Nýi tíminn


Nýi tíminn - 21.06.1956, Blaðsíða 4

Nýi tíminn - 21.06.1956, Blaðsíða 4
4) — NÝI TÍMINN — Fimmtudagur 21. júní 1956 — Taktu þessa tösku! Hérna, taktu við þessum kassa! Taktu þenna poka af mér! Það eru ótal margar hendur á lofti með allskonar farangur. Uppi á þaki leiðarbílsins við Ferðaskrifstof- una er maður sem reynir af fremsta megni að raða far- angrinum í rétta röð eftir við- komustöðum. En farþegar streyma að á síðustu mínútun- um, ótal hendur rétta fram töskur, poka og pinkla, kliður- inn fyrir neðan bílinn hækkar. Loks biður maðurinn á bílþak- inu fólkið að staldra við meðan ihann sé að hlaða úr hrúgunni. En fólkið lætur sér ekki segj- ast. „Taktu þennan kassa,'" kallar einn valdsmanslega. „Þú tekur þenna poka af mér,1' Begir annar og gerir sig blíð- legan og ísmeygilegan. • Morgunn við langferðabíl Og maðurinn á bílþakinu er of greiðvikinn til þess að horfa aðgerðalaus á allar þessar rétt- andi hendur og heldur áfram að taka við. Loks segir hann ákveðið: Nú tek ég ekki meira upp. „En ég þarf endilega að koma þessu", gellur við í mörg- um munnum, og enn rétta ótal •hendur upp farangur: „Þetta . veröur að komast!" Sumar i^^és^Kií' Það var grœnt á Arnarhóli um morguninn, en vestur á Þorskafjarðarheiði ríkti vetur. Hftifo flfjtut ftftti heim söHtift oq vorið í þannig er starf áætlunarbíl- stjórans. • Röðeftirröð af litlum kollum Bíllinn er nær fullsetinn, en og nú er háttað starfsfólki í sveitum geta bændur ekki tekið á móti öllum þeim börnum sem þess þyrftu, þótt þeir vildu. Og stór hópur barna kemst ekki í sveit, stundum ¦iPiBni .:."•.'"..:..." Daginn áður hafði ýta rutt snjónum af veginum, en um nóttina hafði skeflt í slóðina. þessar fullyrðingar eru kannski ekki nákvæmlega sannleikanum samkvæmar, en aðrir geta ekki sannara sagt. Þarna eru föt . foarnanna sem þetta fólk er að senda í sveit o. ;fl., ómissandi , hlutir. Loks réttir maðurinn á Ibílþakinu úr sér og segir: Seg- ið mér nú hvað af þessu þarf endilega að komast. Hitt verð- ur látið í kjallarann. — Það er orðið fullt þar, segir einhver sem fylgzt hefur með því að geymslurnar undir bílgólfinu eru orðnar fullar. — Nei, það verður látið í afgreiðslukjallar- ann og sent með næstu ferð, segir maðurinn á bílþakinu. Þá vex kliðurinn fyrir neðan um allan helming. Einn vígreifur eíðustumínútumaður hefur í hótunum um að kæra. Fyrir þá jgreiðvikni að vilja taka sem imest af öllum, og meira en þeim ber, er maðurinn á bílþak- inu kominn í þá klípu að koma tþví síðasta hvergi fyrir. • En þannig er Maðurinn uppi á bílþakinu ifoindur yfir farangurinn og er fámæltur. Enn standa einhverj- ir milli vonar og ótta með pinkla sína. En áður en langt <um líður hefur hann troðið öll- 'um pinklum og töskum ein- íhversstaðar í bílinn og síðan &ezt Júlíus Dalabílstjóri, hví íþetta var einmitt hann, við atýrið, — og bíllinn rennur af stað. Slík lota er ekki sem íheppilegastur undirbúningur Undir daglangan akstur, en það eru ekki nema 4—5 full- orðnir — en 30—40 börn! Sum eru ofurlítið alvarleg á svipinn, nýbúin að kveðja mömmu og pabba. En því lengra sem sæk- ist vestur landið því léttara verður yfir þeim,. bráðum koma þau á ákvörðunarstað