Nýi tíminn - 02.06.1960, Blaðsíða 3

Nýi tíminn - 02.06.1960, Blaðsíða 3
Fimmtudagtir 2. júrií 1960 — NÝI TÍMINN — (3 31. maí n.k. tels*t Austur- kæjarskólinn eiga 30 ára af- mæli. Engin sérstök liátíða- höld'æiga sér stað í tilefni af- mænéins, M Ivjf)(hiljanum þótti viðeigandi að minnas'i jressara tímariióta -með birt- ingu myAJa úr skólalífinu og eiga stuúi viðtal við skóla- stjórann, Arnfinn Jónsson. Fréttamaður hitti á Arn- finn á skrifstofu skólans, þar sem hann var önnum kafinn að blaða í ýmsum plöggum, svara í síma og taka á móti mæðrum, sem voru að spyrja um einkunnir barna sinna. Þrátt fyrir miklar annir, gaf Arnfinnur sér tima til að svara nokkrum spurningum. Hver er þróunarsaga skólans, ef svo má að orði komast? — Skólinn var í fyrstu ætl- aður fyrir 600 börn og þá Arnfinnur Jónssou, skólafljóri nóg til að vega upp á móti fólksfjölguninni. Kennaraskól- inn hefur gert auknar kröfur til nemenda sinna á undan- förpum árurn —. að .tiÚmitan kennaranna sjálfra, en laun kennara hafa ekki hækkað að eama skapi. Kennarar munu hafa rúmlega 5 þús. króna mánaðarlaun, en til hliðsjón- ar má geta þess, að liér var í heimsókn austurþýzk kennslukona, sem hafði rúm 900 mörk í laun á mánuði, eða sem svarar 8—9 þús. kr. á mánuði. Ég hef sem skóla- stjóri 6500 kr- í laun á mán- uði, en hef fengið uppbót síð- ustu árin, vegna þess að skól- inn hefur verið tví- og þrí- settur. Aukavinna er svo borguð sér. Kennarar munu víst yfirleitt vera óánægðir með kjör sín. — Hvað er að segja um Það er ekki alltaf gleði og gaman. börnin, eru þau öðruvísi í hugsunarhætti cg hegðun í dag en t.d. fyrir stríð? — Það hefur orðið ákaf- lega mikil breyting siðan á krepputímanum; framkoma og hegðun barnanna hefur breytzt. Börnin eru frjálsari í allri framkomu og velsæld- arlegri. Það var áberandi áð- ur, að í skólanum var alltíif einn vandræðabekkur, sem kennararnir gáfust upp á hver af öðrum, en á þessu hefur ekki borið í mörg ár — það eru alltaf misduglegir bekkir, en vandræðabörn eru varla lengur til. Kennararnir og börnin umgangast hvort ann- að sem góðir kunningjar og ég hef ekki nema gott eitt að segja um börnin og þekki ekki til þeirra vandamála, sem ég drap á. Þegar börnin fara í framhaldsskóla mæta þeim erfiðleikar; hópurinn tvístr- ast, þau fá nýja kennara, eignast nýja félaga og veldur þetta losi fyrst, en síðan lag- ast það aftur. — Eru börnin í dag dug- legri við nám ? — Það er ekki gott að segja neitt ákveðið um það; þau eru að minnsta . kosti ekki óduglegri. Skólinn hefur jyngzt að surnu leyti og það var rokið í að stytta kennslu- tíma barnanna, sagt að þau nytu sín ekki vegna náms- leiða, en það er að mínu áliti tiibúningur, sem ekki á við nein rök að styðjast. Það er að sumu leyti ó- heppi’egt, að öll börn skuli læra það sama og ekki sé tekið tillit til hvert áhugi þeirra beinist. Höfuðnáms- greinar barnaskóla eru ís- lenzka og reikningur, en það’ virðast ýms’.r halda, t.d. for- eldrar, að lesgreinarnar séu höfuðnámsgreinar vegna þess að svo mikil áherzla er lögð á próf í þe:m. Það er verið að þvinga börnin til að læra svo og svo mikið, þó þau hafi hvorki þroska né getu til að læra þessar námsgreinar. Það er farið illa með tímann, bæði barnanna og kennaranna. Að mínu áliti ætti að leggja nið- ur próf i lesgreinunum og 3 skólasystur í 12 ára bekk gera námið óbundnara og frjálsara fyrir börnin og kennarana. — Er lögð jafnmikil rækt við