Nýi tíminn


Nýi tíminn - 21.06.1956, Blaðsíða 3

Nýi tíminn - 21.06.1956, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 20. júni 1956 — NÝI TÍMINN — (3 ,,Svo lengi sem öldurnar eimyrju spúa" eru hættir að nnar getur im lenuur" Uppi á veg'gnum er rnýnd af þverhnýptu sævarbjargi, brimöldu og litlum bæ frammi á víkurbakka. Þessi mynd er af Hælavík á Hornströndum. Við erum stödd inni hjá Sig- mundi Guðnasyni frá Hælavík. Hann er nú fyrir alllöngu flutt- ur til ísafjarðar, setztur að í kyrrðinni fyrir innan fjarðar- botninn. Hann er einn heima í kvöld og hefur því sjálfur hitað handa mér kaffi, nú eru bollarnir á borðinu og við get- um byrjað að spjalla. • Ströng lífsbarátta Rætt við Sigmund Guðnason, iyrrum bónda í Hælavík á Hornströndum Þegar „sá græni‘ kom Gengið út í ,áll“ líka gengið frá Horní alla leið út í ál, höggvin þar vök og % veiddur hákarl upp um vökina. Frostið var um og yfir 30 stig. Mikið af fugli drapst í ísnum. Varp varð lítið um vorið. Þetta var langur vetur, en enginn varð heylaus. Matur var nóg- ur, enda þýddi ekki að leggja upp að hausti nema með vetr- arforða fram á vor. festaraugað. Einhver sérstakur maður sem var við hjólið, sem strengurinn rann á, settist við hjólið. Fóikið setttist við fest- ina og tóku hana allir í hend- urnar. • Föst ven.ia að síga í bjargið — Var ekki búskapurinn stundum erfiður norður þar? — Jú, það var ströng og erfið lífsbarátta. Bærinn stend- ur á bakkanum við sjóinn. Það voru voðaleg vetrar- og snjóþyngsli. — Þið siguð í björgin, — segðu mér eitthvað frá því. — Já það var föst venja að • Fyglingi rennt fram af bjargbrúninni — Fyglingurinn gekk þá fram fyrir hjólið, fram á brúnina og lagðist þar niður, vanalega á hliðinni og hallaði sér upp að hjólinu. Að því búnu tekur hann ofan höfuð- fatið. Sama gera allir hinir. Það er merki þess að lesa bæn. Það var þeðizt fyrir í hljóði. og engin sérstök bæn, heldur bað hver frá eigin brjósti. Að lokinni bæn setur fyglingurinn upp húfuna eða stálhattinn, sem seinna kom, og slíkt hið sama gera aðrir. Að því búnu er honum rennt niður af bjarg- brúninni. ingu á milli þeirra. Þá var nauðsynlegt að haia gægju- mann, þ. e. mann sem var fnammi á brúninni og fylgdist með hreyfingum fyglingsins niðri í bjarginu og, aðvaraði festarmenn um hvað sigmaður vildi. Þannig hélt þetta áfram all- an daginn. Vanalega 9—10 tíma ef veður var gott. — Tún og engjar litlar? — Tún lítið, en engjar tölu- verðar. Það bjuggu tveir þar á seinni árum. Faðir minn bjó þar áður. Á seinni árum hafði hvor bóndi um 50 kindur og 2 beljur og svo voru 2 hestar. Meira bar heyskapurinn ekki. — Var ekki stundum lítið um mjólk? — Ekki svo mjög. Við skipt- umst á um mjólk á veturna. Mjólkuðum ærnar á haustin og höfðum mjólk fram á jól, þegar sæmilega viðraði. Það er góð fjörubeitin og' það þótti engin ær sem ekki mjólkaði pott eftir fráfærur. Á vorin 'færðum við frá. — Vetrarbeit? — Vetrarbeitin var aðallega í fjörunni. Nema þegar sá græni (hafísinn) kom. Hann kom stundum tíma og tíma, þó aldrei allan veturinn nema 1918. Þá kom hann urif jóla- föstu, — og fór ekki fyrr en í þriðju viku góu. Hann var fljótur að koma þá, og fljótur að fara, þegar hann loksins losnaði. Það hafði ekki í manna minnum verið hægt að ganga fyrir Hælavíkurbjarg, en þá hefði það verið hægt. Það var aðeins lítil straumröst sem var ótrygg og menn töldu það ekki gerlegt. síga í bjargið. Venjulega var byrjað 6 vikur af sumri, ef vel viðraði. — Voruð þið í félagsskap um þetta eða hver bóndi sér? — Bróðir minn bjó á næsta bæ og þessar tvær fjölskyldur, og stundum fjórar, voru saman um þetta. Bróðir minn var sig- maður okkar. — Hvemig var útbúnaður- inn? — Fyglingurinn var í bún- ingi sem kallaður var hvippa, er var likur í lögun og pils, og gerður til þess að fyglingurinn gæti raðað eggjunum inn á sig, í hvippuna. Sigmenn höfðu stundum sterka gogga til að hreinsa með laust grjót og stundum til að ýta sér frá, en þeir notuðu ekki stangir. Gogginn bundu þeir við sig. Það var misjafnt hve langt sig- ið var, þrítugt, fertugt og sex- tugt, áttrætt var það lengsta sem ég vissi sigið. • Að taka slaka — Fyglingurinn var niðri mismunandi lengi