Prentarinn - 01.10.1978, Blaðsíða 31

Prentarinn - 01.10.1978, Blaðsíða 31
Fræðslunefnd og stjórn HÍP ræddu þessi mál á nokkrum fundum í haust og fyrri hluta vetrar. Niðurstaðan varð sú að talið var rétt að stefna að tveggja ára námi í Prentskólan- um og að nemendur þyrftu að fá sem breiðasta verkmenntun. Tæknin þróaðist það ört í prentiðnaði að of mikil sérhæf- ing gæti orðið haldlítil á stuttum tíma. HÍP sendi síðan Iðnfræðslu- ráði tillögu að deildaskiptingu fyrir 2. skólaárið og var þar lagt til að skólanum yrði skipt í fjórar deildir eins og hér er sýnt á næstu síðu. Grafíska sveinafélagið taldi hins vegar eðlilegast að á 2. skólaári yrði að mestu leyti kennt samkvæmt löggiltri starfsskiptingu. Ekki náðist samkomulag um þetta fyrr en í mars á fundum með forráðamönnum Iðnskól- ans og fulltrúum allra bóka- gerðarfélaganna. Þar kom fram tillaga um nýja námsskipan. sem hefur verið samþykkt af stjórnum HÍP, GSF, BFÍ og FÍP. Hún liggur nú fyrir Iðn- fræðsluráði til staðfestingar. Skýringamyndin hér að neðan sýnir fyrirhugaða deildaskiptingu í Prentskól- anum. Eins og sést á þessari teikn- ingu er skólatímanum skipt í fjórar annir. Á þeirri fyrstu fá nemendur kennslu í öllum starfsgreinum, en velja um þrjár námsbrautir á miðju fyrra skólaárinu. Sérnámið hefst með 4. önn. Fyrri veturinn fara 8 vikur í almennt bóknám, 8 vikur í fagbóklegar greinar og 16 vikur í verknám. Síðari veturinn verður eingöngu verk- legt nám í 32 vikur. Að loknum skólatímanum tekur við starfsþjálfun á vinnu- stöðum. Ennþá er ekki ákveðið hve langan tíma hún tekur í hverri starfsgrein. í fyrra voru keypt tæki og vélar til Prentskólans fyrir sam- tals 25 milljónir króna og í ár er m.a. ákveðið að kaupa setning- artölvu, svo segja má að skólinn sé að verða allvel búinn tækj- um. Guðjón Sveinbjörnsson (sign.) Forval Lokaval Lokanámskeið Sveinspróf Prentm.sm. að hl. í atv.l Prentmyndasmíði undir- búningur aö prentun Skeyting og plötut. Skeyting og plötut. D C 0 Ljósmyndun Ljósmyndun Q. 03 h TD Setning Setning E 3 •OJ c h t5 E •03 C -X. Offset- prentun Offset-prentun d Prentun •o n <D > C O) o c D C 0) Háprent Háprent cn ’<D U) Q. E E 0) 03 cn Bók bam Bókband Bókband l.önn 2. önn 1. skólaár. 3. önn 4. önn 2. skólaár Starfsþjálfun á vinnustað ^rcntarinn — 31

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.