Nýi tíminn


Nýi tíminn - 17.12.1959, Síða 6

Nýi tíminn - 17.12.1959, Síða 6
<:) — NÝI TÍMINN — Fimmtudagur 17. desember 1959 NYI TIMiNN Útgefandi: Sósíalirtaflokkvaviii. IWtstjóri og ábyrgðarmaður • Ásmundur Sigurðsson. Áskriftargjald kr. 50 á ár». v__________________________________________________________ y Breytingar á hernáminu er regla að íslendingar fá aldrei að vita neitt • um mikilvægasta þátt utanríkismála, hernámið, fyrr en nýjar ákvarðanir dynja yfir fullmótaðar. Þegar landið var hernumið var tilkynning ekki birt um það fyrr en fyrstu hermennirnir voru stignir á land, og til að halda leyndinni var ekki hikað við að brjóta landslög og stjórnarskrá. Síðan hefur sama hætti verið haldið, ráðamennirnir hafa pukr- azt og unnið hin verstu óþurftarverk í leynum. En hinir erlendu valdamenn hafa ekki verið nándar nærri eins þagmælskir, og aftur og aftur kemur það fyrir að íslendingar frétta um það úr erlendum blöðum og útvarpssendingum hvernig eigi að leika þá og land þeirra. Nú fyrir nokkrum dögum gerðist þetta enn einu sinni; bandaríska stórblaðið New York Times birti frétt um það að fyrirhugaðar væru breytingar á hernáminu sem kunna að reynast af- drifaríkar; væri ætlunin að fækka í liði því sem hér hefur dvalizt að undanförnu en gera ísland jafnframt í vaxandi mæli að bækistöð fyrir flotann. /^uðmupdur í. Guðmundsson utanríkisráðherra neyddist til að gefa Alþingi skýringu á þess- arí frétt, en mjög voru ummæli hans í véfréttarstíl að vanda; hann sagði: „fyrir örfáum dögum síðan fóru fram viðræður á milli ríkisstjórnar íslands og sendiheíra Bandaríkjanna um skipan varnarliðsins á íslandi. Var ekki um það rætt að draga úr vörn- um landsins á nokkurn hátt né fækka í varnarliðinu á íslandi, eða breyta fjölda varnarliðsmanna. Var hinsvegar eingöngu um það talað, hvort ekki væri nauðsynlegt að gera nokkrar skipulagsbreytingar á varnarliðinu sjálfu og samsetningu þess.“ A llt er þetta mjög svo loðið, en þó virðast orð! ráð- herrans fullkomlega staðfesta ummæli New York Times. Hann talar um að breyta samsetn- ingu hernámsliðsins, þ. e. fjölga í einhverjum deild- um þess en fækka í öðrum þannig að hermannafjöld- inn haldist óbreyttur. New York Times segir að breytingin sé í því fólgin „að Bandaríkin áætluðu að auka hinn litla flotastyrk sinn á íslandi kannski um 1.000 manns“ en flytja í staðinn burt „1.300 manna hersveit“. Hin almennu ummæli Guðmundar í. Guð- mundssonar koma alveg heim við þessar nákvæmari fréttir hins bandaríska blaðs. Clíkar breytingar væru á hinn bóginn mjög alvar- ^ legar, og alger blekking af ráðherra að afgreiða þær með almennu umtali um breytt skipulag. Ef Bandaríkin ætla að auka aðstöðu flotans hér við land, hlýtur þar fyrst og fremst að vera átt við kafbátaflotann, því aðrar tegundir herskipa þykja nú næsta haldlausar. Bandaríkin hafa lagt mikið kapp á að auka kafbátaflota sinn, en kafbátarnir eru búnir flugskeytum, og hafa bandarískir sérfræð- ingar ekki farið neitt dult með það að ætlun þeirra sé að hafa stöðugan vegg kafbáta fyrir norðan Sovét- ríkin, og verði þeir búnir kjarnorkuvopnum sem hægt sé að skjóta á land með flugskeytunum. Þessir kafbátar eru einvörðungu árásartæki, og þess er enginn kostur að teneia þá við „varnir“ eða „vernd“ Verði komið upp bækistöð fyrir slíka kafbáta hér á landi er verið að gera ísland að margfalt hættu- legri herstöð en verið hefur, og eftir það geta ekki einu sinni hernárpsmenn haldið því fram að hér séu aðeins „varnarstöðvar“. Ijað er ömurlegt að slík áform skuli höfð uppi ein- * mitt nú þegar allar vonir eru við það bundnar að dregið verði úr herstöðvum, hervæðingu og vald- stefnu, og