Nýi tíminn


Nýi tíminn - 21.06.1956, Síða 9

Nýi tíminn - 21.06.1956, Síða 9
í Orðsendingar Orðsendingar. Halldóra Þórdís. Svör- in þín voru rétt. Það hef- ur dregizt heldur lengi; að senda þér orð um það. Við reynum að verða við ósk þinni. Þorbjörg Sveinbjörns- dóttir (9 ára) Miðfirði. Ráðningin þín á þraut- inni kom í tæka tíð og var hárrétt. Kortasamkeppninni er lokið. Tekin verða til greina þau kort, sem hafa verið komin í póst 17 júní. Guðrún Friðbjörnsdótt- Ir, 12 ára, Reykjavík, skrifar blaðinu okkar og' segir m. a.: — „Mig lang- ar til að komast í bréfa- samband við stúlku í Danmörku eða Noregi, og ætla að biðja þig að vera mér hjálplega í því.“ — Já, þessi orð- sending hefði með réttu lagi átt að fara í póst- hólfið okkar, en það myndi naumast ná til- gangi. Okkur datt því í h.ug að ræða um þetta við Ingu í Lyngási, hún skrifast nefinilega á við 4 danska krakka. Frá því var skýrt í síðasta blaði. Hvað segir þú um það, Inga, að koma Guð- rúnu Friðbjörnsdóttur í samband við danska stúlku, sem þú hefur kynnzt bréflega? Guðrún á heima á Nesvegi 10, Reykjavík. Er. vitanlega þyrfti Óskastundin að vita, hvort þú sinnir þessu, Inga í Lyngási. Steindór Björnsson frá i Gröf. skrautritari í j Reykjavík, hefur skrifað j ritstjóra Óskastundarinn- ; ar ágætt bréf um birt- ingu sönglaga í blaðinu okkar. Er hann með góð- ar tillögur, sem ættu að koma okkur að notum. En Steindór var þotinn norður á Akureyri um það bil sem þetta blað var að fara í prentun, svo að við gátum ekki náð tali af honum. Vænt- anlega verðum við búin Pósthólfið Ég óska eftir að kom- ast í bréfasamband við stráka eða stelpur á aldr- inum 13—15 ára. Sólrún B. Jóliannesdóttir Háteigsvegi 23. Reykjavík Óska eftir að komast í fcréfasamband við stráka eða stelpur á aldrinum 13—15 ára. Marsý D. Jónsdóttir, Múla, Hvammstanga. V.-Hún. Mig langar til þess að komast í bréfasamband við pilt eða stúlku á aldrinum 12—14 ára, helzt á suðurströndinni, mynd fylgi. Eiríkur H. Sigurðsson, Fjarðarstræti 17. Póst- hólf 152. ísafirði. Mig langar til að kom- ast í bréfasamband við pilta eða stúlkur á aldr- inum 11—12 ára. Jólianna M. Sigurðard. Svartagili, Þingvallasveit Árnessýslu. að ná sambandi við hann fyrir útkomu næsta : blaðs. Gnðrún Guðbergs, Þökk fyrir bréfið og teikningarnar, sem eru sérlega vel og vandvirkn- islega gerðar. Þetta kem- ur til tals bráðum. Þú mátt vonast eftir bréfi í pósti innan fárra daga. Tvö vögguljóð Þið kunnið sennilega lögin við þessar vöggu- vísur, sem oft eru sungn- ar í útvarpið. Ljóðið er eftir B. Þ. Gröndal. Lagið eftir Sig- urð Þórðarson. Sofðu, sofðu litla bamið blíða, bjartir englar vaki þér við hlið. móðurhöndin milda, milda, þýða mjúkt þér vaggar imi í himinfrið. 