Nýi tíminn - 17.12.1959, Blaðsíða 9
4X — ÓSKASTUNDIN
Framhaldssagan 5.
Sagan af StóraÖrinu
eftir George B ird Gnnhell
„Ég veit hvar hann
býr“, sagði fjallakötur-
inn. „Bíddu hér; það er
áliðið. Á rnorgun skal ég
fylgja þér að troðningn-
um sem liggur niður að
stóra vatninu. Hann býr
hinu megin við það“.
Árla næsta morguns
fyigdi fjalkötturinn hon-
um að troðningnum, og
Stóra-Örið þræddi hann
niður að jaðri vatnsins.
Hann horfði yfir vatnið
og hjartað stanzaði næst-
um þvi í brjósti hans.
Aldrei hafði hann séð svo
stórt vatn. Hann sá ekki
ströndina hinum megin,
og það virtist endalaust.
Hann settist niður á bakk
anum. Fætur hans voru
Urslit í klipp-
myndasamkeppni
Framhaid af 1. síðu.
Fnjóskadal, Kópavogi,
Norðfirði Reykjavík,
Reykhólasveit, Siglufirði,
Skagafirði, Vestmanna-
eyjum og Vífilsstöðum.
Langflestar myndirnar
komu úr Reykjavík eins
og eðlilegt er, en mynd-
irnar frá börnum úti á
landi voru ekki síður
gerðar.
blóðrisa og mokkasinurnar
útslitnar. Hann var bú-
inn að missa kjarkinn.
,.Ég kemst ekki yfir vatn-
ið,“ sagði hann. ,,Ég get
ekki snúið aftur til henn-
ar. Hérna, við þetta vatn,
mun ég deyja.“
En þegar neyðin er
stærst er hjálpin næst.
Tveir svanir komu synd-
andi að bakkanum til
hans. „Hversvegna ert
þú kominn hingað?"
Spurðu þeir. „Hvað vilt
bú hinffað svo langt frá
þínu fóiki?“
„Ég er hér til að
deyja,“ svaraði Stóra-Ör-
ið „Langt í burtu í land-
inu minu er föeur stúlka.
És vii kvænast henni. en
sólguðinn á hana. Þess
veena fór ée af stað tii
að leita hans svo ég gæti
flutt honum boð frá
henni. Ég hef ferðast
mörg dægur og malurinn
minn er tómur. Ég kemst
ekki yfir þetta víðáttu-
mikla vatn, þess vegna
mun ég deyja hérna.“
„Nel,“ sögðu svanirnir.
„Það munt þú ekki gera.
Hinu megin við vatnið er
bústaður sólguðsins, og
við munum bera þig á
bakinu yfir um.“
Stóra-Örið reis á fætur
og hann hafði aftur feng-
ið kjarkinn. Hann óð út
í vatnið og lagðist á bök
svananna, og þeir lögðu
af stað. Vatnið var hræði-
leg^ djúpt og dökkt. Það
bjuggu kynjaverur og
skrímsl i því sem grönd-
uðu mönnum, en svanirn-
ir báru hann yfir heilan
á húfi.
Það var breiður, bratt-
ur stígur upp frá strönd-
inni hinum megin.
„Kva, kva“, sögðu svan-
irnir. „Nú ert þú hérum-
bil kominn að bústað sól-
guðsins. Farðu þennan
stíg, og þú munt bráðum
sjá hann.“
'(Framhald.)
Jólamyndin
Milli 10 og 20 myndir
hafa borizt og munum við
velja jólamyndina í næstu
viku og verður hún á
forsíðu síðasta laugardag
fyrir jól.
Laugard. 12. desember 1959 — 5. árg. 41. tbV
Ritstjóri Vilborg Dagbjartsdóttir — Útgefandi Þjóðviljinn
FRIÐUR
Þessi mynd er af kínverskri móður, sem er að lesa með
syni sínum. Hún sýnir honum mynd af dúfu og orðið, sem
þýðir friður. Myndin er eftir Wang Wei og er tréskurðar-
mynd.
Úrslit
í klippmyndasamkeppninni
Þegar við ákváðum að
efna til klippmyndasam-
keppninnar bjuggumst við
tæpast við svo mikilli
þátttöku, þar sem klipp
er frekar fátítt hér á
landi, reyndin varð nú
samt önnur, í engri sam-
keppni hefur verið betri
þátttaka hjá okkur. Við
fengum 220 myndir og
síðan hafa borist 5 og
teljum við þær með þótt
seint hafi komið. Það er
sannarlega gaman að þið
skulið vera svona áhuga-
söm og okkur finnst bara
eitt leiðinlegt og það er
að geta ekki gefið ykkur
öllum verðlaun.
Myndirnar komu víðs-
vegar að frá: Akureyri,
Bárðardal, Berufirði,
Blönduósi, Biskupstung-
um, Fljótsdalshéraði,
Framhald á 4. síðu.
----Fimmtudagur 17. desember 1959 — NÝI TÍMINN — (9
Virkisvetur metsolubók um land allt
- önnur átgáía þegar í undirbúningi
Þjóðviljinn fregnaði í gær, að
i undirbúningi væri 2. útgáfa af
verðlaunaskáldsögu Björns Th.
Björnssonar, Virkisvetri, þar sem
upplagið væri á þrotum, þrátt
fvrir að það var óvenju stórt.
Blaðið sneri sér því til fqrstjóra
Bókaútgáfu Menningarsjóðs, Gils
Guðmundssonar og innti hann
eftir því, hvort þetta væri rétt
hermt. Kvað hann það rétt. að
byrjað væri að vinna að 2. prent-
un bókarinnar.
