Nýi tíminn - 02.06.1960, Blaðsíða 2

Nýi tíminn - 02.06.1960, Blaðsíða 2
2) — NÝI TÍMINN — Fbnmtudagur 2. júní 1960 105. páttur — 31. maí 1960 ÍSLENZK TUNGA Böðvarsson. ELGUR Ritstjóri: Árni ORÐAB Birgir Stefánsson, Bjargi, Nes- kaupstað. skrifaði mér snemma i vetur og segir þar m.a.: „Ég minnist þess að í íslenzkuþætti í útvarpinu sl. vetur. var talað um sögnina að mimpra eða mimra, sem er skyld mimre í dönsku og þýðir að kumra eða japla. eftir því sem Halldór Halldórsson segir í stafsetn- ingarorðabók sinni. Þessar sagnir hefi ég aldrei heyrt hér eystra í talmáli, en þær minntu mig á aðra sögn sem ég hef oft heyrt og er töluvert notuð. Það er sögnin að mingra . . . Hún er notuð í sömu merkingu og' mjatla, kjótla, og það er talað um að „mingra einhverju ofan í sig“, ef menn borða með semingi. Þetta er mjög algengt hér um slóðir, einkum í Reyð- arfirði, en þar er ég alinn upp. Mér þætti vænt um, ef þú gæt-„ ir sinnt þessu einhvern tíma og talað um þessar þrjár sagnir: mingra, mjatla og kjótla (kvotla), en uppruna þeirra veit ég ekki, Ef til vill er sögn- in að mingra ekki íslenzk að uppruna, heldur erlent töku- orð?“ Sögnin að mingra er í orða- bók Sigfúsar og er þar þýdd með „léka dálítið“ eða ,,mjaka“: mingra sér að einhverju. Þar er hins vegar ekki orðasambandið að mingra einhverju ofan í sig, ,sem Birgir talar um. Hún kem- u.r ekki íyrir í orðabókum um fornt ritmál íslenzkt, en Orða- bók, Háskólans hefur tvö dæmi frá Stefáni Ólafssyni (17. öld), og virðist merkingin þar vera sú sama og nú tíðkast. Enn- fremur kemur hún f.vrir hjá Guðmundi Bergþórssyni. Ekki get ég í fljótu bragði fundið út- lent orð sem hún gæti verið dregin af, enda sé ég ekki á- stæðu til að ætla að hún sé út- lend að uppruna. Sögnin að mjatla er í orðabók Sigíúsar og hefur þar nokkr- ar merkingar, sem eru hver annarri skyldar: 1) skera bita af, bita niður. í þessari merk- ingu er hún noiuð með þol- falli: mjatla eitthvað, og einn- ' ig er hún til í miðmynd: það er 'farið að mjatlast á brauðið mitt = það er tekið að minnka. 2) flytja eitthvað hægt úr stað, og er um það tekið dæmið: Ég heid ég geri ekki annað en mjatla því út eftir. Þar er þessi notkun merkt Vestfjörðum. — 3) japia skærum. það er hreyfa þau eins og verið sé að kiippa, en hafa þó ekkert á milli arm- anna. Þessi notkun er tilgreind austan úr Breiðdal. Orðið er ekki til í fornu rit- máli og elztu dæmi í Orðabók Háskólans eru frá 18. öld. Þar er sögnin að mjata í samband- inu að mjata einhverju til = jþoka tii. Heimildarmaður er Vopnfirðingurinn og skáldið iÞorsteinn Valdimarsson, en ekki er þessi mynd orðsins i orðabók .Sigfúsar. í orðsifjabók sinni teiur próf. Alexander Jóhannesson að Æögnin að mjatla sé skyld að meta, etnnlg metnaður og hvor- ugkynsorðin mát í merkingunni mál, mælir, hóf, sbr. mátulegur = hæfilegur. Sagnirnar að kjótla og kvotla virðast merkja hið sama hjá Birgi, eftir orðalaginu á bréíi hans að dæma. Ég er þó ekki viss um að svo sé alls staðar eða hjá öllum þeim sem nota þessi orð. Þær eru báðar í orða- bók Sigfúsar, en kjótla er þar þýdd með „smáflytja, flytja í smáskömmtum, kjótla við að ausa með litlu íláti, bolla t.d., úr stó.ru íláti eins og tunnu“. En kvotla eitthvað (eða einhverju) og kvotla við eitthvað er þar þýtt með hanga við eitthvert verk, vera latur og hirðulaus við verk. Ég' þekki sögnina að kjótla úr daglegu máli sunnanlands í sömu merkingu og tilgreind er hjá Sigfúsi. En kvotla þekki ég ekki úr daglegu tali. Á það er þó rétt að benda að ekki af- sannar það tilvist einhvers á- kveðins orðs í eiahverju hér- aði, þó að maður úr héraðinu hafi aldrei heyrt það og vilji, helzt fullyrða að það sé aldrei notað þar. Um það mætti segja ýmsar skemmtilegar sögur. — Hins vegar þekki, ég myndina að kvotla einhverju í sömu merkingu og kjótla. Sigfús Blöndal tilgreinir í orðabÓK