Nýi tíminn


Nýi tíminn - 21.06.1956, Page 7

Nýi tíminn - 21.06.1956, Page 7
- Fimmtudagur 20, júm 1956 — NÝI TlMINN — (7 Ásgeir Blöndal Magnússon: Sjálístæðisflokkurinn og hernámsmálin F'iestum íslendingum er nú að verða ljóst, að það var póli- tísk kórvilla, er útlendum víga- mönnunv var leyft að búa um sig á íslenzkri grund. Her- nárnið er orðið eitt hið versta átumein í íslenzku þjóðlífi. Enginn trúir lengur á þá árás- arhættu, sem notuð var sem átylla fyrir samþykkt þess. Jafhíramt skilst mönnum æ betur, að landi og þjóð er eng- in vörn í setuliðinu svonefnda, enda nógsamlega yfirlýst af hálfu hinnar bandarísku herra- þjóðar, að íslandi sé ætlað það hlutverk eitt að vera árás- ar- og varðstöð í hinum yzta hring, ef til styrjaldar komi; og sjá allir hvílík vernd ís- lenzku lífi og verðmætum mætti * að því verða. Þeim fjölgar líka óðum, sem skiist að utanríkisstefna okkar hin síðari ár hefur verið á villigötum og með fráhvarfi okkar frá fornhelgri hlutleys- isstefnu og þátttöku í Atlants- haísbandalaginu glötuðum við mikilsverðu tækifæri til að reka sjálfstæða utanríkispóli- tík í samræmi við hag og heið- ur landsins. fsland átti þess kost að vera boðberi friðsam- legra samskipta þjóða í milli — óháð jafn austri sem vestri — og hefði getað fært sér þessa aðstöðu í nyt. En skammsýnir valdhafar vildu það ekki. Sósíalistaflokkurinn hefur barizt gegn þessari óheilla- þróun frá upphafi, og nú hefur ólygin reynsla og stað- hafnir rennt slíkum stoðum undir málflutning hans, að brostið hefur flótti í iið her- námspostulanna. Allur þorri fclirs hcfur gerzt æ andvígari hernáminu — og Framsóknar- og Alþýðuflokkurinn, eða hræðslubandalagið svonefnda, hafa neyðzt til að beita sér fyrir Alþingissamþykkt um endurskoðun hernámssamn- ingsins og brottför hersins. Samþykktin er að vísu loð- muíluleg og gerð með semingi, en þó órækt vitni um hvert steínir. Utanríkismálaráðherra Framsóknar hefur verið rek- inr. til þess eftir margar og langar særingar að tilkynna Barjdaríkjastjórn opinberlega þessa ákvörðun Alþingis. Nú er sem sé svo komið, að það er aðeins einn opinber lier- námsflokkur á íslandi, flokk- urinn sem kennir sig við sjálf- stæði landsins. Afstaða Sjálfstæðis- flokksins til her- námsins Röksemdir þær gegn upp- sögn hernámssamningsins, sem birzt hafa í málgögnum Sjálf- stæðisflokksins eru einkum þessar: Það er ekki á valdi fs- lendinga að ákveða, hvenær hernáminu skuli lokið. Þeir eiga ekki að meta, nær ,,árás- arhættan“ sé liðin hjá. Það verði aðeins gert af þeim að- iltim, er að hernáminu standa — þ. á m. þeim, sem farið hafa fram á 99 ára hersetu á landi hér. Með slíkum mál- flutningi er í raun barizt fyrir ævarandi hemámi landsins; og er það því andhælislegra, sem hernámssamningurinn sjálfur gefur ekkert tilefni til slíkrar aístöðu. En þetta viðhorf er hins vegar í fullu samræmi við afstöðu Sjálfstæðisflokks- ins — og reyndar stjórnar- flokkanna beggja — í ýrnsum öðrum utanríkismálum, þ. á m. landhelgismálinu, Þar má heldur ekkert aðhafast, fyrr en Sameinuðu- þjóðirnar, Evrópu- ráðið og aðrar erlendar stofn- anir hafa sagt álit sitt. Með slíkri afstöðu eru frumréttindi þjóðarinnar, umráðin yfir eig- in landi, seld undir dómsvald framandi aðila; og er slíkt fáheyrt í sjálfstæðisbaráttu þjóða. Framámönnum Sjálfstæðis- flokksins mun og skiljast, að opinber afstaða af þessu tagi sé ekki sigurstrangleg; og síð- ustu dagana hafa þeir ieitazt við að láta í það skína, að þeir væru ekki með öllu frá- hvcrfir uppsögn hernámssamn- inganna í sjálfu sér, heldur aðeins aðferðinni. Það vanti sem sé nauðsynlegar