Nýi tíminn


Nýi tíminn - 13.11.1958, Blaðsíða 7

Nýi tíminn - 13.11.1958, Blaðsíða 7
-6) — NÝI TÍMINN — Fimmtudagur 13. nóvember 1958 o- Útgefandi: Sósíalistaflokkurinn. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ásmundur Sigurðsson. Áskrift'argjald kr. 50 á ári. — Prentsmiðja Þjóðviljans. Helryk yfir íslandi Þjóishvíld í landhelgl Þar úti um niðdimma nótt berst nístandi ángistarhróp. Þjófsröddin, skjálfandi af skelk, skytturnar kallar til leiks: Eiríkur kemur að austan! Eiríkur nálgast að vestan! Eirikur ógnar að norðan! Eiríkur brunar að sunnan! Eiríkur! Aðstoð! Hjálp! Um hrannirnar hraðfara brýzt herskip á aumingjans kvein. Morðtólin mannar það vel. Mörgum er geigur í hug, því Eiríkur kemur að austan, Eiríkur nálgast að vestan, Eiríkur ógnar að norðan, Eiríkur brunar að sunnan -- og Eiríkur er ekkert spaug. Hann Eiríkur á ekki vopn, en augnaráð hviklaust og fast mcetir þar manni sem þjóf, mannraun og ofbeldishug. Og Eiríkur er fyrir vestan, Eiríkur kemur að sunnan, Eiríkur kemur að austan, Eiríkur kemur að norðan, Eiríkur — alls staðar nær. Þjófsröddin herðir sín hljóð: Hraðara! Bjargið oss strax. Senn verður úti um oss. Angistin lamar vorn þrótt, því Eiríkur kemur að austan Eiríkur nálgast að vestan, Eirikur ógnar að norðan, Eiríkur brunar að sunnan! Eiríkur — er hér um borð! Allt til hins ýtrasta knýr aflvélar bjargvœttur þjófs. Stórbretans réttlætisstyrk stefnt skal gegn Eiríki nú: Eiríki, ögrandi í vestri, Eiriki, glottandi í norðri, Eiriki, storkandi í austri, Eiriki, spottandi í suðri, Eiríki — á íslenzkum sjó. Leggur að Ijónseyra hvísl, lágvær er þjófsröddin sneipt: Eirikur er ekki um borð. Oss hefur liklega dreymt. En Eirikur er fyrir vestan, Eirikur kemur að sunnan, Eirikur kemur að austan, Eiríkur kemur að norðan. Eiríkur sigrar oss senn. JAKOBÍNA SIGURÐARDÓTTIR ¥¥elrykið yfir fslandi hefur tí- falda7t að magni á hálfum mánuði. Við öndum því að okkur, við drekkum það og ét- um, það býr um sig í beinum okkar. Vísindamenn segja okk- ur að magnið sé að vísu ekki enn hættulegt lífi okkar, en þeir geta ekkert fullyrt um það hver áhrif helrykið kann að hafa á eríðaeiginleikana; það getur bitnað á afkomendum okkar kynslóð fram af kynslóð. Og raunar eru einnig skiptar skoðanir um áhrif helryksins á líf og heilsu þeirra sem nú hfa. Fjfelrykið er mannkyninu ógn- arleg áminning um það á hversu djöfullegt stig kaida stríðið er nú komið. Stórveldin keppast við að sprengja og sprengja, þótt hvert um sig eigi nú nægilegt magn af kjarn- orkusprengjum til þess að tor- tíma mannkyninu margsinnis. Mótmæli hinna hæfustu vís- indamanna, mótmæli allrar al- þýðu í hverju landi heims bera engan árangur, helrykið þétt- ist dag frá degi. Og ekki þarf um það að deiia hverjir bera sök á þessari ógnarlegu þróun; það eru „hinar vestrænu lýð- ræðisþjóðir“ sem beittu fyrstu sprengjunni á varnarlaust íóik í Japan og hafa síðan iýst henni sem vernd og ímynd Torlærðar /^ft hefur það fundizt á und- anförnum árum, að lýðræð- isskelin er ekki ýkja þykk á þeim íslenzkum stjórnmála- flokkum sem í tíma og ótíma berja sér á brjóst og vilna op- inberlega um ást sína og tryggð við leikreglur lýðræðisins. Freklegast dæmið er kjördæma- skipunin á íslandi. sem ekkert er annað en skrípamynd af lýðræði og þingræði, svo mjög er íslenzkum þegnum gert þar mishátt undir höfði. En lýð- ræðisVokkarnir svonefndu hafa hvað eftir annað misnotað meirihluta sinn á Alþingi í því skyni að úti’oka $ósíalista- flokkinn frá áhrifaaðstöðu sem honum ber að öllum þingræð- isreglum. Hefur þar verið beitt ýmsum brögðum