2. Ljóðið eftir G. Geir- dal við lag eftir Mozart. Sonur minn, sofðu í ró. Söngfuglar blunda í mó. Vorkvöldið hreimþýðum hljóm hjalar við dreymandi blóm. Kvöldbjannans liimneska hönd heillar í drauinfögur lönd. Sveíninn þér sígur á brá, sofðu, ég vaki þér lijá. Málshættir Vex vilji þá vel gengur. Það sjá augun sízt sem nefinu er næst. Yið síyttu Héðins Við birtum að þessu sinni mynd af styttu Héðins Valdimarssonar, en hún stendur við barnagarð hjá Verka- mann^iústöðunum í Vesturbæ Reykjavíkur. Eins og þið sjáið, stend- ur lítil stúlka við fót- stallinn. Hún er ekki há í loftinu, enda segir ljós- mjmdarinn, Ingólfur Guðjónsson, að hún sé að æfa sig að þekkja stafina og teygir sig upp að leturlínunni, en þar stendur stórum stöfum skráð: Héðinn Valdi- marsson. Stytta Héðins sýnir þrekinn mann, sem horf- ir fram, og virðist sem hann standi áveðurs og vindgustur lyfti kiæðum hans. Þannig finnst lista- manninum, Sigurjóni Ól- afssyni myndhöggvara, fara bezt að sýna Héð- in. Héðinn Valdimarsson var umsvifamikill maður i íslenzku þjóðlífi, skap- ríkur maður og atorku- samur og gáfaður hug- sjónamaður. Á unga aldri gerðist hann mál- svari þeirra stétta í þjóðfélaginu, sem áttu við erfiðust kjör að búa, og stóð síðan í fremstu röð sem baráttumaður fyrir bættum kjörum vinnandi fólks. Má með sanni segja að oft hafi staðið gustur um þann svipmikla mann í barátt- unni, hvort sem var á hafnarbakkanum, á al- mennum mannfundum eða í sölum Alþingis. Héðinn fæddist árið 1892. Hann var sonur Valdimars Ásmundsson- ar ritstjóra og Bríetar Bjarnhéðinsdóttur. Voru þau hjón bæði þjóðkunn. Briet gaf út fyrsta kvennablað á fslandi og stjórnaði því lengi og stóð alla daga fremst í baráttu fyrir réttinda- málurn kvenna. Héðinn tók stúdentspróf í Rvík 1 og síðan hagfræðipróf í K.höfn. Hann stofn- aði Olíuverzlun íslands og var forstjóri hennar til dauðadags. Hann var formaður Verkamannafé- | lagsins Dagsbrúnar í Reykjavík í 13 ár. Þá var hann alþingismaður Reykvíkinga frá 1926— 1942. Mörgum málum beitti hann sér fyrir, sem miðuðu að bættum hag alþýðunnar. Má í þessu sambandi minnast á lög um verkamannabústaði. Að mestu fyrir hans at- beina voru fyrstu verka- Framhald á 3. síðu. Lýðveldið Íslítnd Tólf ár eru liðin frá stofnun lýðveldis á fs- landi. Það var stofnað 17. júní 1944. Minnizt þess 17. júní að sífellt þarf að standa á verði um málstað íslands. --------------—--------------------- Fimmtudagur 20. júní 1956 — NÝI TÍMINN — (9 Vinstri Framséknarmenn í bæjunum fylfja nú Alþýðubandalaginu Ekki verður vikið af leið hækkaðra tolla, óbeimia skatta og milliliðagróða nema Alþýðubandalagið verði sterkt Hæi! við Baldur Svanlaugsson, einn af forustumönnum Bílsijórafélags Akureyrar Hvað gerist ef umbóta- gríman fellur af Hræðslubandalaginu ? Vinnandi fólk til sjávar og sveita, sem þjakað hefur ver- ið af Eysteinstollum og Ólafs- sköttum, yfirgefur það. Enn reyna Hræðslubandalagsflokk- arnir að hylja sig balcvið sýnd- arbaráttu gegn fhaldinu. Og máske væri ekki rétt að segja að gríman sé fallin af þeim, hitt er staðreynd að sívax- andi fjöldi fólks sér í gegn um hana, gerir sér ljóst að við stjórn landsins undanfar- in ár hefur ekki gengið hníf- 1 nrinn á milli foringja Fram- sóknar (sem nú þykist allt i einu vera orðinn róttækur flokkur!) og íhaldsins, er Framsókn þykist nú vera á móti. Báðir voru þessir flokk- ar hjartanlega sammála um þær 240 millj. kr. álögur sem ‘Alþingi samþykkti rétt áður en því var slitið, álögurnar sem nú birtast almenningi daglega í hækkuðu vöruverði, — með kærri kveðju frá þeim Gregorybræðrum, Eysteini og Ölafi Thórs. • Égf hef aldrei fyigt Sóslalisfaflokknum