Nýi tíminn


Nýi tíminn - 21.06.1956, Blaðsíða 6

Nýi tíminn - 21.06.1956, Blaðsíða 6
®X ;NÝI TÍMINN Fimmtudagur 21. júní 1956 Í t!Z-----------------------------------------■> ! Nf I TÍMINN Útgefandi: Sósíalistaflokkurinn. Ritstjóri og ábyrgöarmaður: Ásmundur Sigurðsson. — Áskriftargjald kr. 50 á ári. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Heilbrigt stjórnarfar Allir óspilltir menn á ís- landi, hverjum flokki sem þeir hafa fylgt til þessa, óska eftir breyttri stjórnmála- fitefnu. En engum dettur í hug, að stjórnarflokkarnir, íinnstu klíkur þeirra, vilji né jiafi manndóm' til að taka upp »ýja þjóðmálastefnu. Og hver jætur sér til hugar koma, að embættismennirnir í hægri armi Alþýðuflokksins taki app baráttuna fyrir fjöldann, .aiennirnir, sem kölluðu verk- föll og kauphækkun til þeirra fátækustu glæp? Enginn maður á öllu landinu trúir því, að þessar flokkaklíkur breyti um stjórn- arháttu, komist þær til valda. ’Allir vita, að þá hækka skatt- ar enn, sparifé fátæks al- .mennings verður á ný fellt í verði og kaupbinding verður jögfest. Spillingarkerfið, sem Framsókn og íhald skipulagði, yrði aukið, landhelgisréttindi íslendinga látin í skiptum fyr- 'r Thórsaragróða í Bretlandi. A ðeins með miklum sigri Al- J *■ þýðubandalagsins — hags- inuna- og lífsbjargarsamtök- um alls vinnandi fólks á ís- landi — er breytt stjórnarfar mögulegt, þar sem sligandi byrðum yrði létt af almenn- ingi, en auðstéttirnar látnar inna af höndum augljósustu skyldur við þjóðfélagið. Samstaða ykkar, vinnandi fólk, í næstu kosningum er eina sigurleiðin. Skynsemi ykkar segir ykkur það. Sam- jizka ykkar segir ykkur það. Hagsmunir ykkar eru undir ,oví komnir. Þjóðarheill veltur á nfstöðu ykkar. Kjörseðillinn er ykkar vopn. Alþýðubanda- agið er ykkar varnarsveit og sigurtákn. ÍJíússagrýlan, Stalínsópin, sem allir andstæðingar Ai- þýðubandalagsins syngja nú í kór, þegar öll málefnarök eru þrotin, eru að verða áhrifa- íaus. Þjóðvarnarmenn hafa. am skeið tekið forsönginn í þessum kór. Bjarni Ben. er orðinn eins og hás og rámur bassi. 0” stjórnin á íslandi verður aldrei hulin með slíku. En vilji íhöldin og þeirra tagl- hný/ingar bjóða upp á áfram- haldandi umræður um óhæfu- verk erlendra manna, skai þeim gjarnan mætt með ofur- lítilli upprifjun á glæpum t.d. franska hersins í Alsír, ill- virkjum brezku nýlendukúg- aranna á Kýpur, á Malakka- skaga, í Guyana og víðar. Þar kemur fram lýðræði auð- valdsríkjanna í réttri mynd, Eða langar íhöldin og emb- ættismannaklíkuna í nánari lýsingu á amerísku lýðræði heima fyrir, réttarmorðin, ðvertingjaaftökurnar, mútu- starfsemina, svo fátt eitt sé nefnt. Eða vilja íhöldin ná- kvæma lýsingu á stærsta glæp mannkynssögunnar, þegar Bandaríkjaforseti lét kasta atómsprengjum á Hírosima og Nagasaki og myrti hundruð þúsunda saklauss fólks, mest konur, börn og gamalmenni, en olli öðrum lífstíðar örkuml- unum og þjáningum. Svona er þeirra lýðræði í framkvæmd, þegar hagsmunir bjóða. Sér- hver óspilltur íslendingur for- dæmir þessar tegundir ill- virkja og hverjar aðrar. 17n kosningarnar 24. júní snúast ekki um þessi mál. Þær snúast um óstjórn og óhæfuverk íslenzkra manna, íslenzkra stjórnarvalda. Þær snúast um það hvort allt 4 hér að mara í’ sama kafi og áður, hvort núverandi stjórn- arvöld eiga að lifa við völd áfram eða hvort þér, kjósandi, finnst nú loks nóg komið. Þær snúast um það, hvort vinnandi fólk á íslandi á að standa áfram undir afætu- stéttum þjóðfélagsins, eða hvort hið starfandi fólk, sem framleiðir öll verðmæti, and- leg og efnisleg, á sjó og landi, vill mynda sína varnar- sveit, sína þingsveit, sem berst fyrir hagsæld fjöidahs — alþýðunnar á íslandi. íhaldið hrætt IT'réttir hvaðanæfa að af land- * inu bera það með sér að í- haldið eigi nú mjög í vök að verjast vegna stefnu sinnar, bæði í efnahagsmálum og sjálf- stæðismálum þjóðarinnar. Eru fundir flokksins mjög illa sótt- ir, einatt fámennari en fundir allra annarra flokka, og eru það tíðindi um þann flokk sem verið hefur stærstur á íslandi. { í£J:.