en þau hafa snúizt svo skemmtilega gegn skemmdarverkamönnunum að tími ætti að vera kominn til að allir ís’enzkir stjórnmálaflokk- ar tækju sig samán um að láta leikreglur lýðræðisins gilda, jafnt í kjördæmaskipuninni og í viðskiptum sínum á Alþingi. ¥j*inu sinni fundu lýðræðis- ■*-1 flokkarnir upp á því snjall- ræði að setja í ýmis lög það ákvæði, að þrír stærstu þing- flokkarnir skyldu nefna mann í nefndir. Þá voru þrir stærstu þingflokkarnir Sjálfstæðisflokk- urinn, Framsókn og Alþýðu- flokkurinn. Þegar þetta breytt- frelsis og friðar og öryggis. Fyrr á þessu ári hættu Sovét- ríkin tilraunum sínum ein- hliða og skoruðu á Vesturveld- in að gera slíkt hið sama, en Vesturveldin neituðu með þeim afleiðingum að Sovétríkin gerð- ust aftur aðilar að þessum dauðaleik. Og nú leggja Sov- étríkin enn til að tilraunum verði hætt um aldur og ævi og nákvæmt eftirlit verði haft með því að bannið sé haldið, ■en Vesturveldin vilja aðeins fresta tilraunum í eitt ár, þótt augljóst sé að slík frestun yrði m.a, hagnýtt til þess að enn fleiri þjóðir kæmu sér upp þessum ógnarvopnum. Ýslendingar skelfast að von- um helrykið yfir landi sínu En við erum ekki aðeins þol- endur, við erum aðilar að hel- sprengjustefnunni. Með her- námssamningnum og þátttöku okkar í Atlanzhafsbandalaginu berum við okkar ábyrgð á stefnu og aðgerðum Vesturveld- anna i kjarnorkumálum. Er ekki helrykið sem daglega sí- ast inn i okkur nægileg áminn- ing um þáð að okkur beri í staðinn að efla stefnu lífs og friðar? Er nokkuð vit í öðru en að íslendingar styðji kröf- una um algert og ævarandi bann við kjarnorkuvopnum og öllunr ti’raunum með þau? leikreglur ist, og Sósíalistaflokkurinn varð þriðji stærsti flokkur þingsins, þóttu þetta ófær og hættuleg lagaákvæði, og lentu upphafs- menn þeirra í hálfgerð vand- ræði. Þegar lög voru sett um Norðurlandaráð, og ákveðið að íslendingar hefðu þar fimm fulltrúa, voru góð ráð dýr, því Sósíalistaflokkurinn hefði feug- ið einn þeirra við kosningar í sameinuðu Alþingi, Fundu þá Bjarni Benediktsson og aðrar álíka lýðræðishetjur það upp að láta neðri deild þingsins kjósa þrjá fu’ltrúa og efri deild tvo, og tókst með þessu lýð- ræðislega tiltæki að útiloka sósíalista um sinn. En svo fór að Bjarni varð að sætta sig við að sitja á þingum Norður- landaráðs við hliðina á Einari Olgeirssyni. Og enn skal nefnt dæmið sem varð tilefni þessara lína. Fyrir sjö árum samþykktu þríflokkarnir, sem mest tala um lýðræði, lög er þeir sjálf ir viðurkenndu að æltu að úti- loka einn þingflokkinn frá störf- um í utanríkismálanefnd AI- þingis. Var nefndinni gert að kjósa þriggja manna „undir- nefnd“, er gegna skyldi hinu eiginlega verkefni nefndarinn- ar. Með þessi lagaákvæði hafa upphafsmenn þeirra verið i hvínandi Vándræðum síðustu árin, og tekið þann kost að leggja niður utanríkismála- nefnd. Er vandinn nú orðinn spaugilegur og hefur verið lagt fram stjórnarfrumvarp um að afnema aftur ákvæðið um þriggja manna undirnefndina, sem nú væri hugsanlegt að útilokaði Sjálfstæðisflokkinn! „Reynslan hjá undanfarandi ríkisstjórnUm hefur sýnt að fyr- irkomulag þetta hefur ekki reynzt heppilegt“„ segir í grein- argerð! Það sögðu raunar þing- menn sósíalista íyrir, þegar er þetta fárárnlega ákvæði var • lögfest. En lýðræðishetjumar virðast ekki láta sér segjast fyrr en hætta er orðin á að þeir verði sjálfir fyrir útilokunará- 30 má! á dagskrá — eitt afgreitt Á fundi Norðurlandaráðsins í gær voru 30 mál á dagskrá, en aðeins eítt þeirra hlaut af- greiðslu. Var það tiilága um að skora á ríkisstjórnir Norðurland- anna að koma