Nýi tíminn - 17.12.1959, Blaðsíða 1
/■% • vVt • vJfcn
Greioio
Wý/o fimarn
TIM
Fimmtudagur 17. desember 1959 — 18. árgangur — 40. tbl.
Bandarískir herfrœðingar vildu
grafa kafbátahöfn inn í Þyril
GuSmundi /. GuSmundssyni hefur veriS sfefnt ufan til
oð iaka vi<5 ný]um fyrirmælum um hernám Islands
Nýja tímann j
KaupiS
Nýi sendiherrann
'ii. desember.
Guðmundur í. Guðmundsson er farinn utan Mun hann
sitja ráðsfund Atlanzhafsbandalagsins sem hefst í París
á mánudag og ráðherrafund bandalagsins sem hefst um
miðja vikuna. Vitað er að áform bandarísku herstjórn-
erinnar um breytingar á hernámi íslands verða þar á
dagskrá, og hefur ráöherrann eflaust verið kvaddur utan
til að taka viö fyrirmælum um þau efni.
Ráðherrann mun vart koma
heim úr för sinni fyrr en um
fjól. Ráðherrafundinum mun eiga
að Ijúka 19. desember, en þá
hefst fundur aðalleiðtoga Banda-
ríkjanna, Bretlands, Frakklands
og Vesturþýzkalands. Eftir- þann
fund er svo áformað að ráðherra-
fundur A-bandalagsins komi sam-
an á nýjan leik og fái skýrslur um
viðræður stórmennanna.
Helguðu sér Hvalfjörð
Eins og' rakið heíur verið
í fréttum undanfarna daga
hyggja bandarísk stjórnarvöld
einkum á þær breytingar á her-
náminu að auka ítök flotans en
draga að sama skapi úr landhern-
um sem hér hefur verið. Er ætl-
unin að hingað komi 1.000 flota-
liðar, og er engum efa bundið
að ætlunin mun að þeir fái bæki-
stöð í Hvalfirði.
Frá því að Bandaríkin her-
námu ísland 1951 hafa þau
tryggt sér aðstöðu í Hvalfirði.
Þar hefur haft aðsetur lítil deild
úr landhernum, venjulega að-
eins) 50—60 manns, og svo hefur
verið látið heita að þeir ættu að
„vernda“ olíugeymana þar á
staðnum. En hinn raunverulegi
tilgangur hefur verið sá að
Baiidaríkin hafa viljað ..helga
sér“ Hvalfjörð, svo að þau ættu
auðveldara með að koma þar
upp meiriháttar flotastöð ef þau
teldu sér henta.
Áætlun um höfn í Þyrli
Ýmsir sérfræðingar bandarísku
herstjórnarinnar hafa kannað
Hvalfjörð sérstaklega og gert á-
ætlanir um notagildi hans. Nýja
tímanum er þanig kunnugt um
það að nokkru áður en vinstri
stjórnin var mynduð var lögð
fyrir bandaríska þingnefnd áætl-
un um að gera fullkomna kaf-
bátahöfn í Hvalfirði. Lagt var
til að höfnin yrði sprengd inn
■ í Þyril, þannig að hún yrði al-
gerlega sprengjuheld, og þar átti
einnig að koma fyrir birgðageym-
uni fyrir kafbátana. I-Iefur það
tíðkast mjög að undanförnu að
herskipahafnir væru þannig
grafnar og sprengdar inn í fjöll
til þess að þær nytu ýtrasta ör-
yggis.
Tvær ástæður
Eins og' sagt hefur verið í
fréttum, eru áform sem þessi
miðuð við kjarnorkukafbáta
Bandaríkjanna, en nú er mikið
kapp lagt á að fjölga þeim. Hafa
þessir kafbátar kjarnorkuvopn
innanborðs og flugskeyti til á-
rása og geta verið í rúmsjó mán-
uðum saman. En bandaríska her-
stjórnin telur það meg'inatriði í
Norður-Atlanzhafi hafa banda-
áæ'tlunum sínum að kafbátarnir
hafi öruggar heimahafnir til að
athafna sig. taka nýjar hleðslur
af eldsneyti og vopnum. Þar sem
ísland er mjög miðsvæðis í
rískir herfræðingar talið mjög
hentugt að hafa slíka höfn hér,
auk þess sem slíkar hafnir eru
auðvitað stórhættulegar og því
sjálfsagt frá bandarísku sjónar-
miði að koma þeim fyrir í öðrum
löndum.
Þarí að yfirheyra
ráðherrann
Nýja tímanum er ekki kunnugt
um það hvort áform Bandaríkj-
anna um breytingar á hernámi
íslands fela það einnig í sér að
áætlunin um að gera kafbáta-
höfn í Þyrli komi aftur á dag'-
skrá. Um það fær Guðmundur í.
