Nýi tíminn - 17.12.1959, Blaðsíða 8
&) — NÝI TÍMINN — Fimmtudagur 17. desember 1959
í 1.
Tveir bókaútgefendur hafa
nú í haust séð ástæðu til að
kasta nokkrum hnútum að
bókaútgáfu Menningasjóðs.
Annar þeirra, Gunnar Einars-
son, löngum kenndur við ísa-
fold, nú forstjóri Leifturs,
flutti re'ðilestur í útvarpi.
Hinn, Ragnar Jónsson,
kenndur við smjörlikisgerðina
Smára, kom umvöndunum sín-
um á framfæri i dagblaðinu
Vísi. Þessir tveir menn hafa
án efa gefið út fleiri bækur
en nokkrir aðrir Islendingar
frá upphafi prentlistar og
fram á þennan dag. Að
óreyndu mætti þvi ætla, að
dómar þeirra um bókaútgáfu
væru á meira viti byggðir og
sanngirni en sleggjudómar
ýmissa þeirra, sem aldrei hafa
við bókaútgáfu fengizt. En
því er ekki að fagna, þegar
Bókaútgáfa Menningarsjóðs
á í hlut. Þá er eins og dóm-
greind og þekking þessara á-
gætu manna megi s'ín lítils, en
skapsmunirnir hlaupi með þá
í gönur. Báðir eru þeir kunn-
ingjar mínir góðir, og þykir
mér heldur miður, að starf-
semi forlags þess, sem ég
vinn við, skuli raska sálarró
þeirra svo mjbg sem raun ber
vitni. Þar eð ég taldi enn
fremur, að bókaútgefendur
hefðu margt annað þarfara
að gera en að bítast innbyrð-
is, ætlaði ég að láta hjá líða
að svara þeim félögum, þótt
rakalausar væru fullyrðingar
þeirra og slettur ómaklegar.
Eg leit á þær sem staðlitlar
hnútur frá keppinautum, og
raunar nokkurn vott þess, að
meðal útgáfubóka Menning'
arsjóðs væru rit, sem um-
svifamestu mennirnir í hópi
útgefenda hefðu gjarna vilj-
að koma á framfæri — ef
þeim hefði dottið það í hug
í tíma. En nú hefur þeim
Gunnari og Ragnari bætzt
liðsauki, þar sem er „fílósóf-
us“ sá, sem í gær ritar í Þjó-
viljann greinarstúfinn „Verð-
laun—ritlaun". Tekur hann
að nokkru í sama streng og
hinir fyrri siðameistarar, en
hætir þeirri ásökun við, svo
sem til bragðbætis, að for-
stöðumenn Bókaútgáfu Menn-
inaasjóðs níðist á íslenzkum
rithöfundum og reyni að flelca
þá til að afsala sér eignar-
rétti á verkum sínum. Gagn-
vart svo alvarlegri aðdróttun
og rakalausri, er naumast
hægt að! þegja. Þ.vkir mér þá
rétt að svara lítillega allri
þrenningunni, Gunnari, Ragn-
ari og „fílósófusi", vopna-
hróður þeirra.
2.
Kjarninn í ádeilum þeirra
Gunnars og Ragnars á hendur
Bókaútgáfu Menningarsjóðs
er þessi:
Bókaútgáfa Menningarsjóðs
nýtur opinbers styrks. Hún
á því ekkúað gefa út bækur,
sem aðrir bókaútgefendur
hynnu ,að vilja sinna, heldur
aðeins þau rit, sem þeir kæra
sig ekki um eða telja sér of-
vjða að koma á framfæri. Með
þéirri stefnu, sem nú ríkir,
virðist „hið opinbera" ætla
að ganga af annari bókaút-
gáfu dauðri.
Við þessar kenningar vil ég
leyfa mér að gera nokkrar
athugasemdir.
| Hér koma út árlega hátt á
sagt, má ljóst vera, að það er
hin mesta fjarstæða að B.M.
sé rekin með það í huga, að
ganga af öðrum bókaútgefend
um dauðum. Er mér um það
kunnugt, að miklu fremur
vakir það fyrir forráðamönn-
um hennar, að kosta kapps
um útgáfustarfsemi, sem
gagnleg má teljast, en önnur
forlög sneiða hjá, sakir þess
að hún krefst mikillar fjár-
festingar en hagnaðarvonin er
engin. Hitt finnst mér satt
að segja nokkuð óbilgjörn
krafa, að B.M. megi aldrei
eiga frumkvæði um að gefa
út bók, ef einhverjar líkur
eru til að hún seljist fyrir
kostnaði! Meðan forlagið
sinnir fyrst og fremst hinum
stóru verkefnum, sem aðrir
Menningarsjóður hefur gefið út allt sem eftir Stephan
G. Stepliansson liggur, kvæði hans, bréf og ritgerðir.
Má Menningarsjóður gefa
■ ífcúÖ
út seljanlegar bœkur?