-xm . 'Cd' v ■■ -—• I7n þótt íhaldinu takist illa að ia«ía að sér fólk eru auraráðin næg, og birtist það m. a. í því að þessa dagana er verið að peðra skrautprentuð- um bæklingum yfir þjóðina. Þessi pappírsm.okstur sýnir einnig að íhaldinu er órótt innanbrjósts. Sjálfstæðisflokk- urinn veit að í hverju einasta verkfalli hafa kjósendur hans úr alþýðustétt staðið við hlið annarra verkfallsmanna og barizt fyrir rétti sínum. Þess- ir Sjálfstæðismenn skilja ’að nú er um hið sama að tefla, að kosningarnar í sumar eru kjarabarátta, að úrslit þeirra skera úr um það hvort sá ár- angur næst á þingi sem ann- ars yrði að knýja fram með hörðu verkfalli. Og þeir munu kjósa í samræmi við það: ekki mennina sem alltaf hafa barizt gegn iaunþegum í öllum verk- föllum, heldur samtök þau sem verkalýðshreyfingin hefur hvatt tjl, Alþýðubandalagið. Hlutleysisstefnan á vaxandi gengi að íagna jKað er ekki lengur um að A villast, að hlutleysisstefn- an sækir hvarvetna á. Tító, forseta hinnar hlutlausu Júgó- slavíu, er tekið með kostum og kynjum í Sovétríkjunum. Su- karno, forseti hinnar hlut- lausu Indónesíu, er nýbúinn að Eisenliower Dulles fara þvílíka sigurför um Bandaríkin þver og endilöng að slíks eru engin dæmi um erlendan þjóðhöfðingja sem þar hefur borið að garði.. Og þegar sumri byrjar að halla er von á Nehru hinum indverska, sjálfum frumkvöðli hlutleysis- stefnunnar, til Washington í boði Eisenhowers forseta. Um svipað leyti fer Nasser, leiðtogi þess yfirgnæfandi meirihluta arabaríkjanna sem aðhyll- ist hiutleysisstefnu, í opinbera heimsókn til Belgrad, Moskva, Peking. og jafnvel víðar. Fyrir fáum árum héldu háværar raddir þvi fram að hlutleysi væri með öllu úrelt og hvert það ríki fyrirlitið er gerði það að grundvelli utanríkisstefnu sinnar að forðast þátttöku í hernaðarbandalögum. Nú er svo komið að engum fær lengur dulizt að eindregin hlutleysis- stefna er beinasta leiðin fyrir hin máttarminni ríki til að afla sér virðingar stórveldanna. V/"msir þeir sem til skamms tíma töldu hlutleysissinna óalandi og óferjandi eiga erfitt með að átta sig á þessum Nasser Tító breyttu viðhorfum. Sannaðist það áþreifanlega í fyrri viku, þegar fréttamenn í Washington reyndu að rekja garnirnar úr Dulles utanríkisráðherra og yf- irheyra hann um ólík ummæli hans og Eisenhowers um hlut- leysi. Ráðherrann er vanur að hafa munninn fyrir neðan nef- ið, en í þetta skipti varð hann klumsa. Svo er mál með vexti, að Eisenhower hóf fund sinn með blaðamönnum á mið- vikudaginn sjötta júni með að flytja yfir þeim tölu, þar sem hann hafði þetta að segja um hlutleysi: „Nú segjast ýms- ar þjóðir vera hlutlausar. Það þarf ekki að þýða, þótt það sé oft túlkað þannig, hlut- leysi gagnvart réttu og röngu, sóma og ósóma. Þær nota orð- ið „hlutleysi“ um aðild að her.naðarbandalögum Og ég vil gjarnan taka fram að ég fæ ekki séð að það hljóti alltaf að vera ríki eins og okkar í ó- hag. Ef þjóð er í raun og sann- leika hlutlaus og hún verður fyrir árás einhvers — og ekki munum við ráðast á þær — verður almenningsálitið í heiminum ókvæða við. En hafi þjóð gert það heyrinkunnugt að hún sé í hernaðarbandalagi við