Prentarinn - 01.10.1978, Blaðsíða 42

Prentarinn - 01.10.1978, Blaðsíða 42
Fallnir félagar Einar Jónsson var fæddur 16. nóvember 1903 í Reykjavík. Hóf prentnám í Gutenberg 1919 og gerðist félagi 1924. Vann í Gutenberg allan sinn starfstíma, að undanskildum þeim tíma er hann var í Kaup- mannahöfn 1926—27. Gjald- keri í Reykjavíkurdeild 1928, í skemmtinefnd 1942—44 og í prófnefnd í prentun 1946 — 69. Einar lést 11. ágúst 1977. Haraldur Jónsson var fæddur 18. júní 1888 að Klöpp í Reykjavík. Hóf prentnám í ísa- fold 1903 og varð félagi 1907. Starfaði í ýmsum prentsmiðj- um og síðast í Ingólfsprenti 1954—58, er hann hætti störf- um. Haraldur lést 9. september 1977. Magnús Sigurður Magnússon var fæddur 31. mars 1879 í Reykjavík. Hóf prentnám í Félagsprentsmiðjunni 1895 og varð félagi 1905. Var einn af stofnendum Gutenbergs 1904 og starfaði þar til 1952 er hann hætti störfum vegna aldurs. Var ritari sjúkrasamlags prentara 1906—08. Magnús lést 1. októ- ber 1977. Lúðvík Guðmundsson var fæddur 13. mars 1925 að Fossi á Barðaströnd. Félagi 2. júlí 1973. Vann aðstoðarstörf í Hilmi, Offsetprenti og síðast í Guten- berg. Varamaður í fulltrúaráði 1976-77. Fúðvík lést 3. júlí 1977. Kristján Karl Kristjánsson var fæddur 14. nóvember 1902 að Álfsnesi á Kjalarnesi. Fauk námi 1924 og gerðist þá félagi. Vann hjá Jóni Helgasyni. ísa- foldarprentsmiðju, Acta og Eddu. Hætti prentstörfum 1959. Var endurskoðandi félagsins í eitt ár og tvö ár í skemmtinefnd. Kristján lést 26. maí 1977. 42 — '^reitíarinn

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.