Prentarinn - 01.10.1978, Blaðsíða 12

Prentarinn - 01.10.1978, Blaðsíða 12
Helstu Ijóssetningarvélar, seni aóhœfust Compulype kerfinu: Inntak: IBM: 1130 DEC: PDP8 COMPUGRA PHIC: Uniscan, Unified Composer, Uniterm HARRIS: 1100, 2200, 2500 Compustor. Microstor. Ministor strimla. Nú er mjög ör þróun í þá átt að leysa strimlana af hólmi með diskettum. Á þessu sviði er Computype einnig í fararbroddi þar eð Microstor notar einmitt diskett- ur til að geyma upplýsingar. Microstor er í stuttu máli geymsluvirki sem getur tekið við upplýsingum frá allt að 6 CompuEdit skermum í einu. Diskettan getur geymt allt að 600.000 tákn (0.6 MB) sem skipta má niður í 512 greinar. Hver grein getur verið allt að 600.000 tákn, þ. e. ef óskað er þarf ekki að skipta upplýsing- um á diskettunni síðar. Þegar CompuEdit skermar eru notaðir í tengslum við Microstor fer innskrift fram á hefðbundinn hátt nema í stað þess að senda textann til gatara er hann sendur til geymslu á diskettu. Áður er hverri grein gefið auðkenni t. d. númer eða fyrirsögn. Microstor býr sjálf- krafa til yfirlit yfir þær greinar sem á diskettunni eru. Með því að slá tilskilda lykla á CompuEdit sendir Microstor á skerminn umbeðnar upplýs- ingar um hverja grein, sem eru á diskettunni. T. d. kallar ein skipun fram yfirlit yfir allar greinar, önnur gefur úrdrátt úr ákveðinni grein, sú þriðja birtir umbeðna grein í heild og sú 12 — '3>reníarimt Úrtak IBM: 1130 DEC: PDP8 COMPUGRAPHIC: 2961. 2961 TL, 2961HS, 4961. 4961TL, ACM 9000 ACM 9001. Videosetter 1. fjórða sýnir þann hluta greinar- innar sem notandi óskar að virða fyrir sér t. d. til leiðrétt- ingar. Þegar grein er tilbúin til setningar eru bankanum gefin fyrirmæli um það með Compu- Edit. Bankinn sendir þá frá sér öll þau tákn, sem greinin hefur að geyma til ljóssetningarvélar, gatara, prófarkaritara eða til annars CompuEdit skerms. Eins og áður sagði getur hvert Microstor annað allt að sex CompuEdit skermum. En kubbakerfið er einnig í fullu gildi hvað varðar Microstor því tengja má saman tólf Microstor sem þá geyma allt að 7.200.000 tákn (7.2 MB) og hafa 72 tengsli, (3. mynd). Interface (milliliðir?) Ef einhver skyldi hafa lesið þetta langt hefur varla farið fram hjá honum að hér hefur verið rætt um tengsl milli t. d. skerma, lesara, gatara, disketta o. s. frv., eins og það væri sjálf- sagður hlutur. Hitt mun þó flestum kunnugt að því miður skilja þessi tæki yfirleitt ekki hvert annað. Þau eru sem sé hönnuð með mismunandi þarfir í huga, og tala því ýmist ASCII, TTS eða hvaða nöfnum það kann að nefnast. Videosetter II, Videosetter 24/14. Computape 1, Coinputape II, Universal, Unisetter Mergenthaler: VIP. 505 Harris: 600. TXT, 4000. 1100, 2200. 2500 Autologic: APS4. APS5 Harris leysti þetta vandamál á þann hátt að í hverri einingu Computype kerfis er prentrás, sem þýðir öll boð yfir á TTS. Rás þessi kallast „Compublab" „Tölvusnakk". Milliliðir Computype kerfis- ins þjóna tvíþættu hlutverki: í stærri kerfum sem nota Microstor annast þeir flutninga upplýsinga frá bankanum til ljóssetningarvélarinnar. í þessu hlutverki anna þeir allt að 25.000 táknum á sekúndu. Notagildi milliliðanna er þó skýrast hvað ísland varðar, þegar höfð er í huga smæð prentsmiðja yfirieitt og út- breiðsla beintengdra ljóssetn- ingarvéla. Mörgum þessara véla fylgja þeir lestir að leiðréttingar fyrir setningu eru nær ómögu- legar og að afkastaaukning fram yfir getu setjarans er naumast til umræðu nema keypt sé ný vél. þ. e. tvöföld fjárfesting án þess að öðlast möguleika á leiðréttingum. Með CompuEdit skermi, les- ara, gatara, tengiboxi og millilið fæst tvöföldun afkastagetu, fullkomnir leiðréttingamögu- leikar og geymsla verkefna á strimli. Þessi tæki eru helmingi ódýrari en ný beintengd ljós- setningarvél, og hafa augljósa yfirburði.

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.