sér saman um samræmdan sumartíma kvaeðum sínum, og ekki er von- laustað þetta verði sæmileg- ustu lýðræðisflokkar þegar peir eru búnir að reka sig nógu oft á. Gömlu bílarnir dugðu vel Nýlega fór fram hin árlega kappaksturskeppni gamalla bíla frá London til Brighton. Roger-Benz-bifreið módel 1888 sigraði í þessari keppni hinna öldruðu farartækja, sem dugðu vel þrátt fyrir háan aldur. Splúnkuný þyrilvængja, sem átti að hafa eftirlit með „kapp- akstursbílunum“ varð hinsvegar að lenda á leiðinni vegna vélar- bilunar. Fimmtudagnr 13. nóvember 1958 — NÝI TÍMINN — (7 Góðir fundarmenn. •■Það er ekki árennilegt fyrir eins „stimplaðan" mann og mig að eiga að tala þannig um lierstöðvamálið að ekki verði á það litið sem einhverskonar flokkslegan áróður. Raunar lét Vísir þess getið með síórum fyrirsögnum einhvemtíma í sumar að ég mundi vera „far- jjm úr kommúnistaflokknum" — að því er manni skildist vegna ungverja. En ekki alls fyrir löngu skrifaði ég fáeinar smágreinar í blað einmitt í sambandi við þetta mál og þá gerði Morgunblaðið mig óðara „einn af framámönnum komm- únista“ og vítti mig meðal ann- ars fyrir það að ég skyldi ekki vera ungverji, heldur íslending- ur og það meira að segja með litlum upphafsstaf. í einni þessari grein varð mér á að segja: Það er tilgangslaust að metast á um það hvort verra sé austur eða vestur. Um þau orð sagði blaðið að sjaldan hefði „kaldranalegri og fávís- legri yfirlýsing sézt í íslenzku blaði en þessi“ Ég drep á þessi orðaskipti til þess að minna á hversu örð- ugt er að he-fja þetta mesta al- vörumál þjóðarinnar úr hvers- dagsnuddi pólitískra andstæð- inga upp í þá hæð ofar stefn- og stéttum sem því vissu- lega ber. Ifan*. Svo sterk rök virðast að vísu geta að höndum borið að allir verði — eða finni sig knúða til að vera — sammála. Sú hefur til dæmis orðið raunin í landhelgismálinu. Öllum ber saman um að þar sé um lífs- hagsmunamál okkar að ræða. Allir mótmæla umsvifum erlends hers í íslenzkri landhelgi. Allir virðast sjá að slíkt ástand geti haft lífshættu í för með sér. En hvernig stendur þá á því að margfalt geigvænlegri rök í herstöðvamálinu skuli ekki ná inn í meðvitund allrar þjóð- arinnar? Hvernig stendur á að hún skuli ekki einnig fordæma einhuga umsvif erlends hers í landinu sjálfu? Eða er þar ef til vill ekki um neina lífshættu ^ð ræða? Þvi miður stingur fólk oft höfðinu í sandinn gagnvart hættum sem þó óvéfengjanlega vofa yfir. Mannlegt ímyndunar- afl virðist stundum eiga ótrú- lega erfitt með að gera sér grein fyrir óorðnum atburðum, jafnvel þótt þeir geti legið Ijósari fyrir en hinir sem orðn- ir eru að veruleika. Vanalega eru það þá einhverjir stundar- hagsmunir, sem slæva þannig ímyndunaraflið. Það er bláköld staðreynd að erlendur her öslar um miðin kringum landið til verndar ó- tíndum veiðiþjófum sem ógna þar fiskistofninum — aðalút- flutningsvöru okkar. Enginn ís- lendingur er svo harðsnúinn hernaðarsinni að hann dirfist að mæla slíku framferði bót. En þarna blasir heldur ekk- ert við annað en ofbeldi og tjón. Þessvegna veitist ímynd- %naraflinu svo auðvelt að eygja lífshættuna sem þessu ástandi fylgir. Hitt er líka bláköld stað- reynd að erlendur her hefur reist sér stríðsvirki suður á Reykjanesskaga. En þeirri stað- reynd fylgir önnur staðreynd sem orðið hefur mörgum íslend- ingnum ennTaunverulegri. Hún er sú að þetta virki hefur fært okkur morð fjár í bú og átt drjúgan þátt í því að gera ytri kost okkar einn hinn álit- legasta í heimi. Það er stað- reynd sem segir að eitt sinn unnu þrjár þúsundir lands- manna í þágu hins erlenda