undirbún- ingsathuganir og 'rbnn.sóknir varðandi framtíciarskipun varnarmálanna, áður en slík uppsögn geti farið fram. Hafa orðaskipti ráðherra íhalds og Framsóknar um þetta atriði vakið hlátur og meðaumkun hjá öllum almenningi. En Sjálfstæðisflokkurinn treystir lítt á þennan opinbera málflutning sér til framdrátt- ar, og því er það að gripið er til annarskonar áróðurs í leyn- um — og hefur hann þó reynd- ar líka skotið upp kollinum í málgögnum flokksins. Inntak- ið í þessari hvíslherferð er þetta: Við getum ekki komizt af án hernámsins, íslendingar geta ekki lifað mannsæmandi lífi nema á styrjaldartímum eða með því að leigja land sitt undir hersetu. Brottför hernámsliðsins mundi ríða okkur að fullu fjárhagslega. Og til að leggja áherzlu á þann voða, sem sé fyrir dyr- um, eru hernámsyfirvöldin lát- in tilkynna, að öllum frekari framkvæmdum verði hætt um óákveðinn tíma. Viðhorf þetta lýsir slíkri vantrú á land og þjóð að furðu sætir og felur reyndar í sér fullkomna neitun á möguleik- um þjóðarinnar til sjálfstæðis. Það kom stundum fyrir í sjálf- stæðisbaráttunni við Dani, að einstakir íslendingar töldu, að þjóðin hefði ekkert með sjálf- stæði og fullveldi að gera, hún væri ekki fær um að stjórna sér sjálf. Þessi skoð- un þótti jafnan lítilmannleg og rangsnúin, en þó höfðu for- mælendur hennar sér það til afsökunar, að þjóðin var þá örsnauð og reynsluvana og bjó við frumstæða lífshætti. Nú hefur hún hins vegar auðgazt stórum, komið á nútíma-at- vinnuháttum — og sýnt í verki, að hún er þess umkom- in að ráða sjálf málum sín- um. En samt eru enn til menn, jafnvel heilir stjórn- málaflokkar, er telja, að ekki verði lifpð hér við sæmileg kjör, nema með því að leigja landið undir Víghreiður er- „30 meiui, sem ynnu á ) Keflavikurfiugvelii fyr- ) ir ca. 70.000 kr. árskaup \ hver, myndu afla gjald- S eyristekna, sem næmu < samtals rúmum 2 millj < kr., en ef. þessir sömu J 30 menn stunduðu veið- ) ar á íslenzkum togara, ) myndi fullunnið árlegt J aflamagn þeirra nema 1 rúmum 11 milljónum 1 króna í gjaldeyrisverð- \ mæti, miðað við meðal- N afla“. < lendra stríðsmanna — og vilja þá heldur taka þann kostinn heldur en að draga úr eyðsl- unni og halda sæmdinni. Er fjárhagslegur gróði að hernáminu? En hvernig er þessu farið? Er það rétt, að hernámið styrki þjóðarhag og færi okkur fjár- Því fer fjarri. Hér skal ekki rætt um þá hernaðarlegu hættu, sem landinu slafar af dvöl erlends árásarliðs, eða þau margvislegu spillingaráhrif, er kvíslast út frá dvalarstöðvum þess — né heldur um hvort réttmætt sé að bjóða heim slíkum voða fyrir nokkra þóknun í erlendum gjaldeyri. Hér skal aðeins vikið að fjár- hagshliðinni. Telja má, að yfir tvö þúsund íslendingar hafi unnið að jafn- aði á vegum varnarliðsins síð- ustu tvö til þrjú árin. Þessir menn eru að sjálfsögðu teknir frá innlendum framleiðslu- greinum, þ. á m. aðalútflutn- ingsframleiðslu landsmanna. Gjaldeyristekjur af dvöl varn- arliðsins hér munu hafa num- ið rúmum 200 rnillj. króna árlega. 30 menn, sem ynnu á Kefla- víkurflugvelli, fyrir ca. 70 þúsund króna árskaup hver, myndu afla gjaldeyristekna, sem næmu samtals rúmum 2 millj. kr., en ef þessir sömu 30 menn stunduðu veiðar á íslenzkum togara, myndi full- unnið árlegt aflamagn þeirra nema rúmum 11 milljónum króna í gjaldeyrisverðmæti, miðað við meðalafla. 