Prentarinn - 01.10.1978, Blaðsíða 35

Prentarinn - 01.10.1978, Blaðsíða 35
tekiö upp til lánveitinga. Verði niðurstaða sú, að það sé Iteppilegra kerfi sktilu þeir beita sér fyrir þvi að það verði tekið upp hjá lífevrissjóðn- unt. Skal þessi könnun fara fram fyrir I. nóv. 1978. Þá var einnig samþykkt svo- hljóðandi tillaga: „Aðalfundur HlP, lialdinn 22. april 1978, skorar á stjórn Lifevrissjóðs prent- ara, að bæta við lánareglur sjóðsins ákvœði um lán til þeirra sem sannanlega verða fyrir auknum útgjt'ldum vegna sameiginlegra framkvœmda í íbúðar- blokkum eða fjárfrekra framkvœmda við eigið húsnœði. “ Eftirtaidir voru kjörnir sem fulltrúar HÍP í stjórn Lífeyris- sjóðs prentara til þriggja ára: Aðalmenn: Ellerl Ag. Magm'ts- son og Lúther Jónsson. Varamenn: Ólafur Emilsson og Þórir Guðjónsson. Endursk.: Baldur H. Aspar og til vara Hermann Aðalsleins- son. Veikindadagasjóður Skuldir við innistæðueigend- ur veikindadaga voru næst á dagskrá. 1. jan. 1977 voru innistæðurnar kr. 10.972.415 Við bættust vextir 1977 frá HÍP kr. 973.296 Endurgreitt 1977 til eigenda kr. 5.003.067 Eftirstöðvar 31 / 12’77 kr. 6.942.644 Fyrir fundinum lá svohljóð- andi tillaga frá stjórn: „Aðalfundur HÍP 1978 samþykkir að innisíœður félagsmanna í Sjúkrasjóði HIP (veikindadagasjóði) verði greiddar úí frá og með 1. október 1978. “ Tillagan hlaut ekki umræðu og var samþykkt samhljóða. Frá Kvenfélaginu Eddu barst kveðja, þar sem þökkuð var sú gjöf er HfP færði félaginu á 30 ára afmæli þess, 8. apríl s.l. Fleira lá ekki fyrir og var fundi slitið kl. 19,30. Ávarp til Eddu-kvenna flutt af formanni HÍP á 30 ára afmæli kvenfélagsins Heiðruðu Eddu-konur. Það er svo sannarlega við hœfi, í 30 ára afmœlisfagnaðiykkar, að frá Hintt íslenzka prenlarafélagi heyrist, svo margt hafiðþið gert fyrir félagið, að seinl verður fuUþakkað. Ekki ætla ég að telja upp allar gjafirnar, stórar og smáar, sem þið Itafið gefið HÍP. Það yrði of langt mál i stuttu ávarpi. Hér í húsinu má alls staðar sjá gjafir vkkar og við prentarar erum stoltir af þeim. Það er einnig rik ástœða til aðþakkaykkurfyrirþann mikla stuðning, sem þið hafið sýnt ekkjtttn prentara á starfsferli vkkar. Þá er enn annað, sem ekki er oft talað um varðandi starfsemi Kvenfélagsins Eddu. Það erfélagslegiþátturinn i starfseminni. Það er mikils virði að konur prentara hafi vettvang, þar sem þœr geta komið saman til að kynnast hver annari og rœða inn á milliþau vandamál, sem uppi kunna að vera hjá okkur. Líklegt má telja, að þegar heim er komið, haldi umrœður áfram. Með þessu skapast langtum meiri skiiningur á vandamálunum en ella. Það er staðreynd, aðbezt vinnum við í félögunum þegarallir eru samtaka. Kvenfélagið Edda er því m.a. af þessari ástœðu, áhrifamikill bakhjarl Hins íslenzka prentarafélags. A þessari stundu er mér efst í huga þakklœti til ykkar Eddu-kvenna fyrir hin miklu og óeigingjörnu störf ykkar í þágu prentarafélagsins og félagsmanna þess. Um leið og ég óska Eddu-konum til hamingju með afmœlið og árna þeim allra heilla í framtíðinni vil ég biðja formann félagsins, Önntt Ársælsdóttur, að veita viðtöku þakklætisvotti frá Hinu islenzka prentarafélagi. 'T>rcníarimt — 35

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.