Prentarinn - 01.10.1978, Blaðsíða 14

Prentarinn - 01.10.1978, Blaðsíða 14
JÓN ÞÓRÐARSON: Grafið úr gleymsku Stefán Magnússon prentari var einn þeirra er kom til vinnu í ísafoldarprentsmiðju árið 1905. Sigldi að ári liðnu aftur til Kaupmannahafnar. Kom aftur til íslands 1908 og vann enn eitt ár í ísafold. Hvarf aftur til Hafnar að ári liðnu og kom aldrei aftur. Ágúst Jósefsson orti eftirfar- andi til hans í kveðjuhófi: Alls ófeiminn hélt um heiminn, hetju meður brag. Berlín, Vín og Varsjá, Vogastapa og Skarðsá Pisa, Laza, Prag. Sjá nánar um hann í prent- aratalinu nýja. Á mvndinni eru lalið frá vinstri: Jóhannes Sigurðsson prentari, Þorieifur Gunnarsson bókbindari. Jón Þórðarson prentari, Guðbjörn Guðmundsson prentari og llelgi Jónsson frá Vifilsstöðuin, bróðir Jóhanns P. skipherra. Meðfylgjandi mynd er tekin á Ijósmyndastofu Ólafs Magnússonar 1. ágúst 1914. að afloknu 5-menninga ferðalaginu. gangandi frá Kára- stöðum í Þingvallasveit að vitanum á Reykjanesi og inn í Keflavík. þar sem bifreið beið þeirra félaga. Frá ferðalaginu er sagt í afmælisblaði Prentarans. 1.— 6. tbl. í apríl 1977. Þessi mynd átti að fylgja þeirri frásögn. en var þá gersamlega horfin sjón minni. í leitirnar kom hún þó nokkru síðar. Þar eð Prentarinn hefur ekki slegið hendinni við gömlum myndum til birtingar, læt ég honum hana hérmeð í té. Þeir Þorleifur og Helgi hafa lokið jarðvistar- göngu sinni fyrir nokkru. Báðir voru þeir ánægjulegir ferðafélagar og ógleymanlegir á margan hátt. 14 — ^rcníarimt

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.