að það skuli fylgja fregnunum að eina á- hugamál íslenzku stjórnarinnar sé það að ekki megi fækka um einn mann í hinu erlenda liði. — m Ríkisstjórn Sjálfstæðis- flokksins og Alþýðuflokks- ins tókst að reka hið ný- kjörna Alþingi heim mánu- daginn 7. desember, og voru þá átján dagar frá þvi þing kom saman. Ætlun'n var að reka alþingismenn heim viku fyrr, 30. nóvember, sá dag- ur var tiltekinn í þings- áyktunartillögunni, sem for- sætisráðherra flutt5. Segja má að ein vika þinghalds til eða frá skipti ekki meginmáli. Því fer þó fjarri að þessi vika sem vannst gegn vilja rikis- stjórnarinnar, hafi verið gagnslaus eða gagnslitil. Á þeirri viku fóru fram á Al- þingi mik'ar umræður um fj'rirætlanir ríkisstjórnarinn- ar. Þar kom margt fram, ekki sízt um reynslu liðinna ára af afturhaldsráðstöfunum álíkum þeim sem Ólafur Thórs og kumpánar eru nú að ráðgera, sem ætla má að nýjum og óreyndum þing- mönnum hafi ekki verið ljóst. Og lærdómsríkt var það e;nnig að sjá ráðherra íhal'dsins og l'ðsauka þess í uppnámi, úrræðalausa og vandræðalega, hvernig þeir snerust kringum einu og sömu hugmyndina: Losum okkur við Alþingi, rekum þ’ngmenn heim, svo að við fáum frið og næði til að und- irbúa árásirnar á lífskjör fólksins, svo við megum finna nógu lævísleg ráð til að gera hina ríku ríkari. ★ Margt það sem fram hafði verið flutt í löngum ræðum og ýtarlegum kom skýrt fram i stuttlegum orðaskipt- um Einars Olgeirssonar og fjármálaráðherrans Gunnars Thóroddsens á laugardags- fundi 5. desember. Hváð eftir annað kom ráðherrann upp í stólinn, og reyndi að verja rík:sstjórnina, verja óskeikulleik sérfræðinga hennar, verja fyrirætlanir stjórnarflolkanna. Og ráðast á Einar, gera gys að við- vörunum hans og annarra stjórnarandstæðinga, gera gys að sósialismanum. En mælskukúnstir. Heimdal'ar reyndust furðu máttlausar i munni ráðherrans. ★ Áður í umræðunum hafði Einar borið saman framlag stjórnmálamanna og svo- nefndra sérfræðinga til þró- unar íslenzkra efnahagsmála. Nú þættust allir þess um- komnir að ganga í skrokk á stjórnmálamönnum, en þó væri það staðreynd að flest það sem farsælast hefði ver- ið unnið að is’.enzkum þjóð- málum, hefði verið hugsað og framkvæmt af stjórnmála- mönnum alþýðuhreyfinganna. Hann tók til samanburðar ráð og verk tveggja há- lærðra hagspekinga, sem mjög hafa komið við sögu, benti á tengsl þeirra við Al- þjóðabankann og bandariskt auðvald; og spurði svo: „Hvað hafa þeir svo ráð- lagt þjóðinni þegar heim kom? Þeir hafa sagt að þjóð- in mætti ekki búa við þau 'lífskjör, sem við stjórnmála- mennirirr og alþýðuhreyfing- in á Is’andi höfum skapað lienni. Þeir hafa ráðlagt að rikið ætti ekki að gera ráð- stacanir til að koma upp at- vinnutækjum í landinu. Það væri ekki þess verkefni að annast slíkt. Þeir hafa ráð- lagt verkamönnum að þeir ættu að lækka launin og þeir ættu ekki að gera eins mikl- ar kröfur til lífsins og þeir hafa gert. Hvaðan he’dur hæstvirtur f jármálaráðherra að þeir hafi svona kenning- ar? Skyldu það ekki vera kenningar í nánu samræmi við hagsmuni þeirrar auð- mannastéttar sem þe:r álíta sig eiga að þjóna?