og heilsa gömlum vinum og kunningjum, sum ömmu og afa, önnur frændum eða vinum, — sum þekkja kannski engan, ef til vill er þetta þeirra fyrsta ferð út í lífið. En þótt létt hafi verið yfir hópnum eru engin ærsl á. ferð- um. Þetta litla fólk, röð eftir röð af litlum kollum, er prútt og kurteist. Allt í einu hefur þetta smávaxna fólk orðið stórt: ber ábyrgð á sér sjálft. Og litlu andlitin eru skemmti- lega ábyrgðarfull, en gersneydd merkilegheitum þeim er sumt ómerkilegasta fólk tiieinkar sér með aldrinum. Þetta er líklega sá kiyteisasti hópur sem ég hef orðið samferða í áætlunarbíl. • Meta börnin meira en moldina Það er mikill fjöldi kaup- staðarbarna sem á því láni að fagna að komast af götunni á sumrin upp í sveit til ættingja, vina og stundum ókunnugra. Yfirleitt vegnar þeim vel, stundum mjög vel. Sum þauj stálpuðustu fá kaup. Önnur^ ókeypis dvöl, en til eru bændur, sem taka gjald sem á barna-^ heimili væri. En hyað sem því líður er það staðreynd að eins' þau sem helzt þyrftu þess með. Mörgum finnst það íhugunar- efni að í löndum alþýðulýð- veldanna austantjalds, þar sem Mogginn og Tíminn segja að djöflar í mannsmynd ráði ríkj- um, er það enn sjálfsagðara að fólk geti áhyggjulaust, fyr- ir ekkert eða lítið gjald, sent börn sín á barnaheimili upp í sveit á sumrin en það er hér í landi helmingaskiptaflokkanna að bændur fái ræktunarstyrk. Þar eystra kváðu þeir að vísu rækta jörðina — en meta börn- in meira en moldina. ® Sá berhöfðaði og hinir Það er 'aftur morgunn hjá FerðaskriTstofunni. Hlaup, köll, troðningur; töskur, pokar, full- orðið fólk, börn. Og enn sezt ég inn í bílinn hjá Júlíusi Sig- urðssyni. Enn sem fyrr koma börn, en nú eru jpau í minni- hluta. í röðinni fyrir framan mig eru 4 strákar, á að gizka 9—11 ára. Og þetta eru nú karlar í krapinu. Sá yzti til hægri er með rauða niðurbretta derhúfu, næsti honum hefur derhúfu með bláum kolli, þriðji niðurbrotna derhúfu úr skinni, hinn fjórði er berhöfðaður. Einn er með myndavél, tveir með veiðistangir og þeir ræða fjörlega sarnan um væntanleg œvintýri sumarsins, líklega ætla þeir að veiða „þann stóra". Einstaka sinnum eru gefin olnbogaskot og hlegið ^j töluvert. Sá berhöfðaði gefur sig lítt að því en les sögu í einhverju þeirra tímarita sem sprottið hafa upp eins og sjoppurnar og gorkúlurnar á haugunum. • Sá berböfðaði byrjar að tala En þegar lengra leið á dag- inn fór sá berhöfðaði að spjalla og sagði mér ýmsar skemmti- legar sögur. Ein var "af því þegar Stalín fór til himnarikis og Sánkti-Pétur úthýsti honum. Morguninn eftir vaknaði Pétur við högg á hliðið, var kölski þar kominn og baðst hælis sem pólitískur flóttamaður. Stalín hafði nefnilega strax fyrstu nóttina gert byltingu. Eða sag- an af búnaðarfrömuðinum sem var að ávíta bændur fyrir slœ- lega frammistöðu og sagði: Það er ehginn bóndi sem ekki getur.. gert aðra hvora á tví- lembda. • Síðast þegar lieyrðist ræddu þeir um belmingaskipti En það var annar en hann sem sagði mér eftirfarandi sögu: Svo undarlega vildi til að þeir Brynjólfur Bjarnason og Hermann Jónasson urðu sam- ferða í hina síðustu reisu. Lentu þeir í hörkubyl og komu eftir síðasta háttatíma að hinu