Nýi tíminn


Nýi tíminn - 21.06.1956, Blaðsíða 12

Nýi tíminn - 21.06.1956, Blaðsíða 12
NÝI TÍMINN Fimmtudagur 21. júní 1956 — 10. árgangur — 22. tölublað Stúdentarnir, sem brautskráðir voru frá Menntaskólanum í Reykjavík s.l. föstud. fyrir framan skólann. Frétt um skólaslitin á 3. síðu. (Ljósm. Sig. Guöm.) Menntaskólanum í Reykjavik slitið 15, jímí og brautskráir 95 stúdentar 289 nemendur stóBust árspróf i skólanum Menntaskólanum í Reykjavík var slitið 15. júní og lauk þá 110. starfsári skólans. Brautskráðir voru 95 stúdentar, 59 úr máladeild og 36 úr stæröfræðideild. Pálmi Hannesson rektor rakti við skólaslit störf skólans á iiðn- um vetri. Nemendur voru 420 í upphafi skólaárs, 148 stúlkur og 272 piltar. í þriðja bekk voru 117 nemendur, 188 í máladeild og 115 í stærðfræðideild. Bekkja- deildir voru 20 og kennarar 32, þar af 20 fastakennarar. 289 stóðust árspróf Undjr árspróf gengu 323 nem- endur, þar af 9 utan skóla. 306 nemendur luku prófi og stóðust 289, en 17 féllu, þar af 10 í 3. bekk. Við árspróf hlutu 2 á- gætiseinkunn, 98 fyrstu einkunn, 158 aðra einkunn og 31 þriðju einkunn. Hæstar einkunnir hlutu: Jónatan Þórmundsson 5. E. ág. 9.68, Gísii Þorsteinsson 5. B. 9.43, Gylfi ísaksson 4. X og Jakob Ármannsson 3. C., báðir I. 8.97. Þorsteinn Þorsteinsson ia's utanskóla 4. og 5. bekk máia- deiidar og fékk 8.54 í 4. bekk en 8,82 í 5. bekk. Hæstu einkunnir á stúdentsprófi Undir stúdentspróf gengu 96 nemendur, 93 skóianemendur og 3 utanskóla. 59 iuku prófi í máiadeild og hlaut einn þeirra ágætiseinkunn, 31 fyrstu eink- unn og 27 aðra einkunn. Hæstu einkunn i máladeild hlaut Guð- rún Erlendsdóttir ág. 9.25, næst- hæstu einkunn hlaut Ragnheið- ur Torfadóttir I. 8.94, þriðju hæstu Heimir Þorleifsson I 8.90 og fjórðu hæstu Kristín Gísla- dóttir I. 8.80. í stærðfræðideild luku 36 nemendur prófi; þrír hlutu á- gætiseinkunn, 19 I. einkunn, 12. II. einkunn og 2 þriðju einkunn. Hæstur í deildinni varð Ketill Ingólfsson ág. 9.38, næsthæsta einkunn hlaut Sveinbjörn Björnsson ág. 9.16, þriðju hæstu Pálmi Lárusson ág. 9,08 og fjórðu hæstu þeir Hólmgeir Björnsson og Jakob Jónsson, báðir I. 8.73. Verkafólk og aðrlr launþegar! Hafið sem nánast samband við kosningaskrifstofur Alþýðubanda- lagsins. Nýir stúdentar: MÁLADEILD: 6. A. Anna Sigurjónsdóttir Auður I. Óskarsdóttir Ása Jónsdóttir Ásta Thors Ásthildur Sigurðardóttir Bergljót Eiríksson Birna H. Stefánsdóttir Erna Andrésdóttir Guðlaug Einarsdótir Guðrún Erlendsdóttir Jarþrúður Þórarinsdóttir Jóhanna Stefánsdóttir Kristín Bjarnadóttir Kristín Gísladóttir Kristín Gústavsdóttir Margrét Guðmundsdóttir Ragnheiður Torfiadóttir Sigriður Þ. Sigfúsdóttir Svanhildur Sigurgeirsdóttir Vigdís Sigurðardóttir Hermenn í skógareldi Brezka herstjórnin á Kýpur segir að 19 hermenn hennar hafi beðið bana og 18 skað- brennzt í skógareldi. Telja Bretar að skæruliðar hafi kveikt i skóginum til að sleppa Brezkur dómari hefur dæmt tvo 22 ára Kýpurbúa til dauða fyrir að skjóta brezkan her- mann til bana. Bandarikjastjórn hefur sent brezku stjórninni mótmæli vegna þess að bandarískur vararæðismaður í Nicosia beið bana og fimm aðrir Bandaríkja- menn særðust þegar sprengju var varpað inn í veitingahús Neltaði að hneigja sig Drottningarhoh íhaldsblöð i Bretlandi, svo sem Sunilay Ex- press, eru stórhneyksluð yfir því að sænski félagsmáiaráðherrann frú Uila Lindström beygði ekki kné fyrir Elísabetu drottningu þegar hún heilsaði henni við komu brezku drottningarhjón- anna til Stokkhólms um daginn. Frú Lindström sagði fréttaritara biaðsins, að hún félli ekki á kné fyrir Svíakonungi og því síður myndi hún gera það fyrir ungri, útlenzkri konu. 6. B. Auðunn Guðmundssori Bernharður Guðmundsson Eggert Briem Einar Sigurðsson Ernst Daníelsson Guðni Á. Sigurðsson Gylfi Ásmundsson Gylfi Baldursson Heimir Iun'leifsson Jón Blöndal Jón Jakobsson Magnús Sigurðsson Ólafur Jónsson Ólafur R. Jónsson Pétur Jósefsson Sveinn Matthíasson Vialdemar Hansen 6. C. Alma E. Hansen Arnar Þorgeirsson Benedikt Guðbrandsson Bergljót Halldórsdóttir Elín Finnbogadóttir Gottskálk Björnsson Guðmundur Ó. Ólafsson Gylfi M. Guðbergsson Halldór Vilhjálmsson Heiga Priðfinnsdóttir Framhald á 11. síðu Alvaran bak