stórveldi, komi eitthvað fyrir hana, árekstrar á landa- mærunum, þá mun fólk segja: „Þetta er þeim jafngott. Þeir geta sjálfum sér um kennt“. Svo mörg voru þau orð Eisen- howers. í ræðu sem Dulles hélt næsta laugardag kvað við annan tón. Hann fordæmdi hlutleysisstefnuna og sagði undirrót hennar vera skamm- sýni og skort á siðferðisþreki nema í einstöku undántékning- t---------------------- Irlend líðmdi l________________________ um. Þegar blaðamennirnir kröfðu hann sagna á þriðjudag og báðu hann að nefna dæmi um réttlætanlegt hlutleysi vafðist honum tunga um tönn. Hann vildi ekkert segja um hlutleysisstefnu Indlands og Indónesíu og aftók að ræða, hvernig hægt væri að sam- ræma sjónarmið hans og Ei- senhowers, en áður hafði hann lýst yfir að þeim bæri ekkert á milli um afstöðuna til hlut- lausra ríkja. 'Ileikindi Eisenhowers valda " því að töluverð bið getur orðið á að stefna Bandaríkja- stjórnar í þessu máli verði skýrgreind til hlítar. Ummæli Eisenhowers bera þó með sér, að honum er ljóst að andstað- an gegn hlutleysisstefnu og fordæmingin á hlutlausum rík- isstjórnum er orðin utanríkis- stefnu Bandaxfíkjanna fjötur um fót. Dulles er eins og oft áður fastheldnari á gömul sjónarmið, Hingað til hefur hann fylgt þeirri reglu, að sá sem "ekki fylgi Bandaríkjunum að málurn á alþjóðavettvangi sé á móti þeim. Sú stefna bar nokkurn árangur meðan styrj- aldaróttinn lá yfir þjóðunum eins og mara, en nú linnir þeirri aðsókn óðfluga. „And- inn frá Genf“, sem svo oft er nefndur, er fólginn í því að æðstu menn Sovétríkjanna og Bandaríkjanna hafa lýst þvi yfir hvorir fyrir öðrum að eins og nú er komið vopnabúnaði stórveldanna er útilokað að þau grípi til vopna að yfir- lögðu ráði til að koma vilja sínum fram. Komizt hefur ver- ið svo að orði að árangur fund- arins í Genf í fyrra hafi verið gagnkvæmur samningur stór- veldanna um að forðast sjálfs- morð. Búlganín og Eisenhower hafa lýst yfir hvað eftir annað undanfarið, að þeir telji styrj- öld útilokaða. Stevenson Kennan IT'nginn tekur alvarlega þann “ málflutning herbandalaga- smiðanna að handaverk þeirra hafi skotið hugsanlegum and- stæðingum slíkum skelk í bringu að þeir þori sig ekki lengur að hræra. Allir sem kynna sér málið vita að það sem gerzt hefur er að vetnis- sprengjan hefur komið hers- höfðingjum og stjórnmála- mönnum stórveldannp i skiln- ing' um það sem aðrir ’ höfðu fyrir löngu gert sér ljóst, að nútíma styrjöld er rakið brjál- æði. Hin nýju viðhorf hafa dregið mátt út hernaðarbanda- lögunum en gefið hlutleysis- stefnunni byr undir báða vængi. Síðan ráðstefnu æðstu manna fjórveldanna í Genf lauk hefur hlutleysisstefnan unnið hvern sigurinn af öðr- um. Austurríkismenn hafa ein- róma ákveðið að taka upp lítt varið hlutleysi í rniðri Evrópu og reiða sig á ábyrgð stórveld- anna. Af arabaríkjunum sjö þekktist aðeins eitt, Irak, boð Vesturveldanna um þátttöku í Bagdadbandalaginu, hfhtleysis- stefna Nassers hins egypzka Nehru Sokarno varð hlutskarpari en herbanda- lagsstefna Nuris hins irakska þegar togazt var á um sál Jór- dans á síðastliðnum vetri. Súd- an er nýbúið að fá sjálfstæði og hefur skipað sér í flokk hlutlausu ríkjanna. í þingkosn- ingurn á Ceylon í vor urðu úr- slit þau að flokkar sem að- hyllast hlutleysisstefnu unnu mikinn sigur og stjórn þeirra hefur ákveðið að vísa Bi-etum á brott úr herstöðvum á eynní. k fstaðan til hlutlausu rikj- T*- anna setur svip á deilum- ur um utanríkismál í kosninga- baráttunni i Bandaríkjunum. Ljóst er orðið að SteVenson, Framhald á 11. síðu.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.