Nýi tíminn - 17.12.1959, Síða 4
4) — NÝI TÍMINN — Fimmtudagnr 17. desember 1959
Frá flestum þjóðum heims-
komu 3336 menn saman á þing
í Varsjá nú í sumar, 44. al-
þjóðaþing esperantista. Hvaðan
sem þeir komu, töluðu allir
sömu tungu, hvítir menn og
svartir. gulir og brúnir. Evrópu-
menn og Asiu, fólk frá Ame-
riku, Afríku, Ástralíu. Engin
þing eða alþjóðasamkomur eru
líkar alþjóðaþingum esperant-
ista að þessu leyti, hver mað-
ur skilur annan, og íögnuður
þess skilnings er mikill, það
verður svo auðskilið að menn
ólíkra þjóðerna geta lifað sam-
an í sátt og bræðralagi. Og
í sumar streymdu esperantistar
hvarvetna úr heimi til Póllands,
þingið var haldið þar i minn-
ingu aldarafmælis L. L. Zam-
enliofs, pólska augnlæknisins
sem mótaði alþjóðamálið esper-
anto.
★
Höfundur alþjóðamálsins Lud-
vig Lazarus Zamenhof fæddist
15. desember 1859 í Bialystok,
pólskum bæ í rússneska hér-
aðinu Grodno. ,,Faðir minn og
afi voru tungumálakennarar",
segir Zamenhof í bréfi frá
1905. „Mál mannsins hefur
jafnan verið mér kærast alls
í heimi. Vænst þótti mér um
málið, sem mér var kennt á,
rússneskuna, lærði hana mér
til mikillar gleði, mig dreymdi
um að verða rússneskt lista-
skáld“. Kornungur lærði Zam-
enhof hvert tungumáiið af öðru,
en ekkert þeirra vakti ;,ástríðu“
hans eins og rússnesk tunga.
En ekki leið á löngu þar til
honum varð ljóst; að yfirvöldin
litu á hann, pólskan Gyðing,
sem „réttlaust aðskotadýr", þó
afar hans og langafar hefðu
fæðzt og unnið ævistarf sitt
í Rússlandi. Hann fann í æsku
sárt til þess. að þjóðirnar fjórar
sem bjuggu í ættborg hans höt-
uðust og ofsóttu hver aðra, ,,og
mig tók að dreyma þá sælu öld,
þegar horfið væri allt hatur
þjóða í milli, þegar til væru
tungur og lönd sem allir not-
endur og íbúar ættu jafnan rétt
tíl, þegar mennirnir skildu
hver annan og hverjum þætti
vænt um annan“.
Zamenhof reyndist afburða
námsmaður í menntasksóla og
varð stúdent 1879, í Varsjá, en
þangað fiuttu foreldrar hans
1873. Hóf hann þá læknisfræði-
nám i Moskvu, en fjárhags-
ástæður foreldra hans urðu þess
valdantji að hann sneri heim til
Varsjá 1881. Þar hélt hann
náminu áfram og lauk því fjór-
úm árum síðar, 1885. Sérfræði-
girein hans var augnlækningar,
og var hann m.a. við fram-
h'aldsnám í Vín. En 1886 hóf
hánn augnlæknisstörf í Varsjá
og stundaði þau til dauðadags.
í Varsjá kynntist hann Klöru
Zilbernik, og kvæntist henni
9. ágúst 1887. „Ég skýrði unnustu
minni frá meginatriðum i hug-
niynd minni (um alþjóðamál)
og fyrirætlunum um framtíðar-
starf,“ segir Zamenhof í fyrr-
nefndu bréfi. “Og ég spurði
nana hvort hún vildi tengja
örlög sín íramtíð minni. I-Iún
gerði ekki einungis að játa því,
heldur fékk mér til ráðstöfunar
allan eignarhlut sinn í pening-
um, en þó loks gat ég, eftir'
langa og árangurslausa leit að
útgefanda, gefið sjálíur út í
júlí 1887 fyrstu fjóra bækling-
ana (kennslubók í esperanto á
rússnesku, pólsku, þýzku og
frönsku).“
Næstu tvö ár gefur Zamenhof
út hverja bókina af annarri á
esperanto, frumsamdar af hon-
um og öðrum höfundum á hinu
nýja máli. Kennslubækur. orða-
bækur, þýðingar fagurra bók-
mennta. En litið fékkst í aðra
hönd, og segist hann á þessum
tveimur árum hafa sólundað
öilum fjármunum konu sinnar,
og augnlæknisstarfið reyndist
útgjaidasamt og tekjurýrt.