sinni, sögnina að hvotla = gera eða gefa eitthvað í smáum skömmtum og tekur dæmi um hana úr leikjitinu Útsvarið eft- ir Þorstein Eg'ilsson kaupmann í Hafnarfirði, en hann var son- ur Sveinbjarnar Egilssonar og uppalinn í Reykjavík. Ekki held ég sé efamál að samruglingur hefur orðið milli þessara orða, t.d. eftir að vá í fornu máli varð vo, en sögnin að hvotla eða kvotla hefði átt að vera með vá að. fornu. Ekki treysti ég mér til að leysa úr því hver er uppruni þessara orða né rekja merk- ingarbreytingar þeirra eða gagnkvæm áhrif, og hverfum við þar með frá bréfi Birgis. Stefán Sigurðsson kennari hefur kennt mér sögniná að liesírísa um nautgripi, þegar þeir rísa upp eins og hestar, það er fyrst á framfæturna, en eins og allir gamlir fjósamenn vita, rísa kýr venjulega fyrst upp á aíturfæturna, öfugt við hross. Stefán hefur þetta orð eftir ömmu sinni, sem var upp- alin í Lóni í Austur-Skaíta- fellssýslu, og segir að hún hafi tekið svo til orða: „Það er kall- að þær hestrísi, þegar þær rísa svona upp“ Þessi mynd er ekki í orðabók Sigfúsar, heldur sögn- in að hestreisa í sambandinu „hestreisa sig“, sem merkir hið sama. Hins vegar hef ég heim- ild um myndina að hestrísa austur undan Eyjafjöllum. Meðal þeirra orða sem af- bakazt hafa dálítið undarlega og án þess að ástæður til þess séu ljósar, er hringormur. Flest- ir kannast við hann í fiski, og sú trú var lengi að ef menn borðuðu hringorm, fengju þeir útbrot á hendurnar sem köll- uð voru hringormur. Ekki kann ég læknisfræðileg skil á þess- um húðsjúkdómi, en hann er einnig kallaður reformur manna á meðal, að því er ég bezt veit. — Úr daglegu tali sunnanlands þekki ég ekki orð- myndina hringormur. heldur hringurormur, og sama segja fleiri sunnlendingar sem ég hef spurt um það. Sumir þekkja þó myndina hringormur, og kann raunar að vera að hún sé sums staðar einráð sunnan- lands. Þó að myndin hringur- ormur sé röng, væri gaman að frétta hversu útbreidd hún kann að vera og þá einnig hvort hún er notuð í aukaföll- um og t.d. talað um hringur- orm. Loks er að geta orðsins trausti, sem Norðfirðingur hef- ur skrifað mér um, en um bréf hans hef ég getið áður. Skýring hans á o.rðinu er „sporöskju- lagaður kassi undir ýmislegl dót, svo sem band, gjarnan út- skorinn“. Þetta orð er ekki í orðabók Sigfúsar, og ekki held- ur i orðabókarsöfnum Háskói- ans. Um öll þessi orð sem rædd hafa verið í orðabelg'num í dag, væri fróðiegt að frétta, ef ein- hverjir lesendur kannast við þau, ekki sízt úr öðrum land- svæðum en tilgreind eru hér að ofan. 197.475 trjáplöntur gróður- settar í Heiðmörk s.l. ár Aðalfundur Skógræktarfélags Reykjavíkur var haldinn 4. maí sl. í Tjarnarkaffi uppi. Aðalfundur Skógræktarfélags Reykjavíkur var nýlega 'hald- inn. Formaður stjórnarinnar, Guðmundur Marteinsson, flutti skýrslu um starfsemi félagsins á árinu. Gat hann þess fyrst, að lokið væri nú mikilli stækk- un á húsi því, er félagið reisti í Fossvogsstöðinni á árunum 1950—1951 fvrir starfsemi sína þar. Var húsið orðið allt- of lítið eftir að störfin jukust í stöðinni, en nú er úr því bætt með nýju byggingunni. f vor eru liðin 10 ár frá því Heiðmörk var vígð og verður þess afmælis minnst með sam- komu sunnudaginn. 26. júní í Mörkinni. Alls hafa nú 52 fé- lög fengið land til gróðursetn- ingar í Heiðmörk og bættust fjögur við á árinu. Stjórn fé- lagsins hefur nú skipað sér- staka Heiðmerkurnefnd, sem á að vera stjórninni til ráðuneyt- is um tilhögun skógræktar þar og aðrar framkvæmdir. Eiga sæti í nefndinni Hafliði Jóns- son, Páll Hafstað og Einar Sæ- mundsen auk formanns' félags- ins. Framkvæmdastjóri félagsins, Einar E. Sæmundsen flutti einnig skýrslu á fundinum. Úr skógræktarstöðinni í Fossvógi voru á árinu afhentar 258.565 plöntur, en niður voru settar 553.156 plöntur. I Heiðmörk voru gróðursettar samtals 197. 