hers og að hingað hafa runn- ið allt að 3500 milljónum króna hans vegna síó'an árið 1942. Þetta lítur ólíkt betur út en opinskátt fiskiránið á miðun- um, enda hefur það reynzt sízt til þess fallið að hressa upp á ímyndunaraflið. Eigi að síður eru rökin jafn óyggjandi fyrir því að lííshætt- an sem okkur íslendingum stafar af sjóhernaði breta á íiskimiðunum er einber hé- gómi í samanburði við þá ó- mælanlegu lífshættu sem yfir Samt er enn verið að ljúga því að okkur að Atlanzhafs- bandalagið eigi að verja okk- ur fyrir rússneskri árás. Sann- leikurinn segir auðvitað hjð gagnstæða: Atlanzhafsbanda- lagið og herstöðin á Reykjanesi kalla yfir okkur rússneska árás óðara en í odda skerst. Það er mikil kaldhæðni örlaganna að heitustu kommúnistahatarar þessa lands skuli vera allra manna sólgnastir í að fá yfir sig rússneskar atómbombur. Ég er ekki einangrunarsinni í þeim skilningi að ég vilji útiloka okkur frá heilbrigðum ménningarsamskiptum við aðrar þjóðir, hvorki í austri né vestri. Hinsvegar tel ég þá beint að sjálfsmorði stefnt ef vopnlaus smáþjóð ánetjar sig trylltu vigbúnaðarkapphlaupi hernað- Ræða Jóhannesar úr Kötlum á íundi samtak- anna „Friðlýsts lands" í Gamla bíói sl. sunnudag okkur vofir vegna landhernað- ar bandaríkjamanna á Reykja- nesskaga. Við höfum orð eins hernað- arsérfræðings bandaríkjamanna fyrir því að þær hundrað og fimmtíu meginherstöðvar þeirra sem staðsettar eru víðs- vegar um heim séu til þess ætl- aðar að vera , segulstál sem draga að sér árás óvinarins“. Við höfum orð sjálfs Eisenhow- ers forseta fyrir því að ef til kjarnorkustyrjaldar komi verði allar varnir gagnslausar. Við höfum orð sjálfrar brezku rík- isstjómarinnar fyrir bví að ekki sé hægt að veita neina vörn gegn afleiðingum kjarn- orkuárásar. Eru þetta ekki nægileg rök? Taka hérlendir hernaðarsinnar þessi vitni ekki gild? Tekur íslenzka ríkis- stjómin þessi vitni ekki gild? Ég endurtek: sjálfir hús- bændur þess erlenda hers sem hér dvelur lýsa því yfir að þeir hafi gert land okkar að einu forskotmarkinu í varnarkerfi Bandarikjanna. Ameríska striðsgróðavaldið hefur fleygt í okkur hálfum fjórða milljarði króna til þess að við gætum farið á ærlegt fyllirí áður en við deyjum fyrir það Síðustu atburðir hafa þá einnig rækilega sannað hver vöm okk- ur er í aðild að Atlanzhafsbanda- laginu og dvöl erlendra her- manna í landinu Hvert manns- bam ætti nú að geta skilið að okkar lífshagsmunir •; tilheyra ekki þeim herbúðum. Eklfi einu sinni á svokölluðum friðartím- arstórveldanna. Þar tel ég að sjálft varnarleysið sé umkomu- leysingjanum hin eina hlíf. Því enn er mannkynið ekki svo djúpt sokkið, þrátt fyrir allt, að það meti ekki nokkurs hinn vamarlausa ef hann stendur heill og óskiptur á rétti sinum og freistar þess að verja líf sitt með andlegum og siðferði- legum vopnum. Og komi enn til sá óheyrilegi heimsglæpur sem kallaður er styrjöld, þar sem allt' er fótum troðið og engu þyrmt — hvort er þá um- komuleysingjanun' sæmilegra að svikja líf sitt fyrir mútufé eða deyja fátækur í rétti sín- um? Ég endurtek mína „kaldrana- legu og fávíslegu yfirlýsingu”: það er tilgangslaust að metast á um það hvort verra sé austui eða vestur þegar um þetta mál er rætt. I báðum áttum er kapphlaupið jaln vitfirrt. 