þriðja hundrað bækur.
Stærstu forlögin gefa út 30--.
40 bækur hvert. Bókaútgáfa
Menningarsjóðs gaf iöngum
út 6—10 bækur á ári, en
s'íðustu tvö árin hefur hún
gefið út nálægt 20 bókum,
þar af 10—12 til sölu á al-
mennum bókamarkaði, Þetta
eru öll ósköpin, sem vaxa
hinum- stóru útgefendum svo
mjög í augum. Af þeim um
það bil 12 bókum B.M., sem
koma á almennan bókamark-
að, er fullur þriðjungur gef-
inn út eingöngu i því skyni,
að koma þörfum ritum á
framfæri, þótt voniaust megi
heita að þau seljist fyrir
kostnaði. Um aðrar bækur
ýmsar er það að segja, að
brugðið getur til beggja vona
um sölu þeirra, svo sem löng-
um vill verða um útgáfustarf-
semi hér á landi. Loks gefur
forlagið út margar bækur,
sem sameina það tvennt, að
vera merkar bækur og hafa
góða sölumöguleika. Hins
vegar reynir forlagið að
sneiða sem mest hjá þeim
flokki bóka, sem verið hefur
í stærra lagi hjá ýmsum öðr-
um útgefendum. Á ég þar við
bækur, sem eru gildislausar
með öllu, en eingöngu send-
ar á markað í’ hagnaðarskyni.
Geti st.yrkur sá, sem B.M.
nýtur, komið í veg fyrir að
útgáfan falli í þá freistni, að
gefa út seljanlegt rusl, tel
ég honum ekki illa varið.
Auðsætt er, að fæst einkafor-
lög telja sig geta án þess
háttar útgáfustarfsemi verið.
Slíkt er að v'ísu mannlegt, en
menningarstarfsemi er það
ek'ki. Að vísu er það einka-
forlag, sem teljast má til fyr-
irmyndar í þessu efni. Eg á
þar við Hlaðbúð. Forstjórinn
heitir að sönnu Ragnar Jóns-
son, en ekki er sá Ragnar
kenndur við smjörlíkisgerð-
ina Smára.
3.
Styrkur sá, sem B.M. nýtur
úr Menningarsjóði, nemur
stórum lægri upphæð en þeir
Gunnar og Ragnar virðast
gera sér í hugarlund. Sann-
leikurinn er sá, að Bókaút-
gáfa Menningarsjóðs verður,
á svipaðan hátt og önnur
forlög, að reka meginhluta
starfsemi sinnar fyrir fé það,
sem inn kemur fyrir seldar
bækur. Útgáfa þessi er að
því leyti ver sett en sum önn-
ur forlög, að hún býr ekki
við eigið húsnæði, á ekki
prentsmiðju né bókbands-
vinnustofu. Hinn opinberi
styrfíur gerir henni hins veg-
ar kleift að gefa út fremur
en ella myndi nok.kur þau rit,
sem forráðamenn hennar telja
eiga erindi á prent, enda þótt
vonlaust megi teljast að þau
seljist fyrir útgáfukostnaði. Á
það t.a.m. við um doktors-
ritgerðir og önnur fræðirit.
En verulegur hluti styrksins
fer til að greiða undirbún-
ingsvinnu við kostnaðarsöm og
og stór verk, sem litlar eða
engar líkur eru til að einka-
útgefendur telji scr kleift að
láta vinna. Skulu hér nefnd
5 slík verk, sem þegar eru á
döfinni:
Saga Islendinga, tólf binda
rit. Siö eru þegar komin út.
Orðabók íslenzkrar tungu
handa skólum og almenningi,
eitt stórt bindi. Verk þetta
er þegar vel á veg komið.
Blaðagreinar Jóns Sigurðs-
sonar, þrjú bindi, sem koma
eiga út árið 1961.
Lýsing íslenzkra sögustaða,
ásamt myndum og uopdrátt-
um. Það verk er áætlað 4
bindi.
íslenzk skáld síðari alda
í vönduðum textaútgáfum, á-
samt rækilegum formálum og
skýringum, Ilér bíða hvar-
vetna óleyst verkefni, sem
full þörf er að sinna. Standa
vonir til að útgáfa þessi geti
hafizt innan skamms.
Fleiri stórvirki biða, en
fjármagn skortir.
4.