Við erum stödd á Akureyri og hittum þar Baldur Svan- laugsson bifreiðasmið. Hann var um langt skeið einn af forustumönnum Bílstjórafé- lags Akureyrar. Ekki spurði ég hann hvaða flokki hann hefði fylgt að málum undan- farin ár (máske gætu Fram- sóknarmenn gefið einhverjar upplýsingar um það), en nú er hann einn af forustumönn- um Alþýðubandalagsins á Ak- ureyri, og eitt af því fyrsta sem hann sagði við mig var: — Ég hef aldrei fylgt Sós- ialistaflokknum að málum, en það er mín skoðun að sam- eina eigi vinstri öflin og vinstri flokkana um þau mál sem alþýðan þarf að berjast fyrir og verður að fram- kvæma í náinni framtíð, — slík sameining er Alþýðu- bandalagið. • Kosningar eru hags- nmnabarátta þar sem kjörin eru ráðin — Það sem mér hefur fund- izt einna mest á skorta und- anfarið, heldur Baldur áfram, er að fólkið geri sér nógu al- mennt ljóst að í kosningum er > erið að berjast um liagsmuna- mál jiess, og að stjórnmál eru livorki trúarbrögð, skrípa- leikur né fólkinu óviðkom- andi, heldur bláköld alvara, þar sem örlög fólksins og kjör þess eru ráðin, að stjórn- mál eru bein hagsmunabar- Baldur Svanlaugsson. átta, kjarabarátta, þar sem fólkið ákvarðar kjör sín um leið og það greiðir atkvæði. • Fáir kysu Framsókn ef — — Ég er hræddur um, held- ur Baldur áfram, að fáirkysu Framsókn nú ef menn gerðu sér almennt fyllilega ljóst hve mikið er tekið af þeim óbeint, en enginn hefur verið eins iðinn við að leggja á ó- beina skatta og Eysteinn, eins og t. d. söluskattinn, er á var lagður sem tímabundin ráðstöfun í eitt skipti, í sér- stöku augnamiöi, en er nú orðinn fastur skattur.4' Það hefur vantað mikið á að menn gerðu sér grein fyrir hve mikið er á þá lagt óbeint, menn hafa einblínt á beinu skattana, en gleymt hinum. En þetta er að breytast, og þá jafnframt afstaða manna til flokkanna. • Sjá ekki út fyrir Iíringbrautiaa í Reykjavík — Sjóndeildarhringur for- ingja stjórnarflokkanna er furðu þröngur, þeir sjá ekki mikið út fyrir gömlu Hring- brautina í Reykjavík. Þannig kom Hermann Jónasson s fund hingað norður fyrir um tveim árum og vissi elcki að hér og víða á Norðurlandi var atvinnuleysi! - • Alþýðuflokkurirnn yfirbreiðsla -— Hér á Akureyri ætlar Framsókn að nota Alþýðu- flokkinn sem yfirbreiðslu yfir minnkandi fylgi. Það vantar ekki að Framsókn reyni a3 liæla sér af ýmsum málum, eins og rafvæðingunni, — sem við hefðum getað framkvæmt miklu betur, því á sama tíma og Framsókn hælir sér sýknt og lieilagt af rafvæðingu legg- ur hún nýja tolla og skatta á rafmagnstæki og efni sein fólkið þarf að kaupa til að rafmagnið komi að notum, og gerir því þannig erfitt eða illfært að nota rafmagnið. i © Láta 6—7 millj. renna í sjójnn — Rafmagnsverðinu, sem þeir, ákveða sjálfir, halda þeir svo dýru að það borgi sig að nota olíu. Á sama tíma og Framsókn hælir sér af raf- væðingu rær SÍS að því öllum árum að menn noti olíu, smbr. heilsíðuauglýsingarnar um hin ódýru nýendurbættu oliu- kyndingartæki frá Essó! Það sýnir þjóðhollustu þess- ara manna, að ár eftir ár láta þeir renna 6-7 millj. kr. af ó- notaðri orku Laxárvirkjunai^ Framhald á 11. síðu t

x

Nýi tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.