Guðmundsson eflaust að heyra í
París. En þess er að vænta að
utanríkismálanefnd og síðar AI-
þingi knýi ráðherrann til þess
að gefa tæmandi skýrslur um hin
nýju áform — áður en til nokk-
urra ákvarðana kemur af hálfu
islenzkra stjórnarvalda.
• ,v '
1
Görðum, Akranesi
opnað almenningi
Byggðasafn Akraness var
opnað almenningi um helgina.
Elr það til húsa í Görðum, sem
mun vera elzta steinhús hér á
landi, byggt á árunum 1878—
1882. Aðalhvatamaður að stofn
un safnsins hefur sem kunnugt
er verið séra Jón Guðjónsson
sóknarprestur á Akranesi.
Safnvörður hefur verið ráðinn
Matthías Jónsson kennari
líort af innsta hlnta Hvalfjarðar. Heyrzt hefur að líanda-
ríkjamönnum hai'i komið til liugar að grafa byr.gi fyrir kjarn-
orkukafbáta búna eldflaugum með kjarnorkuhleðslu inn í Þyril.
Á stríðsárunum var kafbátalægi við Hvítanes.
Hinn nýj sendiherra Breta
Charles Stewart, kom liingað
til lands nýlega með einni a.f
flugvélum Flugfélags Islands.
Þessi mynd var tekin af lion-
um á Keykjavíkurflugvéíli, en
;þar tóku á móti lionum Henrik
Sv. Björnson, ráðuneytisstjóri
log starfsmenn brezka sendi-
ráðsins liér. — Ljósm.: Sig.
! Guðm.
Uppdrættir sjónarvotta af dýruin sein sáust í Þingeyjarsýslu í fyrra. Sá til vinstri er af
öðru dýrinu á Laxamýri en liinn eftir barn af dýrinu sem sást í Heiðarliöín. Punktalínui'
sýna hvernig aðrir sjónarvottar töldu að dýr það liefði litið út.
msrannsoKn vegna oKennnegra ayra
éiisf við sjó fram fyrir norðan ;
Dr. Finnur Guðmundsson telur visf eftir
lýsingu oð isbirnir hafi veriS á /erð
1 íslenzkri réttarsögu liefur farið' fram
I fyrsta skipt
réttarrannsókn vegna ókennilegra dýra sem sáust við
sjó fram.
I fyrravetur birtust fregnir
um að fólk á tveim bæjum í
Þingeyjarsýslu hefðu séð við sjó
dýr sem það bar ekki kennsl
á. Að þeiðni dr. Finns Guð-
mundssonar dýrafræðings tók
Jóhann Skaptason sýslumaður
skýrslur af þeim sem dýrin sáu.
Menn frá Laxamýri í Reykja-
hreppi sáu tvö dýr um 70 metra
Irá sjó klukkan hálfsex síðdegis
9. nóvember í fyrra. Þeir kom-
ust næst þeim í 15 til 20 metra
fjarlægð.
Að beiðni sýslumanns dró ann-
ar mannanna upp mynd af dýr-
unum eins og þau komu honum
fyrir sjónir. Á annarri myndinni
kemur fram allgreinileg mynd af
ísbirni.
Skot liæfðu
Enn eitt dýr sást í fjörunni
um 150 metra frá bænum í Heið-
arhöfn í Sauðaneshreppi. Það var
um níuleytið að morgni dags. Sá
það allmargt fólk. Dýrið var þá
á leið til sjávar. Skotið var á
það og' fullyrt að þrjú skot hefðu
hæft, en ekki fannst af dýrinu
tangur né tetur.
Lögð v.ar fram í réttinum
teikning sjónarvottar, átta ára
barns, af dýri þessu. Öðru fólki
sem horfði á dýrið þótti hún í
ýmsu ólík því sem það sá.
Ekki um annað að ræða
Þegar Nýi tíminn spurði dr.
Finn, hvaða ályktanir hann drægi
af skýrslunum, komst hann svo
að orði, að eftir lýsingunum gæti
ekki verið um önnur dýr að ræða
en ísbirni, enda kæmi mynd af
ísbirni greinilega fram á teikn-
ingunum af Laxamýrardýrunum,
Hinsvegar kvað dr. Finnur það
óalgeng't að ísbirnir kæmu hér
á land, en engar spurnir voru
af ís við norðausturland um
þetta leyti.
Isbirnir munu ekki hafa geng-
ið hér á land svo vitað sé með
vissu síðan frostaveturinn 1918.
Venjuleg'a hafa ísbirnir sem
hingað hafa komið verið unnir
Framhald á 11. síðu.