eftir ástæð- um. Þegar hann kemur niður byrjar hann á því að taka slaka, sem kallað var. Slakinn var tekinn til að hafa svigrúm til að ganga eftir hillu. Ef það er breið hilla tekur hann lít- inn slaka, nokkur handföng, klæðir sig úr og gengur um hilluna. Og það kom nú fyrir að þeir færu flatt á því. Fygl- ingurinn fyllir hvippuna, ef þess er nokkur kostur. Að því búnu gefur hann merki um að draga upp með því að kippa þrisvar í festina. Það þótti ekki öruggt í gamla daga að merkin væru færri en þrjú, en það breyttist síðar. • Kveðnar rímur — Sagðar draugasögur — Fljótt var að skipast veð- ur í lofti. Oft var. kalt þegar hann var að læða austanþok- unni frá hafinu. Þá var brúna- fólkinu kalt. Þá var gerð alls- konar vitleysa, strákamir flug- ust á, jafnvel við kvenfólkið. Það voru kveðnar rímur, sagð- ar draugasögur og stórlyga- sögur, allt til að halda hita og döngun í mannskapnum. Þarna var frelsið. Þetta voru börn náttúrunnar. • Og oft var fallegt — Og oft var fallegt þarna uppi. („Hvergi er hærri himinn né hreinni fjallaslóð“, stendur einhversstaðar í ljóðabók Sig- mundar). Hvergi er eins fal- legt í björtu veðri. Já, það er fallegt af Kálfatindi (hæsta tindi Hornbj argsins). Oft voru kvöldin fögur, — eins og þau gátu líka orðið leiðinleg og ömurleg. And- stæðurnar eru hvergi eins skýrar og' á þessum útkjálk- • Eggin borín niður • I hriísinaum — Stundum fór sigmaður í sillu, en stundum fór hann í „hrifsingar", en svo var það kallað ef hann fór í smákletta- stalla og var á stöðugri hreyf- — Á hættutíma klæðir fygl- ingurinn sig úr, festin er hring- uð upp á einhverjum góðum stað, helzt á steina. Ef leið um, þótti hún fara illa í grasi og mosa. Stundum kom líka snjór. Hver gengur nú að sinni eggjaskrínu og bindur yfir hana. Vanalega voru tögl dreg'- in gegnum göt á endum og' hlið skrínunnar og tagllykkjunni brugðið fram yfir axlirnar og skrínurnar bornar í fatla sem kallað var. Venjulega báru karlmenn 300 egg. Það þótti enginn liðtækur er ekki bar hátt í 300 egg. Það var ekki vandalaust að búa upp á kven- fólkið. Þær báru eggin x hvippupilsi og röðuðu karl- menn inn á þær eggjunum. Venjulega báru þær um 200 egg, en ég þekkti tvær stúlkur sem báru: 300. Oft höfðu karl- menn það þá í flimtingi að þær væru orðnar þungar á sér, — og vist var um það, að þunginn var nógur. Það fóru vanalega 8—9 egg í kg., en þó gat þetta verið misjafnt. ® Egg geymd í sandl og sýru — Oft vildu eggin brotna í niðurburðinum. Sumir voru óttalegir klaufar, en það var furða hvað aðrir brutu lítið. Það fór illa fyrir kvenfólkinu þegar eggin brotnuðu inni á þeim, og vakti oft kátínu karl- mannanna þegar fór að leka niður úr þeim, fengu þær þá að heyra að þær væru farnar að leka sig. — Hvernig voru eggin geymd? — Það reyndist bezt að geyma eggin í sólþurrkuðum, örfínum, leirbornum sandi. Við geymdum einu sinni egg þannig til jóla og þau voru orðin furðu lítið skemmd. Þau voru geymd í lögum af sandi, þann- ig að sandur var allt umhverf- is þau og þau snertust ekkí. Það var mikið gert að því að geyma þau í sýru, og var þá allt undir því komið að sýran væri mátulega sterk, annars urðu þau of súr eða fúlnuðu. Stundum úldnuðu þau, ea þeirn sem vöndust þeim þaan- ig þótti þau ágæt, en aðrir vildu þau ekki. Bólaði á einni þúfu — Voru ekki veturnir lang- ir? — Jú, stundum. Það fyrsta sem ég man eftir að veturinn kæmi var á Mikjálsmessu. Það var 1910. Og hann var þangað til 3 vikur af sumri að fór að létta, eða minnka hríðar. Eg man eftir því að í Hæla- vík bólaði aðeins á einni stórri Framhald á 11. síðu —- Þann vetur var gengið Jgfir alla Homvíkina. Það var • Fyfflingurínn var í fararbroddi — Vanalega gekk fyglingur- inn fyrir í sigferð, sem for- ustumaður fararinnar. Hver bar sína eggjaskrínu þegar gengið var neðan upp á bjarg- ið. Það var hálfrar til heillar stundar gangur eftir því hve langt var farið eftir bjarg- inu. Þegar upp kom voru menn vanalega sveittir. Vana- lega var hvíld niðri í dalnum neðan brúnarinnar, en lítil hvíld þegar upp var komið. Þá tók sigmaður hvippuna og klæddi sig í hana og fór svo í Frá Hœlavík: uíliii

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.