“ ★ Einar tók enn dæmi af ráðleggingum Benjamíns Ei- rikssonar, sem þóttist hafa fundið allra meina bót með gengislækkuninni 1950, og MiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiM 1 Þingsjá 1 Þjóðviljans 1 íIiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiíT síðan fengið færi á að fram- kvæma kenningar sínar sem bankastjóri Framkvæmlda- bankans. Og Einar spurði hvort myndi líklegra sem minn’svarði um hagnýta hag- fræðiþekkingu í þjónustu ís- lenzks atvinnulífs, glerfjallið mikla við Glerverksmiðjuna, minnisvarði Benjamíns: eða nýsköpunai togararnir er bæru vitni „um mína leikmanns- hagfræði“. Myndin er skýr, nær í brennidepil því sem um var rætt: Glerverksmiðju- ævintýrið, með óhugnanleg- um brasklit ihaldsins, er gott dæmi um tilraunir af Benja- mínstaginu: nýsköpunartogar- inn — tákn um framsýni, stór- hug og raunsæi Sósíalista- flokksins og forystumanns hans, — nú veit öll þjóðin hvers virði það var að sú hagfræði komst snöggvast að í stríðslokin. ★ Og svo fékk Gunnar Thor- oddsen enn það svar að hon- um hefði skjátlazt: Marxism- inn, sósíalisminn, væri ekki orðinn úreltur. Einar minnti liann á að eftir leiðum marx- ismans væri nú verið að ger- breyta þjóðfélagsháttum á þriðjungi jarðarinnar og þar sæktu fram þjóðir sem fyrir fáum árum og áratugum voru á nýlendustigi, og svo ört að þær væru komnar í tölu framfaraþjóða heimsins. Þetta hefði gerzt vegna þess að þar væri starfað á grund- ve’li marxismans, sem verið hefði að þróast nú um heillar aldar skeið. Svo fjarri færi því að marxisminn sé „úrelt kenning“, að einm’tt nú væri hann að fara sigurför um heiminn, hann væri sterkasta kenning sem nokkurn tíma hefði verið uppi meðal manna. Kenning sem allur auðvaldsheimurinn óttast, og reynt hefur verið að berja niður með kúgun og vopna- vatdi, þó nú telji auðva'd heimsins litla von að slíkt mætti takast. Varaði Eihar fjármálaráðherra og aðra við því óraunsæi að loka augun- um fyrir mætti slíkra kenn- inga og benti loks á íslenzkar aðstæður. ★ Marxisminn hefur reyndar haft sín áhrif hér á Islandi, það lærði Gunnar Thoroddsen vonandi einnig í þessari kennslustund á Alþingi. Það sem breytt hefur íslandi frá 1942, er kraftur marxismans, sagði Einar, áhrif marxism- ans á íslenzka verkalýðs- hreyfingu og þau áhrif sem verkalýðshreyfingin hefur haft á þjóðfélagið, þó auð- valdsþjóðfélag sé. Fyrir þessi áhrif hefur alþýðunni tekizt að koma hér á betri lífskjör- um en víðast annars staðar, með því að efi’.a tækni at- vinnuveganna og leggja hart að sér á löngum vinnutíma, og með vísi af skipulagningu, þó ófullkomin sé. Það hefur meira að segja tekizt að knýja aðra flokka til að taka þátt í áætlunum um þjóðar- búskapinn í anda sósíalism- ans, og nú sem stendur býr ísland eitt auðvaldslanlda við það ástand að ekkert at- vinnuleysi er í landi, m. a. vegna þess að fyrir áhrif verkalýðshreyfingarinnar hef- úr ísland nú mikil viðskipti við lönd hins sósíalistíska heims og það hefur firrt kreppu og markaðsvandrœð- um. Islendingar búa nú við betri lífskjör en aðrar auð- valdsþjóðir vegna þess að á- hrif marxismans hafa verið þetta sterk innanlands og vegna þess að Jsland hefur tengzt heimi sósíalismans við- skiptalega. Bauðst E’nar að lokum til að kenna Gunpari meira um marxismann hve- nær sem hann vildi, en ekki tók ráðherrann því boði. ★ Hamagangur þingforseta. á föstudagsnótt í fyrri viku voru við það miðuð að rlkis- stjórnin hugðist reka þingið heim fyrir þá helgi. Það tókst ekki og var ákveðin útvarps- umræða um þingfrestunartil- löguna á mánudagskvöld. Og loks tókst að þvinga ríkis- stjcrnina til að taka bráða- birgðalögin um búvöruverðið á dagskrá síðasta dag neðri deildar. Kom þar fram rök- studd dagskrá frá Einari Ol- geirssyni, er miðaði við að málið yrði leyst með laga- breytingu er undirbúin yrði í þinghléinu. Lagði Einar þunga áherzlu á mikilvægi sex mannanefnídar samkomu- lagsins og framhaldandi sam- vinnu bænda og verkamanna. Frá afgreiðslu málsins hefur verið sagt hér í blaðinu. Rök- studda dagskráin var felld en bráðabirgðalögin samþykkt til 3. umræðu með atkvæðum þingmanna Sjálfstæðisflokks-

x

Nýi tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.