Samkvæmt því, sem nú var
í þessari grein svarar
Gils Guðmundsson,
íramkvæmdastjóri
Menntamálaráðs, á-
deilum sem íram haía
komið hér í blaðinu
og annarsstaðar á
Bókaútgáíu Menning-
arsjóðs og verðlauna-
veitingar Mennta-
málaráðs íyrir ís-
. lenzk skáldrit.
útgefendur sneiða hjá, fæ ég
ekki skilið að í því sé fólgin
stqrfelld hætta, þótt það gefi
út árlega fáeinar álilegar
sölubækur. Það er alger mis-
skilningur, að úgáfa þeirra
bóka sé styrkt af opinberu fé.
Þær eru verðlagðar á sama
hátt og bækur annara útgef-
enda, með það 'í huga, að
kaupendur beri útgáfukostn-
aðinn allan. Væru útgáfubæk-
ur Menningarsjóðs óeðlilega
lágt verðlagðar, gæti ég ákaf-
lega vel skilið, að öðrum út-
gefendum þætti nærri sér
höggvið. En svo er ekki.
5.
Einhver kynni nú að spyrja
Hvað veldur hinu afar lága
verði á bó'kum þeim, 5 að tölu,
sem félagsmenn Bókaútgáfu
Menningarsjóðs og Þjóðvina-
félagsins fá fyrir árglald sitt?
Er sú útgáfa ekki stórlega
styrkt af opinberu fé?
Þessu er eklci þannig farið.
Ástæðan til hins lága verð er
eingöngu sú, hve félagsmenn
eru margir og útgáfustarf-
semin tiltölulega örugg. Vit-
að er fyrirfram nokkurn veg-
inn, hvað upplög bókanna
mega vera stór, og síðan eru
félagsmönnum seldar bækurn-
ar á útgáfukostnaðarverði.
Eg hef orðið þess var, að
ýmsir útgefendur — Gunnar
og Ragnar eru ekki einir um
það — hafa horn í siðu
þeirra bókafélaga, sem hér
hafa risið upp á síðari árum
í þeim tilgangi, að afla fé-
lagsmönnum ódýrra bóka.
Þeir halda vafalaust, að
þessi starfsemi dragi mjög úr
annarri bókasölu. Eg er hins
vegar sannfærður um, að hér
er um misskilning að ræða.
Eitt sinn óttuðust bókaút-
gefendur það, bæði hér og
erlendis, að fjölgun almenn-
ingsbókasafna myndi stór-
spilla bókasölu og gera bóka-
útgáfu torveldari en verið
hefði. Reynslan hefur hins
vegar sýnt, að ótti þessi var
ástæðulaus. Mun hins vegar
mega færa að því allsterk
rök, að almenningsbókasöfn
auki lestrarfýsn manna og
löngun þeirra til að eignast
nokkurt safn góðra bóka. Á-
þekku hlutverki hygg ég að
bókafélögin hafi að gegna.
Hinar ódýru bækur þeirra
hafa orðið stofn að þúsund-
um heimilisbókasafna víðs
vegar um land. En það er
segin saga, að þar sem stofn-
inn er kominn, hafa menn
hneigð til að bæta við og
auka safnið. Fjölgun heimilis-
bókasafna hefur einnig haft
örvandi áhrif á sölu bóka,
sem ætlaðar eru til gjafa.
Fæstir velja bók til að gefa
fólki á því heimili, þar sem
engar bækur eru fyrir. En sé
vitað, að heimilið eigi vísi að
heimilisbókasafni, fer vel á
þy'í að láta nýja bók flytja
þangað vinarkveðju um jól og
við önnur hátíðleg tækifæri.
Mér er nær að halda, að
bókafélögin hafi fremur en
hitt stuðlað að aukinni bóka-
sölu, þegar á allt er litið.
6.
Eg vík loks að hinni ein-
'kennilegu heimspeki, sem
,,fílósófus“ bar á borð fyrir
lesendur Þjóðviljans í gset”.
Ritsmíð hans fjallar einkum
um tvenn verðlaun, sem
Menntamálaráð hefur heitið
íslenzkum rithöfundum, hin
fyrri fyrir skáldsögu, hin, síð-
ari fyrir leikrit.. FyrtC. verð-
launin, 75 þúsund krónur,
hafa þegar verið veitt, svo
sem kunnugt er. Þau hlaut
Björn Th. Björnsson fyrir
skáldsöguna Virkisvetur. Síð-
ari verðlaunin, 30 þús. kr.
fyrir nýtt, íslenzkt leikrit,
voru auglýst nýlega. Frestur
til að skila handritum er til
1. október 1960. ,,Fílósófus“
tekur upp hanzkann fyrir ís-
lenzka rithöfunda og telur
Framhald á 11. siðu.