475 plöntur. Var gróðursetn- ingin unnin af sjálfboðaliðum o g Vinnuskóla Reykjavíkur. Voru gróðursettar 116 þús. plöntur af Vinnuskólanum og störfuðu stúlkur einvörðungu að gróðursetningunni. Gjaldkeri, Jón Helgason, las upp reikninga félagsins og sýndu þeir, að tekjuafgangur hafði orðið rösk 125 þús. á ár- inu. Eignir félagsins í árslok námu hálfri milljón. Kjörinn var einn maður í stjórn og hlaut Lárus Bl. Guð- mundsson kosningu. Gre/3/3 Hýja fímann Keilir var lá&iztn hrekjast í þrjá sólarhringa stjórnlaus Úfger&in lag&i bann viB aöstoð Gylfa Vegna peningasjónarmiða útgerðarinnar var togarinn Keilir látinn hrekjast stjórnlaus úti á reginhafi í þrjá sólarhringa í síðustu viku. Útgerðin lagði bann við því að leitað væri aðstoðar togarans Gylfa sem var nærstaddur þeg- r Keilir bilaði- í þess stað var skipið látið reka fyrir vindi og straumi þangað til Brimnes, annar togari frá útgerð Axels Kristjánssonar, köm á vettvang eftir rúma þrjá sólarhringa. Því var engu skeytt þótt skip og menn hefðu lent í háska ef veður hefði spillzt, auk þess sem hætta er af ís á þessum slóðum. Keilir lagði úr höfn á laug- ardagskvöldið í fyrri viku, og var ferðinni heitið á miðin við Vestur-Grænland. Á þriðjudagsmorgun bilaði vélin eftir á fimmta hundrað mílna siglingu. Skrúfan festist og stýrið var nær óvirkt. Þeg- ar þetta gerðist var Patreks- fjarðartogarinn Gylfi nærstadd- ur á heimleið af Nýfundna- landsmiðum. Sneri Gylfi við, og var talað um að hann drægi Keili til hafnar, en af því varð ekki. Útgerðin mælti svo fyrir að beðið skyldi eftir Brimnesi, sem var vestur á Ný- fundnalandsmiðum. Einsdæmi Keilir var nú á reki þriðju- daginn, miðvikudaginn, fimmtudaginn og fram á há- degi á föstudag. Þá fyrst, rúm- um þrem sólarhringum eftir að skipið varð stjórnlaust, kom Brimnes:ð á vettvang. Dró það Keili til Reykjavíkur og komu skipin hingað á öðrurn tíman- um í fyrrinótt. Ástæðan til þess að hafnað var aðstoð Gylfa og Keilir látinn reka stjórnlaus þangað til Brimnesið kom, var að út- gerð skipanna viidi tryggja sér björgunarlaunin. Var þar teflt á tvær hættur, því skip- ið var stjórnlaust úti á regin- hafi þar sem allra veðra er von og is tiltölulega skammt undan- Ekki var heldur skeytt um tap skipshafnarinnar af töfinni, en hásetar höfðu að- eins tryggingu, lauslega hund- rað krónur á dag, eins og endranær þegar ekki er verið að veiðum. Það vildi til að veður hélzt gott allan tímann sem skipið var þarna stjórnlaust og eitt sér. ■. Eftir því sem ejómenn segja er framkomá útgerðar Keilis algert einsdæmi, þeir minnast þess ekki að stjórnlaust skip sé látið bíða að óþörfu á þess- um slóðum dögum saman, eft- ir hjálp við að komast til lands, til þess eins að spara útgerðinni björgunarlaun. Keilir var tekinn í slipp til viðgerðar þegar hann kom í höifn. Ekki er vitað nákvæmlega í hverju bilunin er fólgin. FYamhald af 4. síðu slóvakíu og sagði nokkuð frá högum og starfi verklýðssam- takanna í heimalandi sínu. Lagði hann áherzlu á það að verklýðssambönd hinna ýmsu landa tengdust vináttuböndum, þótt þau störfuðu við mismun- andi aðstöður í þjóðfélaginu, og árnaði íslenzkum alþýðu- samtökum allra heilla. Var máli hans mjög vel tekið á ráðstefnunni. KSI Eiefur valið 16 Noregsfara KSÍ hefur valið eftirtalda sextán menn til Noregsfararinn- ar, en landsleikur í knattspyrnu verður háður við Norðmenn í Osló 9. júní: Helgi Daníelsson ÍA, Hreiðar Ársælsson KR, Sveinn Teitsson ÍA, Árni Njáls- son Val, Garðar Árnason KR, Rúnar Guðmannsson Fram, Örn Steinsen KR, Þórólfur Beck KR, Ingvar Elíasson ÍA, Þórður Jóns- son ÍA, Gunnar Guðmannsson KR, Heimir' Guðjónsson KR, Hörður Felixson KR, Sveinn Jónsson KR, Ellert Schram KR og Bergsteinn Magnússon Val. Ekki verður endanlega gengið frá skipan landsliðsins úr þessu seytján manna úrvali fyrr en að loknum leik á mánudag.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.