20 ís- lenzkir togarar afla jafnmik- ils erlends gjaldeyris árlega og aliar tramkvæmdir í sambandi við setuliðið. Ef vinnuafl það, sem nú starfar í þiónustu her- námsliðsins við ófrjó og þjóð- hættuleg störf, væri hagnýtt vel í þágu íslenzkrar fram- leiðslu, gæti það því skilað gjaldeyristekjum á borð við herstöðina í Keflavík. fslenzk- ir valdhafar hafa hinsvegar afrækt atvinnuvegi landsins, og þá fyrst og fremst sjávar- útveginn. Enginn nýr togari hefur verið keyptur til lands- ins síðastliðin átta ár, og hafa þó þeir, sem fyrir eru, gengið úr sér og tveir af þeim farizt. Hefur þetta með öðru orðið til að hrekja menn frá arni og ætthögum í atvinnuleit suður á Reykjanes. Rétt er líka að geta um það í þessu sambandi að Kefla- víkurflugvöllur myndi skila á- fram allmiklum tekjum í er- lendum gjaldeyri, enda þótt herinn færi af landi brott. Stjórnarflokkarnir, og eink- anlega íhaldið, misnota nú útvarpið á herfilegri hátt en nokkru sinni fyrr. í síðustu viku var frá því sagt í út- varpinu að Páll Bergþórsson fengi ekld að flytja erindi sitt um veðurfræði, vegna þess að hann væri frambjóð- andi Alþýðubandalagsins í Mýrasýslu! En á sunnudag flutti út\rarpið án þess að biðjast afsökuuar ræður í- Herstöðvavinnan hefur leitt til manneklu í íslenzkum atvinnu- vegum, bæði sjávarútvegi og landbúnaði og reyndar viðar, og hefur orðið að fá útlendinga til að vinna að þessum störf- um. Um 1200 erlendir menn hafa stundað hér vinnu ár- lega, þar af unnu um 800 Færeyingar hér við fiskveiðar á síðustu vertíð — og greiðsl- an til þeirra í erlendum gjald- eyri eða jafngildi hans ■ némur áreiðanlega meira en 10' millj. kr. árlega. Hér við bsetist, að hernámsvinnan hefur haft það í för með sér, að allt jafnvægi í byggð landsins hefur' rask- azt, einstakar sveitir hafa svo til eyðzt að fólki, Hús og mannvirki hafa verið yfirgefin, hrörnað og orðið verðlítil eða verðlaus. Fólk úr kaupstöðum vestan-, norðan- og austanlands hefur flæmzt suður á Reykja- nes og eignir þess og verð- mæti heitna fyrir fallið í \rerði eða jafnvel reynzt óseljanleg. I kjölfar herstöðvavinnunnar hefur líka siglt hverskonar fjármálaspilling, okur og verð- bólga. Hitt er þó kannski enn alvarlegra, að hún á drýgstan þátt í því, að sífellt veitir erfiðara að fá íslenzka sjómenn á fiskiskip landsmanna og ala þannig upp nýja sjósóknara til að taka við af þeim eldri. Eg hef drepið hér á fáein at- riði í sambandi við fjárhags- gróðann af herstöðvavinnunni, frekar til að vekja menn til umhugsunar um þessi mál en til að rekja þau nákvæmlega. Þó ætla ég að fiestum verði fljótlega ljóst, að herstöðin í Keflavík er þjóðinni lítt tif hagræðis, og það eins þótt lit- til sé á fjárhagshliðina ein- göugu. — x — Það er vitað mál, að innan Sjálfstæðisflokksins og fylgj- enda hans eru margir, sem eru andsnúnir hernáminu, og' fer þeim ' mönnum fjölgandi. Hvernig kunna þeir því, að sá flokkur, sem þeir. hafa fylgt, skuli nú vera hinn eini opin- beri hemámsflokkur á íslandi? Það er ekki sjónarmið þeirra, sem þar ræður, heldur við- horf nokkurra gróðamanna og hermangara, sem raka saman fé á viðskiptum við hernáms- liðið. Það er sjónarmið nokk- urra heildsala, sem telja inn- flutning sinn í hættu, ef her- námstekjurnar þverra, sjónar- mið nokkurra skuggavalda, sem telja hérvist erlends hers tryggingu gegn íslenzkri al- þýðu. Siálfstæðisflokkurinn hefur gripið til þess úrræðis Framhald á 2. síðu lialdsfrainbjóðendanna Ölafs Thors og Gunnars Thorodd- sens. Eeyndist þó ræða Ólafs bæði illa saminn og óþokka- legur áróður, þar sem þessi leiðtogi Thorsaranna réðst á samtök launþega fyrir kröfu- hörku og ábyrgðarleysi!! Voru áheyrendur mjög hneykslaðir á framkomu ráð- herrans á þjóðhátíðardegi ís- lendinga. Framhald á 11. siðu slegan ágóða, sem við ann-<4> yrðum að fara 'á mis við?

x

Nýi tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.