íslenzkunámið nú? — Já, það hefur verið gert mikið átak i íslenzkukennsl- unni, sérstaklega skriflegri ís- lenzku. Fvrir nokkrum árum var flámæli og hljóðvilia al- gengt fyrirbæri, en er nú hrein undantekning í stílum eða stafsetningarverkefnum. Sumir álitu að þetta átak hafi verið gert á kostnað rit- leikni og hafi það átt við rök að styðjast, þá ætti það ekki að vera lengur fyrir liendi. Flámæli og hljóðvillur eru nú að heita má alveg úr sög- unni- —- I sambandi við les- greinarnar, h.eldur Arnfinnur fram, má segja að við séum stirðir i vöfum cg það sé þægilegt. fyrir okkur að fara sömu slóðina ár frá ári. En við höfum nú tekið aftur upp vinnubókarstarfsemi, sem féll að mestu niður i stríðinu og á árunum þar á eftir, og hef- ur í vetur verið ni'kið um ’ vinnubókákennslu. Börnin reiknað með að hann væri einsettur, en strax á öðru starfsári fjö’gaði börnunum upp í 1200 og flest voru þau 1874 á árunum 1939 — 40. Gekk þá svo langt, að fjórset- ið var í stofunum- Við nýju fræðslulögin breyttist þetta til batnaðar, en samt var fjöldi barna eftir breytinguna mestur 1711. Síðustu árin liefur börnunum farið fækk- ándi og er það að þakka þeim nýju skólum, sem voru byggðir. Í954 var t.d. byggð- lír skóli í Hlíðunum, eins- konar útibú Austurbæjarskól- ans, fyrir börn á aldrinum 7—8 ára. Hvérfask’punin hef- ur nú breytzt mikið, t.d. voru hverfaskilin milli' Miðbæjar- skólans og’ skólans okka1' komin að Frakkastíg og þótti slæmt. Var þá' verið að leit- ast við að fækka hér en fjölga í Miðbæjarskólanum. i' Eins 'og riú horfir, þá mun fækka hér áfram;’ unga fólkið flytur í nýju hverfin. T.d' voru 1320 börn skráð í skól- ann í haust, þar af voru 100 börn úr Blesugróf. —Hvernig er með kennar- ana, er skortur á þeim? Eru Austurbæjar- \ skólinn 30 ára þeir ánægðir með kjör sín? — Það varitar kennara með réttindi. Kennaraskólinn út- skrifar milli 20—30 kennara á ári og það er ekki nærri Xílubolti, slábolti, eða hvað það er nú kailað, er alltaf jaí'n vinsæll leikur. — (Ljósm. Þjóðv. B.J.). kunna mjög að meta þessa kennslu og sækjast eftir því að gera vinnubækur sínar, jafnt á skólatíma sem í frí- tíma sínum. Þau fá sjálf að velja sér efni og leita sér upplýsinga víða og er mesta furða hvað þeim tekst að afla sér fróðleiks, því hér er lítið um handbækur. Þessi kennslu- máti er mun líflegri en bók- leg kennsla, sem er fólgin í þvi að setja fyrir og spyrja síðan útúr. Það er að vísu ágætt hvort með öðru. — Segðu mér Arnfinnur, finnst þér að þú sért á réttri hillu í skólastjórastarfinu ? Arnfinnur brosir, hugsar sig um dálitla stund og seg- ir: Ekki get ég sagt það. Það hvarflaði aldrei að mér að gerast kennari. Veturinn eft- ir að ég tók stúdentspróf inn- r’taðist ég i læknadeild há- skólans því mig langaði að nema læknisfræði. En pening- ana skorti og næsta vetiU’ réðist ég sem sýsluskrifari á Eskifirði. Þá var það að kennari veikt’st og ég tók að mér að kenna í stað hans —■ fyrir enga borgun — og mér líkaði afarvel við börnin. Ég hélt síðan til Þýzkalands og nam þar pedagógíu (kennslu- fræði)- Ég var síðan 16 ár skólastjóri á Eskifirði. Ég var kennari við Austurbæjar- skólann frá 1939 og skóla- stjóri frá 1946. — Það má segja, að það séu börnin sem gera það að verkum að ég er ánægður í starfi mínu. Mér hefur alltaf liðið vel með börnum. S.J. Við fáum ekki að vera með — við horfuin þá bara á.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.