— Hvað var upplagið stórt?
— 5000.
— Ogi er það alveg þrotið?
— Já, það eru farin 4000 þús-
und eintök, en við eigum 1000 í
bandi og fáum þau á þriðjudag-
inn. Þau eru hins vegar næstum
upppöntuð og eftirspurnin hef-
ur verið svo mikil undanfarið, að
við höfum orðið að taka upp
skömmtun á bókinni síðustu
dagana.
— Er þetta ekki óvenjumikil
saia?
— Jú, sú mesta sem við þekkj-
um hér, og það kæmi mér ekki
á óvart, að þetta væri mesta
saia á einstakri bók hér á landi.
— Hvað er bókin búin að vera
lengi á markaðnum?
— Réttan mánuð, og það er
ekkert lát á sölunni.
— Þið hafið ekki gert ráð
fyrir svona mikilli sölu.
— Við vorum alltaf bjartsýn-
ir, en við áttum ekki von á svona
miklu. Ég gerði mér vonir um að
hægt yrði að selja núna ein 4000
eintök og þá ættum við 1000 til
þess að selja seinna.
— Hvað aetli sé venjulegt upp-
lag af bókum hér?
— Það er ákaflega misjafnt.
Algengt að það sé frá 1200 til
3000. 2000 má telja mjög góða
sölu og það er heldur gott að
seija 1500 eintök á fyrsta ári.
Sumar bækur eru þannig, að þær
seijast aðallega fyrsta árið, t.d.
ýmsar þýddar bækur. Aðrar selj-
ast rólega, svo sem verk íslenzkra
höfunda, einkum ritsöfn.
— Hvernig hefur salan verið
úti á' landi?
— Það hefur einkennt söluna
á þessari bók hvað hún hefur
verið jöfn um allt land. Aftur á
móti seljast sumar bækur aðal-
lega hér í Reykjavik eða kaup-
stöðunum.
Blaðið sneri sér einnig til
nokkurra bóksala til þess að
grennslast eftir sölunni á bók-
inni, einkum í samanburði við
aðrar bækur.
Sigríður Sigurðardóttir deildar-
stjóri í ísafold sagði, að þar
væru tvær bækur einna sölu-
hæstar, Virkisvetur og bók
Freuehens Um heimshöfin sjö.
— Er ekki Virkisvetur búinn
að vera lengur á markaðnum?
— Jú, í mánuð, hin kom fyrir
hálfum mánuði.
— Og hefur salan á Virkis-
vetri verið jöfn?
— Já, nokkuð jöfn; hún er bú-
in að seljast alveg geysilega.
Annars er aðaljólasalan eftir.
Hún verður í næstu viku.
Þegar blaðið spurði Jónas Egg-
ertsson, verzlunarstjóra í Bóka-
búð Máls og menningar, hver
væri mesta sölubókin hjá honum,
var hann fljótur til svars.
— Virkisvetur svo langmest,
Hún er búin hjá okkur í bili.
Við höfum líka verið söluhæst
í bænum með hana. Erum búin
að selja hátt á þriðja hundrað.
— Er þetta ekki óvenjulega
mikil sala?
— Ég man varla eftir svona
mikilli sölu á bók að undan-
skildum bókum Kiljans. Salan
á þeim er svo stöðug allt árið.
Bragi Brynjólfsson taldi líka,
að Virkisvetur væri mesta sölu-
bókin hjá sér.
— Ætli hún sé ekki söluhæst
í flestum bókabúðum, bætti hann
við.
Að lokum átti blaðið tal við
Þorvarð Magnússon verzlunar-
stjóra í Bókabúð KRON og hann
komst einnig að þeirri niður-
stöðu, að Virkisvetur væri mesta
sölubókini hjá sér.
— Hún er líka að verða búin
hjá okkur, sagði hann.
— Er salan á henni nokkuð
farin að minnka?
i— Nei, nei. Hún er með því
bezta, sem ég man eftir. Annars
er virkileg jólasala fyrst að
byrja núna.
Það virðast sem sagt allir á
einu máli um, að Virkisvetur sé
metsölubókin í ár, og enn er
mesta söluvikan eftir, svo að ekki
er ólíklegt, að hún eigi eftir að
slá öll fyrri met í sölu, a.m.k. á
jafn skömmum tíma.
Mikil síld,
en engin tæld
til bræðslu
Ágæt síldveiði var við
Vestmannaeyjar í gær, eins
og undanfarna daga, og
voru margir bátar við
veiðar fyrir sunnan Eiðið
allt fram í myrkur.
Snemma dags kom vélbát-
urinn Hilmir inn með um
700 tunnur síldar, en for-
maður á honum er Jón
Valgarð Guðjónsson. Marg-
ir bátar aðrir fengu góðan
afla.
Eitthvað af aflanum sem
veiðist við Vestmannaeyj-
ar fer í. frystingu til beitu,
en allan meginafla sinn
verða Vestmannaeyingar að
flytja til bræðslu í útgerð-
arstöðvunum við Faxaflóa,
vegna þess að engin síldar-
verksmiðja er í Eyjum.
Tæki til bræðslu feitfisks
voru sett í fiskimjölsverk-
smiðjuna í Vestmannaeyj-
um fyrir nokkrum árum, en
lýsisvinnslan með þeim
gengur svo illa að þau
eru ónothæf. Það er því
eitt af mest aðkallandi
verkefnum sjávarútvegsins
í Eyjum að koma þar upp
sildarverksmiðju.