Prentarinn - 01.10.1978, Blaðsíða 30

Prentarinn - 01.10.1978, Blaðsíða 30
svo ætlunin að kynna tölvu- setningu á námskeiði í Prent- skólanum. Leiðbeinandi verður Björn Thors. Allt kostar þetta talsvert fé og þess vegna var iðnaðarráðu- neytinu skrifað bréf í haust og óskað eftir fjárframlagi til námskeiðahaldsins. Sú fjár- veiting fékkst nú eftir áramótin og mun hún að öllum líkindum nægja til þess að standa straum af kostnaðinum. Ætlunin er að taka aftur upp þráðinn að hausti og þá að ein- hverju leyti með breyttu sniði. Augljóst er að áhugi er mikill því í vetur bárust um 70 um- sóknir á námskeiðin. Prentskólinn Nú í haust var í fyrsta skipti hafin kennsla í offsetiðnum við Prentskólann og um leið var námsfyrirkomulaginu breytt á þá lund að allir 1. árs nemendur hófu nám við skólann án meistarasamnings og í vetur fengu þeir kennslu í öllum starfsgreinunum, þ.e.a.s. setn- ingu, Ijósmyndun, skeyt- ingu/plötutöku, prentmynda- smíði, hæðarprentun, offset- prentun og bókbandi. Þegar Prentskólinn byrjaði kennslu í september var ekki búið að ákveða hvert fram- haldið yrði að loknu fyrsta skólaárinu og komu einkum tvær leiðir til greina. /. Að nemarnir gerðu náms- samning við meistara að loknum fyrsta vetri í skólan- um og verknámið fceri síðan ncer einvörðungu fram á vinnustöðunum. 2. Að nemarnir héldu áfram i Prentskólanum eitt ár í við- hót og því ncest tceki starfs- þjálfun á vinnustöðunum við. Strax í haust kom það fram að Iðnfræðsluráð taldi útilokað að hægt væri að kenna hverja starfsgrein ísérdeildum. Kostn- aðurinn yrði of mikill og nem- endur of fáir. Þrjár deildir væru það æskilegasta og fjórar há- mark og einnig þyrfti að nást samkomulag um deildaskipt- inguna. Námsbraut nr. 1 Námsbraut nr. 2 Námsbraut nr. 3 Námsbraut nr. 4 30 — ^rcntarinti

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.