við brottllutningshjalið: Firaia II þns. lesta flutningaskip til hersins á l vikirai Blöð hernámsflokkanna hafa undanfarið rætt með skelfingu um brottför bandaríska hersins frá íslandi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur gert baráttuna fyrir varan- legu hernámi íslands að aðalkosningamáli eins og reynir að afla sér atkvæða með þeim áróðri að hér verði atvinnuleysi ef herinn fari. Enda þótt ríkisstjórnin hafi fyrst nú nýlega tilkynnt samþykkt Alþingis um brottFór hersins hefur Bandaríkjastjórn reynt að hjálpa Sjálfstæðisflokknum í kosningunum með því að tilkynna að þegar verði hætt öllum framkvæmdum á Keflavikur- flugvelli, jafnvel viðhaldi vallarins! Alvaran á bak við brottfarartal hersins sést bezt á því að á s.l. 10 dögum til hálfum mánuði hafa 5 birgðaskip um 10 þús. lestir hvert ltomið til hersins og hafa þau m.a. flutt byggingarefni! Franskir kommúnistar átelja sovétleiðtoga Stjórn Kommúnistaflokks Frakklands hefur átalið aö- farir forustu Kommúnistaflokks Sovétríkjanna við endur- matiö á Stalín. 1 samþykkt flokksstjórnar- innar, sem birt var í gær, er vítt meðferðin á ræðu Krústjoffs á lokuðum fundi 20. flokksþings- ins í vetur. Sé það óviðunandi að Kommúnistaflokki Frakk- lands skuli fyrst berast vitneskja um ræðuna í borgara- blöðum. Þá lýsir franska flokks- stjórnin yfir, að hún telji af- stöðu forustumanna Kommún- istaflokks Sovétríkjanna í end- urmatinu á Stalín einhliða og neikvæða. Það nær engri átt að kenna Stalín einum um allt sem miður hefur farið í Sovétríkjun- um, segir i yfirlýsingu stjórnar Kommúnistaflokks Frakklands. Greinargerð sovétleiðfoga um persónu ófullnægjandi, segir Togliatfi Foringi italskra kommúnista telur að or- sakanna sé að leita i st]ornarkerfinu Á sunnudag birtist í UNITA, málgagni Kommún- istaflokks ftalíu, viðtal viö Palmiro Togliatti, foringja flokksins, um endurmatið á Stalín í Sovétríkjunum. Togliatti segir, að það sé góðra gjalda vert að forustu- menn Kommúnistaflokks Sovét- ríkjanna skuli gagnrýna það sem miður hefur farið á liðnum árum og lýsa yfir, að slíkt verði ekki látið koma fyrir aftur. Ekki hægt að skella allri skuldinni á Stalín Hinsvegar telur Togliatti að greinargerð sovétleiðtoganna sé einhliða og ófullnægjandi. Stalín sé fundið flest til foráttu en gengið framhjá þeim þáttum í starfi hans sem voru þess vald- andi að hann naut stuðnings og trausts íorustumanna flokksins og fjöldans. Enn hefur forusta Kommún- istaflokks Sovétrikjanna ekki gert fullnægjandi grein íyrir því, hvernig þau alvarlegu frá- vik frá lýðræði sem skýrt hefur verið frá gátu átt sér stað, segir Togliatti. Það er ekki hægt að skella allri skuld á Stalín. Or- sakanna hlýtur að vera að leita í alvarlegum ágöllum á stjórnar- kerfi Sovétrikjanna. Af því leið- ir að ekki er lengur hægt að líta á þau sem sjálfsagða fyrir- mynd sósíalistiskra ríkja, segir Togliatti. Ilann segir einnig, að til séu lönd þar sem hægt sé að koma á sósíalisma án þess að úrslita- völd þurfi nauðsynlega að vera í höndum kommúnistiskra flokka. Blöð með nákvæmum frásögn- um af ummælum Togliattis hafa elíki 'enn borizt hingað til lands, það sem hér hefur verið tilfært er tekið eftir lauslegum útvarpsfregnum. Vekur mikla athygli Gagnrýni Togliattis á vinnu- brögðum Kommúnistaflokks Sov- étrikjanna var eitt helzta um- ræðuefni blaða víða urn heim á mánud. Daily Worker, málgagn Kommúnistaflokks Bretlands, segir að hann hafi hitt naglann á höfuðið með því að benda á að eitthvað hljóti að vera bogið við stjórnarkerfið þar sem eins mikið fari aflaga og verið hafi í Sovétríkjunum á stjórnarárum Stalíns. Mótmælir dauðadómum Á sunnudag birtist í Daily Worker, málgagni Kommúnista- flokks Bandarikjanna, grein eft- ir rithöfundinn Howard Fast. Hann kveðst hafa beðið eftir því síðan skýrt var frá því að dómsmorð hefðu átt sér stað í Sovétríkjunum að stjórnend- ur þar tilkynntu að aftökur hefðu verið lagðar niður fyrir fullt og allt. Nú hafi enn borizt fregn um þrjár aftökur, við hana hafi sér runnið kalt vatn milli skinns og hörunds. Hér eftir mun ég líta á það sem gerist í Sovétríkjunum af meiri gagnrýni en áður, segir Fast.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.