Nýi tíminn


Nýi tíminn - 17.12.1959, Blaðsíða 10

Nýi tíminn - 17.12.1959, Blaðsíða 10
'ÓSKASTUNDIN — '(3 Við vorum búin að ákveða að veita þrenn verðlaun en höfum bætt við tvennum svo veitt verða fimm verðlaun. I. verðlaun 200,00 kr. liijóta þau Þorsteirin Helga- son. 12 óra, Nökkvavogi 21 Reykjavík og Soffía K. Jónsdótt- ir, 12 ára, Lyngholti, Bárðardal. Myndir Þorsteins eru efst til hægri á myndinni og heita Flótt- inn til Egyptaiands og Maður ríðandi ó asna. Soffía fær hins- vegar verðlaun fyrir mynztur- klipp. og eru myndir hennar 24 saman á miðri myndinni til vinstri. II. verðlaun 100 kr. fær Gréta Mörk Karisdóttir Jaðri við Akur- eyri. Myndir hennar eru neðst til hægri 6 saman og heita: Rós, Búkolla með barnið sitt, Hestur, liundur og köttur, Svanir á vatni, Mjallhvít með barnið sitt og Spil. III. verðlaun 50,00 kr. fá þær Guðrún Jónsdóttir 9 ára, Bás- enda 1, Reykjavík og I-Iallgerður Gísladóttir 7 ára( Seldal. Norð- firði. Mynd Guðrúnar heitir ung- ar að brjótast út úr eggjum og er ofarlega ó vinstri myndinni. en mynd Hallgerðar er neðarlega á vinstrimyndinni og er af tveim krökkum og hundi og gæs. Við þökkum öllum sem tóku þátt í keppninni og okkur þykir leiðinlegt að geta hvorki birt í litla blaðinu okkar né stillt út í gluggann öilum myndunum sem komu. Þeim sem sendu myndirn- ar, sem ekki eru birtar er það að þakka að við gátum haldíð sýn- ingu og þess vegna viljum við þakka þeim sérstaklega. 50) — NÝI TÍMINN — Fimmtudagur 17. desember 1959 ----- AðkomufálkiS í Eyjism á heMingii ó kauptryggingu um vertíðina ráða sig ekki nema að fá kauptryggingu, eða á annan hátt sé úr þessu ranglæti bætt. Munið máltækið: Sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér. J.Þ. Reyðarfirði Að gefnu tilefni vil ég und- irritaður gera nokkra grein fyrir hvernig fariþ er með aðkomufólk sem sækir at- vinnu sína til Vestmannaeyja, því að senn líður að þeim tima að frystihúsin og út- gerðarmenn þar fara að ráða til sín fólk. Tökum til dæmis vertíðina í fyrra. Eins og alkunnugt er var þá ákaflega stirð tíð framanaf vertíð og miklar ógæftir, sérstaklega i febrú- armánði. Af þeim sökum varð auðvitað mikil kyrrstaða og sáralítil atvinna. Til dæmis voru ekki farnir nema fjórir eða fimm rcðrar í þeim mán- uði, enda kom að því að fólk sem var komið hafði ekki líkt því fyrir fæði. Nú kom að því að fólkið þurfti að greiða uppihald fyr- ir þennan umrædda mánuð. Og hvernig átti það svo að geta það? Jú, forráðamenn frystihúsanna fundu það fljótt út. Þegar marzmánuð- ur var gerður upp, þá var tekið af kaupi þess mánaðar til að dekka febrúar. Mér er kunnugt um að það var farið framá það við for- ráðamenn frystihúsanna að þeir borguðu helmmg af uppi- ha'dinu fyrir febrúar, en við það var ekki komandi. Þetta var þó að mínu áliti í fyllsta máta sanngjarnt, ekki sízt þegar það er haft í huga að það er auglýst eftir fólki strax um áramót, og auðvitað er það í þágu beggja aðila. Nú er það svo að uppihald í Vestmannaeyjum er mjög dýrt. Fyrir karlmann mun það kosta 1600 til 1700 kr. á mánuði. Með öðrum orðum, miðað við átta stunda vinnu á dag þarf tólf idaga til að vinna fyrir eins mánaðar uppihaldi. Einnig má skjóta því hér inn að heimamenn sitja al- gerlega fyrir vinnu þegar um litla vinnu er að ræða. Ég tel með öðrum orðum að að- komufólkið sé nokkurskonar varaskeifur, sem grip'ð er til þegar mikið berst á land og heimafólkið ekki annar því. Úr þessu misferli verður tafarlaust að bæta. Nú er það svo að sjómenn hafa kauptryggingu, en landfólk hefur hana enga, og er því áhættan öll lijá landfólkinu ef illa gengur. Sjómenn geta haf-t ágætar tekjur á stuttum tíma, þó að landmaður hafi sáralítið, eins og sýndi sig í fyrra, þegar margir sjómenn höfðu upp í 50 til 60 þúsund eft’r vertíðina. Ég tel að Alþýðusamband íslands og þingmenn Alþýðu- bandalagsins verði að vinna að því nú þegar eða fyrir næstu vetrarvertíð að koma á kauptryggingu fyrir landfólk og bæta þannig kjör fólks'ns sem atvinnu sína þarf að sækja langt að. Þeim sem eitthvað þekkja til í Vestmannaeyjum dylst það ekki, að allt er gert til að plokka af aðkomufólkinu. Ég tel að við munum hafa þetta í hendi okkar, ef við stöndum vel saman, og ég skora á þá sem að undan- förnu hafa farið á vertíð að Flugvélin sovézk yfirgsfin fyrir fjérnm árra Flugumferðastjórninni barst um helgina svar frá sovézka sendiráðinu hér við fyrirspurn- inni um rússneska flugvélar- flakið í ísnum við Grænland. Er þar greint frá því, að við- komandi yfirvöld í Sovétríkj- unum hafj viðurkennt að hér myndi vera um sovézka flug- vél að ræða sem skilin hefði verið eftir á ísnum á árinu 1955. Áhöfn flugvélarinnar var bjargað heilli á húfi. Vestmanna eyjaliöf n.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.