gullna hliði. Sankti-Pétur kvað svo þröngt orðið að hann gæti ekki hýst þá, nema síðastkomni maðurinn, sem fengið hafði tveggja manna bekk, vildi lofa þeim að sitja á öðrum. Hleypti Pétur þeim inn og sáu þeir þá hvar Eysteinn Jónsson lá á bekk í yzta herberginu og hafði látið skíði sín og feykimikinn doðrant á annan endann. Fleygðu þessu drasli, svo að við getum tyllt okkur, sagði líermann kunnuglega. Það get <-g ekk'i, svaraði Eysteinn ó- lundarlega. Láttu nú ekki eins og kjáni, þú ert ekki lengur þingmaður Sunnmýlinga, þú ert í himnaríki, sagði Hermann. Ég get ekki fleygt reikning- unum á gólfið, sagði Eysteinn með ótta í röddinni. Bíðið við, sagði þá Brynjólfur lágt við Hermann. 'Augabrýr Brynjólfs lyftust hátt upp og það kom óræður glampi í augun er hann sagði upphátt: Við ættum kannski að reyna að gista hjá kölska i nótt e.t.v. gætum við fengið álagningarstjóraemb- ættið er maðurinn sem við mættum áðan sagði að yrði veitt þar í fyrramálið. Á samci stundu var Eysteinn sprottinn á fætur, hafði þrifið skíði sín, skellt reikninganum á bakið og var horf inn út í . hríðina. Her- mann og Brynjólfur hreiðruðu um sig á bekknum og Sanktí- Pétur breiddi föðurlega yfir þá Gefjunarteppi. Ekki höfðu þeir sofið út þegar þeir hrukku upp við háreisti mikla við gullna hliðið. Frammi fyrir Sankti- Pétri stóð urmull af púkum er skóku hornin og hristu klauf- irnar og beiddust auðmjúklega ásjár. Pétur bað þá fara til Fjandans. En hann rak okkur sögðu þeir. Hann sagðist ekk- ert hafa með okkur að gera lengur því allar okkar tengur og píslartól væru hlægileg sam- anborið við aðferðir nýkomna mannsins með stóru eyrun. Síð- ast þegar við heyrðum ræddu þeir um helmingaskipti. • En hendur mannsins er ók þeim En nú eru skemmtjlegu strákarnir með veiðistengurnar löngu farnir heim á bæina. Hægt og jafnt þokast bíllinn sneiðingana upp Þorskaf jarðar- heiðina. Það hafði verið sólskin í Reykjavík og Arnarhóll grænn, en hér vorum við skyndilega komnir langt aftur fyrir sumarmál. Og þar kom að ekki varð lengra haldið að sinni. Vegurinn hafði verið ruddur með ýtum daginn áður, en það hafði skeflt í förin um nóttina. Júlíus seilist eftir skóflu og mokar af kappi. Tveir Vestfirðingar fara honum til aðstoðar; var sérstaklega ánægjulegt að sjá handatil- tektir annars þeirra. En tveir menn um tvítugt sátu sam- vizkusamlega inni í bíl yfir alla skaflana. Eftir tveggja stunda mokstur er síðasti skaflinn að baki og þá sígur á seinni hlutann niður að Djúpi. Loks nemur Júlíus staS- ar á leiðarenda. Börnin sem hann flutti út í vorið og gól- skinið í dag er sjálfsagt farið að dreyma vært, en hendur mannsins er ók þeim hafa vafa- laust verið þreyttar orðnar er hann lagðist til hvíldar það kvöld. J. B. ~1B T. S. Eliot Hjarta Elíots bilar Nóbelsverðlaunaskáldið T. S. Eliot, sem er bandarískrar ætt- ar en b'rezkur ríkisborgari, var fluttur í land á sjúkrabörum þegar Atlanzhafsfarið Queen Mary kom til Southampton í síðustu viltu.. Eliot fékk hjarta- áfall þegar skipið var skammt komið frá New York. Læknar sem stunda Eliot í London segja að hann sé á batavegi. Eliot er 67 ára gamali.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.