1 báðum áttum er haldið áfram að splundra eitursprengjum framan í mannkynið, rétt eins og um meinlausan kerlingareld sé að ræða. í báðum áttum er hinum ótrúlegu möguleikum nútímavísinda fyrst og fremst j beint að yfirburðum í tortím-1 ingu. Úr hvorugri áttinni þurf- um við miskunnar að vænta ef svo ber undir. Það er því ekki hlutverk: okkar íslendinga að taka þátt í þessu blinda æði. Við eigum \ ekki að halda því vísvitandi á-1 fram að vera leiksoppur; kjarnorkuvelda, hvorki í vestri1 málanna í dag. Ef við hefðum varið ævarandi hlutleysi í hemaði sem okkar eina eðli- lega fjöregg, ef við hefðum aldrei beðið um hervernd 1941, aldrei leyft herstöðvar 1946, aldrei gengið í hernaðarbanda- lag 1949, aldrei endurkallað her til landsins 1951, þá stæð- um við að vísu fátækari að aurum en auðugri að manndómi frammi fyrir dómstóli sögunn- ar. Hið sjálfkjörna hlutverk okk- ar í sögu yfirstandandi tíma er *að bera sáttarorð milli þjóða, þora að standa óháðir gagnvart hinum hrikalegu vandamálum umheimsins í stað þess að gerast auvirði- legir taglhnýtingar í þessa átt- ina eða hina. Orð háskólakennarans 1. des- Jóhannes úr Köílum ember 1948 standa enn stöðug: „Hlutleysið felur í sér hættu, það er Ijóst, það felur í sér hernámshættu, það vitum vér af reynslu, það tryggir ekki gegn árásarhættu. En ö!I skakkaföll sem vér verðum fyr- ir sem hlutlaus þjóð eru bæt- anleg. Hitt verður aldrei bætt. ef vér gefum það upp, með öllu því, sem slík uppgjöf fel- ur i sér og leiðir af sér ..“ Við getum haldið áfram að deila um stefnur og stéttir, um sósíalisma og kapítalisma, um austur og vestur — en um rök sjálfrar tilveru okkar ættum við ekki að þurfa að deíla. Herstöðvamálið er ekki spurs- mál um það ’nvort rita beri íslendingur með stórum eða litlum upphafsstaf. Það er heldur ekki eingöngu lífshags- munamál — það er lífsspurs- mál. Það er ekki fyrst og fremst spursmál um það hvérn- ig við eigum að lifa, heldur hvort við eigum að lifa. Og jafnframt spursmálið um það hvernig við eigum að deyja ef í það fer. Spursmálið um það hvort sú nafnlausa móðir sem reikaði hér um eitrað land í móðunni miklu í'yrir huridrað sjötiu og fimm árum hefui hnigið til éinskis í valinr.. Spursmálið um. það hvort nafn- lausa barnið sem hér ltann að reika um eitrað land eftir he’- sprengjuárás skal deyja í smán okkar andvaraleysis. Ef til vill hefur sú vinstri rik- isstjórn sem nú situr ao vö’.dum á íslandi tíma til þess ein- hverja nóttina að anza þessu nafnlausa fólki, liðnu og 6- bornu, þó hún virði lifandi fólk ekki svars — e-kki einu sinni sína „háttvirtu kjósendur'4 Hefur þessi stjórn ekki lofað okkur því að framkvæma ályktun Alþingis frá 28. marz 1956? Eftir hverju er hún þá að bíða? Er hún að bíða eftir þriðju heimsstyrjöldinni? Er hún að bíða eftir rússr.esku árásinni? Eða var það frá upp- hafi ætlun hennar að svíkja? En þá spyr ég að lokum þann flokk sem frá öndverðu hefur staðið fast og stundum einn í stríðinu gegn stríðsvæðingu Is- lands: hversu lengi ætlar hanu að standa að slíkri rikisstjórn og láta svik heimar brenni- merkja sig? um. En hvað mundi þá, þegar né austri, hvorki í köldu stríði1 út í hildarleikinn væri komið? Það gildir alveg einu hvort við lítum á Atlanzhafsbandalagið vamarbandalag þegar sjálíir sem árásarbandalag eða vam- arbandalag. Því hvað táknar ar vamir séu gaguslausar? né heitu. Það er trúa mín að ef við hefðum notað skynsamlega þann dýrmæta tíma sem lið- inn er síðan við stofnuðum lýðveldi í þessu landi, þá gæt- um við verið orðnir andlegt stórveldi á vettvangi heims- Konungleg'a leikhúsið í Kaupr^annahöfn sýnir nú söngleib Offenbachs „llelenu f«igru“ í nýjmn búningi, og hefur sýning- unni verið vel tekið. Það er ekki livað sízt að þakka Lise Ring- heim í aðalhlutverkinu. — Hún sést á myndinni ásamt Ilenn- ing Moritzen sem leikur Earís prins. o'

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.