá svar strax." — Þeir náttúrlega síma undir eins í sínar verksmiðjur og það er alls staðar samþykkt. „Olræt," þá var það í lagi. — Mig minnir að við höfum áskilið okkur rétt til einhverra breytinga. Eins var það með eina stóru vélina, sem 6 — '}>rcntarinn við tókum nú ekki frá Wulf, ég held það hafi verið Johannes- berg sem við fengum, en hún tók fjórfaldan „crown", sem kallað var þá. Við keyptum hana annars staðar." Hreint „raritet" — Var hún með íleggjara? „Nei, hún var ekki með sjálf- íleggjara. Það var hvorug þeirra með sjálfíleggjara, en litla vélin, minnsti rokkurinn. var þannig. að það þurfti ekki annað en moka í hana, þá spýtti hún því út úr sér. Það voru feikn, sem var hægt að prenta í henni, t. d. af umslögum, kortum og þess háttar, ef það var ekki á mjög þunnan pappír. Það þurfti ekki að leggja alveg að merkjum, því það voru hreyfanleg merki á henni. Svo tókum við tvær Victoria vélar, nr. 3 og 5, og þær voru líka með hreyfanlegum merkjum og skiluðu þar af leiðandi miklu meiri ná- kvæmni. Ég man eftir því t. d. að við prentuðum einu sinni brúðkaupsljóð og höfðum nafnið í lit á forsíðunni og færðum það svo til um einn punkt og fórum svo aftur yfir. Það var sko alveg hreint „rari- tet“. Það þótti mjög skrautlegt þá. Nú, svo var annað vandamál. Það voru flutningarnir hingað upp. Flutningsgjöldin ruku upp úr öllu valdi. því kolin stigu alltaf í verði. En við vorum svo heppnir að fá allt tré„material- ið“, sem hefði orðið aldýrast í flutningi. því það var tekið eftir rúmmáli en ekki þyngd. flutt með seglskipi, sem var að fara til Reykjavíkur. Það gerði aftur á móti minna til með vélarnar, þvíþærvoru teknareftir þyngd. Ég fór einu sinni að gamni minu Það var líka hreint ægilegur höfuðverkur hjá mér, að þýska markið féll alltaf á hverjum degi, en varan hækkaði dálítið meira en markið féll. að reikna það út, hvað einn let- urkassi kostaði. Hann kostaði 1 krónu og 10 aura kominn upp í prentsmiðju í Mjóstræti 6, með flutningskostnaði og öllu sam- an! — Og út af samningunum, sem ég gerði við þá hjá Adolph Wulf, skrifuðu þeir mér seinna og sögðu, að ef við hefðun fengið Victoria 3 vélina — sem við fengum á eitthvað um 3500 krónur — á því gengi sem var. þegar hún var afhent. þá hefði hún kostað 8300 krónur.“ — Það hefur verið mikið fall á markinu á ekki lengri tima? „Já. markið fór niður í ekki neitt. Fólk varð að hafa pen- ingana rneð sér í ferðatöskum. þegar það fór í búðir. Nú, svo fór Acta af stað. og þá breyttust mín viðhorf all- mikið." Afkastalítill starfsmaður í Prentarafélaginu — Varstu ekki búinn að starfa eitthvað í Prentarafélag- inu, þegar þið stofnuðuð Acta? „Ég var nú heldur afkastalít- ill starfsmaður í Prentarafélag- inu þá. Éggekk í félagið. og við Magnús í Lambhól báðir, 10. júlí 1916. Við vorum teknir inn á sama fundinum." — Þá hefur verið gengið i fé- lagið á fundum? „Já, það var alltaf gengið inn 'íírcntarinn — 7

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.