Prentarinn - 01.10.1978, Blaðsíða 37

Prentarinn - 01.10.1978, Blaðsíða 37
upp i 50% á timanum frá kl. 6 á kvöldin til kl. 10, og úr 50% í 75% fyrir nœturvinnu og helgidagavinnu. 4. Sumarleyfi með fullu kaupi aukist úr 3 dögum upp í 6 daga. 5. Lágmarkslaun vjelsetjara, sem voru kr. 81.80, hœkki upp í kr. 114.52 á viku. 6. Kaup prentara, er eigi vinna að staðaldri i verksmiðjun- um, skuli hœkka úr kr. 9.18 upp í kr. 18.00 á dag. 7. Prentarar krefjast þess að samningar gildi eigi lengur en hálft ár, eða til 1. júlí 1920. 8. Kaup kvenfólks, er vinnur í prentsmiðjunum, hœkki um 40% 9. Vinnuveitendur gjaldi prent- urum fult kaup fyrir alt að 12 veikindadaga á ári. Við samninga þá, er hófust milli aðilja í lok mánaðarins, gekk prentsmiðjueigenda félag- ið að fullu inn á kauphækkun- arkröfu prentara. Viðvíkjandi 8 stunda daglegri vinnunni, treystu prentsmiðju- eigendur sjer ekki til þess að ganga að styttingu vinnutímans að svo stöddu, en tilkyntu prenturum með brjefi dags. 30. des. „að þeir aðhyltust hug- myndina, en að ógerlegt væri að verða við þeirri kröfu á kom- andi ári (1920) vegna vaxandi verkafólkseklu í prentsmiðjun- um. er orsakast hefir af of tak- markaðri nemendatölu eins og nú er sýnt og sannað". — Prentsmiðjueigendur vildu ganga að því, að þrátt fyrir það, þó fasta kaupið hækkaði nú um 40% þá skyldi goldið sama hundraðsgjald í hækkun fyrir aukavinnu. En með því mundu prentarar fá sína aukavinnu mun betur borgaða en nú. Þó gengu þeir auk þess inn á að hækka borgun fyrir sunnu- dagavinnu úr 40% upp í 50%. Prentsmiðjueigendur gengu að fullu inn á kröfuna um 6 daga sumarleyfi í stað þriggja daga sem hingað til hefir tíðk- ast. Ennfremur að kaup vjelsetj- ara hækki upp í kr. 114.52, eins og farið var fram á, og að kaup „hlaupavinnumanna“ hækki upp í kr. 18.00 á dag. Viðvíkjandi samningstíma- bilinu er prentarar vildu láta gilda til 1. júlí þ. á. kröfðust prentsmiðjueigendur að samið yrði til eins árs, eins og áður hefir tíðkast. Svo sem séð verður hafa prentsmiðjueigendur gengið svo að segja að öllum kröfum prentaranna. Það sem nú aðal- lega ber á milli er stytting vinnutímans. En hún er ófram- kvæmanleg eins og nú standa sakir, og má það undarlegt heita að prentarar skuli hefja verkfall vegna þess atriðis, sem líkur eru þó til að samkomulag mundi verða um þegar á næsta ári. Viðvíkjandi kröfunni um fult kaup fyrir alt að 12 veikinda- daga á ári. hefir það hingað til tíðkast, að prentarar fengu það fyrir jafnvel hluta úr degi. En nú vilja prentsmiðjueigendur því aðeins greiða kaupið, að verkamaðurinn sé veikur sam- fleytt 12 daga eða lengur. Prentarar hafa alla jafna fengið kaup sitt goldið í vinnu- tímanum, en prentsmiðjueig- endum finst eigi viðeigandi að slíkt standi í samningum. enda mun það hvergi vera venja. Prentsmiðjueigendur krefjast þess að hvor aðili selji tryggingu Oddur Björnsson prentmeistari é Akureyri hafói þegar tekið upp 8 stunda vinnudag. fyrir því sektarfé, sem samn- ingur tiltaki fyrir broti á samn- ingnum. Til fróðleiks skal hér tekið fram að kaup prentara hér í bæ var í ófriðarbyrjun 20 krónur á viku. Síðan hafa þeir fengið kaup sitt bætt sem hér segir: 1. apríl 1916- 25% l.apríl 1917- 55% l.jan. 1918- 6'/4% l.jan. 1919- 35% l.sept. 1919- 30% Og nú hefir verið samþykt 40% hækkun á kaupinu. Lág- markskaupið, sem þó mjög fáir prentarar hafa, (flestir fá 3—5 kr. á viku framyfir) er því komið upp í 99 krónur á viku úr 20 krónum í stríðsbyrjun. Og síðan í janúar 1919 nemur hækkunin 45 krónum á viku fyrir hvern prentara. Sem stendur verður ekkert sagt um það hve lengi verkfall þetta muni standa. En það er vonandi að samkomulag komist á hið bráðasta, því mjög er verkfall þetta bagalegt öllum almenningi. T>rentarfnn — 37

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.