í árslok 1889 var svo komið
að heimilinu varð ekki haldið
saman. Fór Zamenhof þá einn
síns liðs til borgarinnar Kerson
í Suður-Rússlandi í þeirri von
að koma þar undir sig fótum
sem augnlæknir. Kona hans fór
til foreldra sinna með barn
þeirra. En von Zamenhofs brást,
og eftir sultarár i Kerson sneri
hann heim til Varsjár, 1890, en
tengdafaðir hans veitti honum
fjárhagshjáip, og rómar Zamen-
hof örlæti hans þá og oft síð-
ar. En Varsjá bregzt honum
enn, og býr hann fjögur fá-
tæktarár í bænum Grodno. En
börnunum fjölgaði og þau
þurftu meira til skólagöngu og
annars, og 1897 flytur Zamen-
hof til Varsjár, og gerir þar
„síðustu tilraun“ að afla sér
lifsviðurværis með læknis-
starfi.
Með óhemju vinnu, sem mjög
fékk á heilsu hans, tókst hon-
um loks að koma undir sig
fótum, frá 1901 segist hann hafa
unnið sér inn fyrir útgjöldum
<
fjölskyldunnar. Horfa þurfti þó
í hverja kópeku. Zamenhof
hafði setzt að í fátækrahverfi í
Varsjá og vantaði þar ekki
augnsjúklinga, en lítið gátu þeir
borgað, og læknirinn var ekki
heldur aðgangssamur um borg-
un.
í þessari stuttu frásögn hefur
verið fylgt eíni bréfsins frá
1905 um æviatriði. Nokkru skal
bætt við. Zamenhof eignaðist
þrjú börn: Adam varð augn-
læknir og tók við af föður sín-
um; tvær dætur átti hann, varð
hin eldri læknir en hin yngri
Lidya, varð esperantokennari
og um margt líkust föður sín-
um.
í frumformi var esperanto
orðið til þegar veturinn 1878
og hélt þá Zamenhof og
menntaskólafélagar hans hátíð-
iegan „fæðingardag alþjóða-
málsins". En hann hélt áfram
að endurbæta málið og það var
ekki fyrr en 1885 að esperanto
hafði fengið endanlegan bún-
ing. En tvö ár liðu þar til tókst
að gefa út fyrstu bókina.
Frá nóvember 1897 ótti Zam-
enhof heima í Varsjsá. Dsika-
götu 9, í fátækrahverfi Gyð-
inga. Og það var eklci fyrr en
1905, eftir 20 óra starf, að
hann gat unnt sér nokkurra
vikna hvíldar, en þó fór hann
ásamt konu sinni á fyrsta al-
þjóðaþing esperantista í franska
bænum Boulogne-sur-Mer. Með
ritlaunum sínum tókst honum að
fara til ailra aiþjóðaþinganna
sem haldin voru ‘fyrir heims-
styrjöldina fyrri, iíka til Banda-
ríkjanna á þingið 1910. Frá
1905 og fram að heimsstyrjöld-
inni vann Zamenhof feikna
starf. við læknisstörf á daginn,
en hverja frjálsa stund að rit-
störíum, Esperantoþýðingar
hans á ýmsum snilldarverkum
heimsbókmenntanna komu út
hver af annarri og efldu mjög
óhuga manna á máiinu, og esp-
erantohreyfingin óx og dafnaði
víða um heim.
Væntumþykja Zamenhofs á
málinu var honum ekki nóg,
málið var honum einungis tæki
til að sætta menn, hjálpa þeim
til að skilja hver annan, svo
þeir kæmust að því að allir
menn eru bræður. Bræðralags-
hugsjón Zamenhofs var rauði
þróðurinn í sköpun alþjóða-
málsins og baráttunnar fyrir
framgangi þess. Á efri árum
varði Zamenhof mikium tíma
til að móta heimspekistefnu, er
byggir á bræðralagi allra þjóða.
Heimsstyrjöldin 1914 varð
þungt áfall fyrir esperanto-
hreyfinguna. Zamenhof barðist
við einangrun og sjúkleika
heima í Varsjá en hélt áfram
að skrifa meðan nokkrir kraft-
ar entust, lauk á stríðsárunum
við esperantoþýðingu fjögurra
binda af ævintýrum H. C. And-
ersen og alls Gamla testament-
isins. Hann iézt 14. apríl 1917,
en verk hans, alþjóðamálið
esperanto lifir, eignast nýja vini
dag hvern og tengir menn
bræðraböndum. S. G.
Alþjóðasáttmáli
um suðurskautið
Fulltrúar tólf ríkja —
Bandarkíanna, Sovétríkjanna,
Bretlands, Frakklands, Argen-
t'ínu, Ástralíu, Belgíu, Chile,
Japans, Nýja Sjálands, Noregs
og S-Afríku — undirrituðu I
gær í Washington sáttmála
sem á að tryggja að Suður-
skautslandið verði einvörðungu
notað í friðsamlegum tilgangi.
Allar herstöðvar verða bann-
aðar þar, svo og tilraunir með
kjamavopn.
158 lestir fyrir
10884 pund sterl.
í gær seldu þrir togarar afla
sinn í Englandi og Þýzkalandi.
Kaldbakur frá Akureyri seldi í
Grimsby 158 lestir fyrir 10884
sterlingspund. Keilir seldi i
Bremerhaven 11 lestir eigin afla
fyrir 70 þús. mörk og að auki
40,6 lestir af síld fyrir 38 þús.
mörk. Þá seldi Bjarni Ólafsson
einnig i Bremerhaven 143 iestir
fyrir 91.200 mörk.
Frá hátíðafundi Auroro sl. sunnudag. Baldur Ragnarsson talar
Aldarafmælis dr. Zamen-
hofs minnzt á Islandi
Aldarafmælis dr. L.L. Zamenhofs, höfundar alþjóöa-
málsins esperanto, var minnzt sl. sunnudag með minn-
ingarfundi er esperantistafélagiö Auroro boöaöi til.
Minningarfundurinn var hald-
inn í kennarastoíu Austurbæj-
arbarnaskólans og var fundar-
salurinn skreyttur með stórri
stjörnu úr grænum greinum, en
fimm arma græn stjarna er al-
þjóðlegt merki esperantista. í
miðri stjörnunni var mynd dr.
Zamenhofs. Borð voru einnig
skreytt grænum greinum og
blómum. Konur úr félaginu
lögðu til veitingar, kaffi og
heimabakað brauð..
Árni Böðvarsson cand. mag.
formaður félagsins, setti fund-
inn með stuttri ræðu og stjórn-
aði honum. Við heiðursborð sátu
brautryðjandinn dr. Þorsteinn
Þorsteinsson, frú Kristín Daní-
elsdóttir og Ólafur Þ. Kristjáns-
son og kona hans.
Aðalræðuna um dr. Zamenhof
fiutti Baldur Ragnarsson kenn-
ari, og ræddi hann einkum um
kvæði Zamenhofs frumsamin á
esperanto. Ólafur S. Magnússon
kennari flutti einnig ræðu og
hvatti félagsmenn til aukins
starfs að útbreiðslu esperantos.
Stefán Sigurðsson kennari sýndi
kvikmyndir. Ávörp og ræður
voru flutt á alþjóðamálinu.
Hrapaði i
hömrum en
slapp lífs
Á miðvikudaginn vildi
það slys til í Eyjafirði að
18 ára gamall piltur, Ragn-
ar Elúisson, hrapaði fram
af 15—20 metra háum
hamri I fjallshlíð fyrir ofan
bæinn Arnarfell í Saurbæj-
arhreppi.
Ragnar var vetrarmaðUr
að Arnarfelli og var að
huga að kindum í fjallinu,
þegar slysið varð um þrjú
leytið á miðvikudaginn. Mun
hann hafa runnið á liarð-
fenni, runnið um 60 metra
spöl, síðan fram af foss-
brún, sem lá undir klaka-
brynju, og enn niður bratta
urð.
Ragnar Elíasson slasaðist
mikið, mjaðmargrindar- og
handleggsbrotnaði og hlaut
fleiri skrámur, en líðan
hans í gær var eftir vonum.
Vill iá 50.000 krón-
ur hjá ÞjóðvUjanuni
Tómas Ámason, sem ber
hinn langa titil deildarstjóri í
varnarmáladeild utanríkisráðu-
neytisins, hefur stefnt Magn-
úsi Kjartanssyni ábyrgðar-
manni Þjóðviljans fyrir brot á
lagagreininni „Aðdróttun, þótt
sönnuð sé, varðar eektum, ef
hún er borin fram á ótilhlýði-
legan hátt“. Stefnir Tómas fyr-
ir þessi ummæli, sem birtust í
Þjóðviljanum 26. september s.l.
er blaðið sagði frá því að
Guðmundur 1. hefði vikið Tóm-
asi og flokksbróður hans úr
varnarmálanefnd:
„Framsókn hefur sem
kunnugt er notað varnar-
málanefnd óspart til að
tryggja gæðingum sínum
gróða af hermanginu: hefur
flokkurinn stofnað sérstakt
hermangsfélag, og sjálfur
hefur Tómas verið umfangs-
mikill á því sviði. . .“
Hins vegar stefnir Tómas
ekki fyrir beint áframhald
setningarinnar sem var á þessa
leið:
„. . . og má í því sam-
bandi minna á hinar frægu
íssjoppur sem hann rekur
með bróður sínum.“
Tómas krefst þess að Magn-
ús verði dæmdur í þyngstu
refsingar sem lög leyfa (það
er allt að 3ja ára fangelsi í
þeirri lagagrein sem hann vitn-
ar til!) og krefst þar að auki
50.000 kr. í miskabætur! Er
bótunum trúlega ætlað að vega
það upp hve tekjur hans hafa
minnkað eftir að hann var
sviptur formennsku í varnar-
málanefndinni.